„Erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2022 09:00 Sif Atladóttir var létt í bragði í viðtalinu við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hún ætlar sér stóra hluti á komandi leiktíð, meðal annars sæti í EM-hópnum sem fer til Englands í júlí. Stöð 2 Sif Atladóttir segir að það muni ekki hafa slæm áhrif á hjónabandið þó að eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, láti sér detta í hug að skipta henni af velli í leikjum Selfoss í sumar. Þau hafi lengi unnið náið og vel saman í fótboltanum. Björn tók í vetur við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi, sem þjálfari Selfoss, og Sif mun spila fyrir liðið. Bæði hafa þau verið í Kristianstad í Svíþjóð síðasta áratuginn, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari þar sem Elísabet Gunnarsdóttir er aðalþjálfari. Núna verður það hins vegar alfarið í höndum Björns til hvers er ætlast af Sif í Selfoss-treyjunni en hún hlakkar bara til að spila undir stjórn eiginmannsins: Unnið náið saman í ellefu ár í fótboltanum „Mér finnst það bara gaman. Við erum búin að vinna mjög náið saman núna í ellefu ár, með Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur] kannski sem höfuðpaurinn. Þetta verður spennandi verkefni fyrir hann og mig í því ljósi. En við höfum alltaf haldið mjög „professional“ á spilunum,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif um endurkomuna í íslensku deildina „Þegar ég fór fyrst til Þýskalands árið 2010 þá var hann eiginlega orðinn þjálfarinn minn. Hann kom á allar æfingar og við sátum og fórum yfir leiki og hvernig væri hægt að bæta sig. Við vissum því frekar snemma að við gætum unnið saman. Svo bauð Beta upp á gott tækifæri fyrir okkur til að stíga þetta skref saman. Fyrir það eru bæði ég og hann ofboðslega þakklát – að Beta tók sénsinn á þessu,“ segir Sif sem fór frá Saarbrücken í Þýskalandi til Kristianstad snemma árs 2011. „Geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni“ Það er þá ekki þannig að Björn verði látinn sofa á sófanum ef hann skiptir Sif af velli í sumar? „Nei, alls ekki,“ segir Sif hlæjandi. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni. Eins og ég segi þá erum við búin að vinna mjög náið og vel saman, ræðum oftast góða hluti, og þegar kemur að fótboltanum þá náum við að halda honum frekar aðskildum frá heimilinu, sem er mjög mikilvægt. Við erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu heima,“ bætir hún við létt í bragði. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Björn tók í vetur við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi, sem þjálfari Selfoss, og Sif mun spila fyrir liðið. Bæði hafa þau verið í Kristianstad í Svíþjóð síðasta áratuginn, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari þar sem Elísabet Gunnarsdóttir er aðalþjálfari. Núna verður það hins vegar alfarið í höndum Björns til hvers er ætlast af Sif í Selfoss-treyjunni en hún hlakkar bara til að spila undir stjórn eiginmannsins: Unnið náið saman í ellefu ár í fótboltanum „Mér finnst það bara gaman. Við erum búin að vinna mjög náið saman núna í ellefu ár, með Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur] kannski sem höfuðpaurinn. Þetta verður spennandi verkefni fyrir hann og mig í því ljósi. En við höfum alltaf haldið mjög „professional“ á spilunum,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif um endurkomuna í íslensku deildina „Þegar ég fór fyrst til Þýskalands árið 2010 þá var hann eiginlega orðinn þjálfarinn minn. Hann kom á allar æfingar og við sátum og fórum yfir leiki og hvernig væri hægt að bæta sig. Við vissum því frekar snemma að við gætum unnið saman. Svo bauð Beta upp á gott tækifæri fyrir okkur til að stíga þetta skref saman. Fyrir það eru bæði ég og hann ofboðslega þakklát – að Beta tók sénsinn á þessu,“ segir Sif sem fór frá Saarbrücken í Þýskalandi til Kristianstad snemma árs 2011. „Geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni“ Það er þá ekki þannig að Björn verði látinn sofa á sófanum ef hann skiptir Sif af velli í sumar? „Nei, alls ekki,“ segir Sif hlæjandi. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni. Eins og ég segi þá erum við búin að vinna mjög náið og vel saman, ræðum oftast góða hluti, og þegar kemur að fótboltanum þá náum við að halda honum frekar aðskildum frá heimilinu, sem er mjög mikilvægt. Við erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu heima,“ bætir hún við létt í bragði.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30