Hafnarfjörður og húsnæðismarkaðurinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 3. febrúar 2022 09:31 Sveitarfélögin hafa veigamiklu hlutverki að gegna í þágu húsnæðisöryggis. Þau þurfa að tryggja nægjanlegt framboð lóða undir fjölbreytt húsnæði fyrir alla. Einnig bera þau miklar skyldur hvað varðar félagslegt húsnæði sem og í húsnæðismálum fatlaðs fólk. Það er mannréttindabrot að tryggja fólki ekki fullnægjandi húsnæði og fólk á ekki að búa við óöryggi í húsnæðismálum. Erfiðar aðstæður hjá mörgum Margt fólk býr hins vegar við mikið óöryggi í húsnæðismálum. Í því samhengi er hægt að nefna erlenda verkafólkið sem býr við ófullnægjandi aðstæður í íbúðarkytrum í iðnaðarhverfum. Við getum líka rætt stöðu lágtekjufjölskyldna sem hrökklast á milli ótryggra íbúða á ófullburða leigumarkaði. Og við getum talað um fólkið á biðlistunum eftir félagslegu húsnæði og fatlaða fólkið sem bíður einnig eftir húsnæði við hæfi á löngum biðlistum. Hér er svo sannarlega verk að vinna. Hækkun íbúðaverðs og máttlítil ríkisstjórn Ofan á þetta bætist svo stjórnlaus húsnæðismarkaður þar sem við höfum horft upp á gríðarlegar hækkanir á undanförnum misserum. Ungt fólk og fyrstu kaupendur eiga mjög erfitt um vik að komast inn á markaðinn. Máttlitlar tilraunir ríkisstjórnarinnar til að grípa inn í þessar aðstæður hafa litlu skilað og raunar hafa sumar aðgerðir hennar og Seðlabankans hreinlega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs. Stjórnvöld verða að taka sig taki og koma böndum á húsnæðismarkaðinn og hugsa hann út frá þörfum almennings frekar en ágóðavon fjárfesta. Kyrrstaðan í Hafnarfirði Eftir átta ára forystu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er lítið um afrek í húsnæðismálum. Hafnarfjörður hefur rekið lestina í uppbyggingu íbúða á Höfuðborgarsvæðinu og má nefna sem dæmi að ekki einni íbúð hefur verið úthlutað af íbúðafélaginu Bjargi í Hafnarfirði. Íbúðaskorturinn hefur leitt til þess að á síðasta ári horfði bærinn fram á íbúafækkun í fyrsta sinn í tugi ára. Langir biðlistar eru eftir félagslegu íbúðarhúsnæði og ein birtingarmynd kyrrstöðunnar í Hafnarfirði er að lítið sem ekkert hefur gengið undanfarin ár að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Breytingar nauðsynlegar Það má því draga þá ályktun að margt sé líkt með ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði þegar litið er til húsnæðismála. Úrræðin og verkin eru af skornum skammti og áhugaleysi einkennir báða aðila. Þessu verður að breyta og það er tækifæri til þess að breyta stöðunni í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum 14. maí næstkomandi með því að kjósa Samfylkinguna til áhrifa. Snúa verður vörn í sókn eftir átta ára kyrrstöðu á vakt Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin er tilbúin, veit hver vandinn er og er full eldmóðs til að vinna í þágu almennings í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundur er varabæjarfulltrúi, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og býður sig fram í 1. sætið í flokksvali Samfylkingarinnar þann 12. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin hafa veigamiklu hlutverki að gegna í þágu húsnæðisöryggis. Þau þurfa að tryggja nægjanlegt framboð lóða undir fjölbreytt húsnæði fyrir alla. Einnig bera þau miklar skyldur hvað varðar félagslegt húsnæði sem og í húsnæðismálum fatlaðs fólk. Það er mannréttindabrot að tryggja fólki ekki fullnægjandi húsnæði og fólk á ekki að búa við óöryggi í húsnæðismálum. Erfiðar aðstæður hjá mörgum Margt fólk býr hins vegar við mikið óöryggi í húsnæðismálum. Í því samhengi er hægt að nefna erlenda verkafólkið sem býr við ófullnægjandi aðstæður í íbúðarkytrum í iðnaðarhverfum. Við getum líka rætt stöðu lágtekjufjölskyldna sem hrökklast á milli ótryggra íbúða á ófullburða leigumarkaði. Og við getum talað um fólkið á biðlistunum eftir félagslegu húsnæði og fatlaða fólkið sem bíður einnig eftir húsnæði við hæfi á löngum biðlistum. Hér er svo sannarlega verk að vinna. Hækkun íbúðaverðs og máttlítil ríkisstjórn Ofan á þetta bætist svo stjórnlaus húsnæðismarkaður þar sem við höfum horft upp á gríðarlegar hækkanir á undanförnum misserum. Ungt fólk og fyrstu kaupendur eiga mjög erfitt um vik að komast inn á markaðinn. Máttlitlar tilraunir ríkisstjórnarinnar til að grípa inn í þessar aðstæður hafa litlu skilað og raunar hafa sumar aðgerðir hennar og Seðlabankans hreinlega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs. Stjórnvöld verða að taka sig taki og koma böndum á húsnæðismarkaðinn og hugsa hann út frá þörfum almennings frekar en ágóðavon fjárfesta. Kyrrstaðan í Hafnarfirði Eftir átta ára forystu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er lítið um afrek í húsnæðismálum. Hafnarfjörður hefur rekið lestina í uppbyggingu íbúða á Höfuðborgarsvæðinu og má nefna sem dæmi að ekki einni íbúð hefur verið úthlutað af íbúðafélaginu Bjargi í Hafnarfirði. Íbúðaskorturinn hefur leitt til þess að á síðasta ári horfði bærinn fram á íbúafækkun í fyrsta sinn í tugi ára. Langir biðlistar eru eftir félagslegu íbúðarhúsnæði og ein birtingarmynd kyrrstöðunnar í Hafnarfirði er að lítið sem ekkert hefur gengið undanfarin ár að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Breytingar nauðsynlegar Það má því draga þá ályktun að margt sé líkt með ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði þegar litið er til húsnæðismála. Úrræðin og verkin eru af skornum skammti og áhugaleysi einkennir báða aðila. Þessu verður að breyta og það er tækifæri til þess að breyta stöðunni í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum 14. maí næstkomandi með því að kjósa Samfylkinguna til áhrifa. Snúa verður vörn í sókn eftir átta ára kyrrstöðu á vakt Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin er tilbúin, veit hver vandinn er og er full eldmóðs til að vinna í þágu almennings í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundur er varabæjarfulltrúi, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og býður sig fram í 1. sætið í flokksvali Samfylkingarinnar þann 12. febrúar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun