Sambandið taldi sig þurfa að koma fram með hið rétta í málinu eftir að fréttir fóru á flug um það að UEFA ætlaði að senda lögfræðinga sína á eigendur Pizza Wolke.
UEFA have contacted a pizzeria in the German city of Gießen warning it would sue them... for naming their mushroom pizza "Champignons League."
— DW Sports (@dw_sports) February 1, 2022
We're not making it up. pic.twitter.com/keE3B5N7Ia
Ástæðan var sögð vera nafngift á einni pítsu framleiðandans sem hann ákvað að skíra pítsuna sína "Champignon League" pítsuna.

Pizza Wolke framleiðir frosnar pítsur og sú sem fékk þetta svaka nafn er með sveppum á eins og vísað er í nafninu en um leið er vísað í Meistaradeildina.
Samkvæmt fyrstu fréttum átti forráðamenn UEFA að hafa orðið ósáttir með nafnið og hótað því að fara með pítsuframleiðandann fyrir dómstóla.
Það er hins vegar ekkert til í því en UEFA sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sambandið segir það skipta það engu máli þótt að pítsan sé kölluð "Champignon League" pítsan. UEFA taldi víst að einhver kappsamur lögmaður á svæðinu hafi ætlaði að gera sér mál úr þessu.
Pizza Wolke frá bænum Giessen sem er norður af Frankfurt. Giessen er kannski frægustu fyrir það meðal íslenskra íþróttaáhugamanna að þar spilaði körfuboltamaðurinn Logi Gunnarsson með liði Giessen 46ers í tvö ár í byrjun síns atvinnumannaferils.
Important update from UEFA here https://t.co/4XPn0JA1xg
— Andrew Cesare (@AndrewCesare) February 1, 2022