Þungavigtin: Mómentið er núna fyrir Dag Sig að taka við íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 10:01 Þungavigtin Guðmundur Guðmundsson gerði frábæra hluti með íslenska handboltalandsliðið á Evrópumótinu í síðasta mánuði en hann er ekki kominn með nýjan samning. Landsliðsþjálfarastaðan var til umræðu í nýjasta þættinum af Þungavigtinni þar sem Seinni bylgju sérfræðingurinn Theódór Ingi Pálmason var gestur þáttarins. Samningur Guðmundar Guðmundsson rennur út í sumar og hann vildi sjálfur lítið ræða framhaldið í viðtölum við fjölmiðla eftir EM en það leit þannig út að boltinn væri hjá Handboltasambandinu. Þungavigtin fór yfir þetta mál en þeir Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu góðan gest. Teddi Ponza hefur nefnilega sterka skoðun á því hver eigi að taka við íslenska handboltalandsliðinu sem er lið framtíðarinnar ef marka má frammistöðu ungu leikmannanna á EM. „Ef ég ætti að velja mann fyrir þetta landslið þá væri það Dagur Sigurðsson,“ sagði Theódór Ingi Pálmason eða Teddi Ponza eins og hann er oft kallaður. „Það væri náttúrulega langbesti kosturinn fyrir okkur ef Gummi væri ekki áfram. Jafnvel væri bara besti kosturinn til að breyta aðeins til,“ sagði Mikael Nikulásson. Klippa: Þungavigtin: Dagur Sigurðsson og íslenska landsliðsþjálfarastarfið „Eins og með hann að þá hefur honum verið boðið þetta áður og hann hafnaði þessu árið 2008. Þá var hann 35 ára og ég held að þetta hafi alveg verið góð ákvörðun hjá honum þá. Ég held að það sé alveg draumur hjá honum að á einhverjum tímapunkti vilji hann þjálfar íslenska landsliðið,“ sagði Theódór. „Ég er nokkuð viss um það og ef það er rétt hjá mér þá er þetta mómentið að taka við íslenska landsliðinu. Þú ert með frábæra aldurssamsetningu í liðinu. Elstu leikmennirnir ef við tökum Bjögga út úr þessu þá ertu með Aron, Bjarka og Óla Guðmunds. Þetta eru strákar sem eru rétt rúmlega þrítugir. Kjarninn þess utan er í kringum 25 ára aldurinn,“ sagði Theódór. „Svo erum við með Gísla Þorgeir, Viktor Gísla og Hauk Þrastar sem eru rétt rúmlega tvítugir. Þetta er hópur sem getur gert flotta hluti næstu þrjú til fjögur árin. Ef að Dagur Sigurðsson hefur áhuga á því að þjálfa íslenska landsliðið þá myndi ég segja að mómentið væri núna,“ sagði Theódór. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Þungavigtin Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Samningur Guðmundar Guðmundsson rennur út í sumar og hann vildi sjálfur lítið ræða framhaldið í viðtölum við fjölmiðla eftir EM en það leit þannig út að boltinn væri hjá Handboltasambandinu. Þungavigtin fór yfir þetta mál en þeir Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu góðan gest. Teddi Ponza hefur nefnilega sterka skoðun á því hver eigi að taka við íslenska handboltalandsliðinu sem er lið framtíðarinnar ef marka má frammistöðu ungu leikmannanna á EM. „Ef ég ætti að velja mann fyrir þetta landslið þá væri það Dagur Sigurðsson,“ sagði Theódór Ingi Pálmason eða Teddi Ponza eins og hann er oft kallaður. „Það væri náttúrulega langbesti kosturinn fyrir okkur ef Gummi væri ekki áfram. Jafnvel væri bara besti kosturinn til að breyta aðeins til,“ sagði Mikael Nikulásson. Klippa: Þungavigtin: Dagur Sigurðsson og íslenska landsliðsþjálfarastarfið „Eins og með hann að þá hefur honum verið boðið þetta áður og hann hafnaði þessu árið 2008. Þá var hann 35 ára og ég held að þetta hafi alveg verið góð ákvörðun hjá honum þá. Ég held að það sé alveg draumur hjá honum að á einhverjum tímapunkti vilji hann þjálfar íslenska landsliðið,“ sagði Theódór. „Ég er nokkuð viss um það og ef það er rétt hjá mér þá er þetta mómentið að taka við íslenska landsliðinu. Þú ert með frábæra aldurssamsetningu í liðinu. Elstu leikmennirnir ef við tökum Bjögga út úr þessu þá ertu með Aron, Bjarka og Óla Guðmunds. Þetta eru strákar sem eru rétt rúmlega þrítugir. Kjarninn þess utan er í kringum 25 ára aldurinn,“ sagði Theódór. „Svo erum við með Gísla Þorgeir, Viktor Gísla og Hauk Þrastar sem eru rétt rúmlega tvítugir. Þetta er hópur sem getur gert flotta hluti næstu þrjú til fjögur árin. Ef að Dagur Sigurðsson hefur áhuga á því að þjálfa íslenska landsliðið þá myndi ég segja að mómentið væri núna,“ sagði Theódór. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Þungavigtin Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira