Það skiptir máli hver stjórnar Eva Magnúsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 11:01 Þann 5. febrúar næstkomandi ganga Sjálfstæðismenn að kjörborðinu og velja fólk sem stillt verður upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það eru forréttindi fyrir flokkinn að geta valið úr svo miklum fjölda af hæfileikaríku fólki sem vill vinna fyrir bæinn okkar. Ein þeirra er Kolbrún Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi til margra ára, lýðheilsufræðingur með menntun í stjórnun menningarstofnana, kennari, núverandi formaður fræðslunefndar og fyrrverandi formaður fjölskyldunefndar. Þessi mikla menntun og reynsla í farteskinu gerir Kolbrúnu hæfasta til þess að leiða þann lista sem Sjálfstæðismenn munu tefla fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Auk mikillar og fjölbreyttrar menntunar þá er reynsla af því að takast á við fjölbreytta málaflokka og takast á við stjórnsýsluna mikilvæg þeim sem ætla sér að vera leiðandi í bæjarfélagi eins og Mossfellsbæ. Skýr framtíðarsýn, metnaður, eldmóður og rótgróin væntumþykja fyrir bænum eru hennar leiðarljós og ég held að mörg okkar deili þeirri framtíðarsýn sem Kolbrún hefur teiknað upp fyrir Mosfellsbæ. Eða svo notuð séu hennar orð: „Framtíðartækifærin felast í sterkri tengingu við náttúruna og er Mosfellsbær þar fremstur í flokki sveitarfélaga hvað þau tækifæri varðar. Tækifæri í sjálfbærri matvælaframleiðslu og grænni nýsköpun er hér allt í kringum okkur og er draumurinn að í Mosfellssbæ verði byggður upp öflugur bændamarkaður í bland við matarupplifun í jafnvel mathöll sem enga á sér líka. Matarupplifun í bland við menningu og listir er eftirsóknarverð upplifun fyrir alla fjölskylduna." Þetta er framtíð sem ég vil fyrir Mosfellsbæ. Ef við sem trúum því að Mosfellsbær sé bærinn þar sem við ætlum að ala upp börnin okkar og byggja upp okkar líf í sátt og samlyndi við náttúruna þá er Kolbrún rétti kosturinn. Þegar fólk sem hefur lengi verið við stjórnvölinn ákveður að hætta skapast rými fyrir aðra að komast að. Þegar Haraldur ákvað að bjóða sig ekki fram sem oddvita flokksins eftir að hafa leitt Mosfellsbæ í gegnum gríðarlega stækkun, þróun og uppbyggingu, skapaðist svigrúm fyrir aðra að bjóða sig fram til verksins. Framboð til oddvita flokkisns þýðir þó alls ekki að við séum að velja okkur bæjarstjóra, þvert á móti, í þessu prófkjöri erum við að velja um hver verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hvort sigurvegarinn verður bæjarstjóraefni er síðari tíma ákvörðun alls listans og kallar fyrst og fremst á að Sjálfstæðismenn sigri kosningarnar í vor. Ég hvet alla Sjálfstæðismenn til þess að taka þátt í prófkjörinu og velja þann aðila til forystu sem hefur mikla reynslu og hefur tekið þátt í að byggja upp Mosfellsbæ frá 2010 með ábyrga fjármálastjórn að leiðarljósi. Kolbrún hefur skýra framtíðarsýn og vill byggja upp græna atvinnuvegi í Mosfellsbæ þar sem náttúran nær að blómstra í sátt og samlyndi við íbúana. Hún hefur tekið þátt í að byggja upp skóla og tómstundir þar sem börnin okkar njóta bestu menntunar og tómstunda sem völ er á. Kolbrún er leiðtogi framtíðarinnar fyrir Mosfellssbæ, á því leikur enginn vafi. Höfundur er ráðgjafi og fyrrverandi formaður fræðslunefndar og varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 5. febrúar næstkomandi ganga Sjálfstæðismenn að kjörborðinu og velja fólk sem stillt verður upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það eru forréttindi fyrir flokkinn að geta valið úr svo miklum fjölda af hæfileikaríku fólki sem vill vinna fyrir bæinn okkar. Ein þeirra er Kolbrún Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi til margra ára, lýðheilsufræðingur með menntun í stjórnun menningarstofnana, kennari, núverandi formaður fræðslunefndar og fyrrverandi formaður fjölskyldunefndar. Þessi mikla menntun og reynsla í farteskinu gerir Kolbrúnu hæfasta til þess að leiða þann lista sem Sjálfstæðismenn munu tefla fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Auk mikillar og fjölbreyttrar menntunar þá er reynsla af því að takast á við fjölbreytta málaflokka og takast á við stjórnsýsluna mikilvæg þeim sem ætla sér að vera leiðandi í bæjarfélagi eins og Mossfellsbæ. Skýr framtíðarsýn, metnaður, eldmóður og rótgróin væntumþykja fyrir bænum eru hennar leiðarljós og ég held að mörg okkar deili þeirri framtíðarsýn sem Kolbrún hefur teiknað upp fyrir Mosfellsbæ. Eða svo notuð séu hennar orð: „Framtíðartækifærin felast í sterkri tengingu við náttúruna og er Mosfellsbær þar fremstur í flokki sveitarfélaga hvað þau tækifæri varðar. Tækifæri í sjálfbærri matvælaframleiðslu og grænni nýsköpun er hér allt í kringum okkur og er draumurinn að í Mosfellssbæ verði byggður upp öflugur bændamarkaður í bland við matarupplifun í jafnvel mathöll sem enga á sér líka. Matarupplifun í bland við menningu og listir er eftirsóknarverð upplifun fyrir alla fjölskylduna." Þetta er framtíð sem ég vil fyrir Mosfellsbæ. Ef við sem trúum því að Mosfellsbær sé bærinn þar sem við ætlum að ala upp börnin okkar og byggja upp okkar líf í sátt og samlyndi við náttúruna þá er Kolbrún rétti kosturinn. Þegar fólk sem hefur lengi verið við stjórnvölinn ákveður að hætta skapast rými fyrir aðra að komast að. Þegar Haraldur ákvað að bjóða sig ekki fram sem oddvita flokksins eftir að hafa leitt Mosfellsbæ í gegnum gríðarlega stækkun, þróun og uppbyggingu, skapaðist svigrúm fyrir aðra að bjóða sig fram til verksins. Framboð til oddvita flokkisns þýðir þó alls ekki að við séum að velja okkur bæjarstjóra, þvert á móti, í þessu prófkjöri erum við að velja um hver verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hvort sigurvegarinn verður bæjarstjóraefni er síðari tíma ákvörðun alls listans og kallar fyrst og fremst á að Sjálfstæðismenn sigri kosningarnar í vor. Ég hvet alla Sjálfstæðismenn til þess að taka þátt í prófkjörinu og velja þann aðila til forystu sem hefur mikla reynslu og hefur tekið þátt í að byggja upp Mosfellsbæ frá 2010 með ábyrga fjármálastjórn að leiðarljósi. Kolbrún hefur skýra framtíðarsýn og vill byggja upp græna atvinnuvegi í Mosfellsbæ þar sem náttúran nær að blómstra í sátt og samlyndi við íbúana. Hún hefur tekið þátt í að byggja upp skóla og tómstundir þar sem börnin okkar njóta bestu menntunar og tómstunda sem völ er á. Kolbrún er leiðtogi framtíðarinnar fyrir Mosfellssbæ, á því leikur enginn vafi. Höfundur er ráðgjafi og fyrrverandi formaður fræðslunefndar og varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun