Stóri draumurinn um meginlandið Stein Olav Romslo skrifar 5. febrúar 2022 16:01 Hver hefur ekki vaknað í borg á meginlandinu, skroppið út á götu og sótt sér nýbakað bakkelsi og gott kaffi á einu horni og bók í bókabúð á öðru horni? Hoppað síðan í næsta vagn sem kemur með stuttu millibili, hvort sem það er til að heimsækja listasafn eða bara niður í bæ? Þegar maður er í útlöndum virðist þetta vera munaður og fjarlæg hugmynd, en það þarf ekki að vera þannig. Þessi notalegi draumur um meginlandið er í raun stefnan um 15 mínútna hverfið í hnotskurn og þarf því ekki að vera fjarlæg hugmynd. Það þarf pólitískan vilja til þess að stefnan verði að veruleika hér í borginni okkar. Þá snýst hún ekki einungis um munað eða notalegheit heldur líka hversdagslíf okkar allra – að ganga, hjóla eða hoppa í strætó til að fara í vinnuna, búðina, á fótboltaleik eða barinn! Brúum bilið milli ferðamáta Staðan er nefnilega þannig að borgarbúar vilja helst ferðast í vinnuna með öðrum hætti en á einkabílnum. Rétt rúmlega helmingur þeirra vill frekar ganga, hjóla eða taka strætó, sýnir könnun Maskínu frá því í fyrra. Fólk vill hafa val um aðra ferðamáta en bílinn. Og þriðjungur þeirra sem ferðast oftast á bíl vilja helst gera það með öðrum hætti. Það er pólitísk ákvörðun að gera fólki það mögulegt. Til þess þarf að stórefla almenningssamgöngurnar okkar. Jafnframt verður að liðka fyrir öðrum ferðamátum, til að mynda með því að bæta göngu- og hjólastíga til að gera það gerlegt og aðlaðandi að ganga og hjóla um alla borgina. Þá þarf að hafa möguleikann á að búa og vinna í sama hverfi en einnig auðvelda leiðir til að komast milli hverfa. Þétting byggðar og fleiri græn svæði, nærþjónusta í sínu hverfi, bættir og fleiri göngu- og hjólastígar og góðar tengingar milli hverfa gæða borgina lífi. 15 mínútna hverfið spilar líka lykilhlutverk í lífi barna En þetta snýst ekki bara um aukin lífsgæði og þægindi. Þetta snýst um jöfnuð og ekki bara fyrir fólk eins og mig heldur líka börn. Börn keyra ekki bíla þó svo að einhvern tímann hafi verið tekin sú skipulagslega ákvörðun um að Reykjavík skyldi verða bílaborg. Þau eiga að geta farið sjálf í skólann, frístundir og tómstundir, heimsótt félagann sem þau kynntust einu sinni í sumarbúðum sem býr í næsta hverfi eða sótt aðra þjónustu án þess að þurfa treysta á endalaust skutl frá foreldrum sínum. Að ekki sé talað um þau börn sem eru ekki í aðstöðu til að vera skutlað af foreldrum sínum sem annað hvort eru ekki til staðar eða geta það ekki. Af þessum sökum spilar 15 mínútna hverfið lykilhlutverk í lífi barna. Borgarbúar verða að hafa val. Val um ferðamáta. Eins og staðan er í dag er alltof mikið borgarland lagt undir vegi og bílastæði sem er aðallega hannað í kringum einn ferðamáta. Með því að bæta úr öðrum myndi það draga úr notkun einkabílsins. Færri bílar í umferðinni þýðir minni umferð sem gerir það að verkum að auðveldara verður að ferðast í borginni okkar og ekki síst fyrir þau sem þurfa að keyra eða vilja helst gera það! Hægt er að lesa meira um framboð mitt á http://steinolav.is/. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Hver hefur ekki vaknað í borg á meginlandinu, skroppið út á götu og sótt sér nýbakað bakkelsi og gott kaffi á einu horni og bók í bókabúð á öðru horni? Hoppað síðan í næsta vagn sem kemur með stuttu millibili, hvort sem það er til að heimsækja listasafn eða bara niður í bæ? Þegar maður er í útlöndum virðist þetta vera munaður og fjarlæg hugmynd, en það þarf ekki að vera þannig. Þessi notalegi draumur um meginlandið er í raun stefnan um 15 mínútna hverfið í hnotskurn og þarf því ekki að vera fjarlæg hugmynd. Það þarf pólitískan vilja til þess að stefnan verði að veruleika hér í borginni okkar. Þá snýst hún ekki einungis um munað eða notalegheit heldur líka hversdagslíf okkar allra – að ganga, hjóla eða hoppa í strætó til að fara í vinnuna, búðina, á fótboltaleik eða barinn! Brúum bilið milli ferðamáta Staðan er nefnilega þannig að borgarbúar vilja helst ferðast í vinnuna með öðrum hætti en á einkabílnum. Rétt rúmlega helmingur þeirra vill frekar ganga, hjóla eða taka strætó, sýnir könnun Maskínu frá því í fyrra. Fólk vill hafa val um aðra ferðamáta en bílinn. Og þriðjungur þeirra sem ferðast oftast á bíl vilja helst gera það með öðrum hætti. Það er pólitísk ákvörðun að gera fólki það mögulegt. Til þess þarf að stórefla almenningssamgöngurnar okkar. Jafnframt verður að liðka fyrir öðrum ferðamátum, til að mynda með því að bæta göngu- og hjólastíga til að gera það gerlegt og aðlaðandi að ganga og hjóla um alla borgina. Þá þarf að hafa möguleikann á að búa og vinna í sama hverfi en einnig auðvelda leiðir til að komast milli hverfa. Þétting byggðar og fleiri græn svæði, nærþjónusta í sínu hverfi, bættir og fleiri göngu- og hjólastígar og góðar tengingar milli hverfa gæða borgina lífi. 15 mínútna hverfið spilar líka lykilhlutverk í lífi barna En þetta snýst ekki bara um aukin lífsgæði og þægindi. Þetta snýst um jöfnuð og ekki bara fyrir fólk eins og mig heldur líka börn. Börn keyra ekki bíla þó svo að einhvern tímann hafi verið tekin sú skipulagslega ákvörðun um að Reykjavík skyldi verða bílaborg. Þau eiga að geta farið sjálf í skólann, frístundir og tómstundir, heimsótt félagann sem þau kynntust einu sinni í sumarbúðum sem býr í næsta hverfi eða sótt aðra þjónustu án þess að þurfa treysta á endalaust skutl frá foreldrum sínum. Að ekki sé talað um þau börn sem eru ekki í aðstöðu til að vera skutlað af foreldrum sínum sem annað hvort eru ekki til staðar eða geta það ekki. Af þessum sökum spilar 15 mínútna hverfið lykilhlutverk í lífi barna. Borgarbúar verða að hafa val. Val um ferðamáta. Eins og staðan er í dag er alltof mikið borgarland lagt undir vegi og bílastæði sem er aðallega hannað í kringum einn ferðamáta. Með því að bæta úr öðrum myndi það draga úr notkun einkabílsins. Færri bílar í umferðinni þýðir minni umferð sem gerir það að verkum að auðveldara verður að ferðast í borginni okkar og ekki síst fyrir þau sem þurfa að keyra eða vilja helst gera það! Hægt er að lesa meira um framboð mitt á http://steinolav.is/. Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun