Fjallað um Play erlendis: „Nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 08:01 Good Morning America ræddi við Birgi Jónsson, forstjóra Play. Vísir/Vilhelm „Þetta eru nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um: Breeze, Aha, Avelo, Play. Þau bjóða upp á verð sem láta þig líklega staldra við.“ Svona hefst innslag bandaríska morgunsjónvarpsþáttarins Good Morning America (GMA) um lággjaldaflugfélög sem þátturinn segir bjóða upp á einstaklega lágt verð. Þar var meðal annars fjallað um íslenska flugfélagið Play, og fjallað um verðlagningu félagsins á millilandaflugi. Í innslaginu var rætt við Birgi Jónsson, forstjóra Play, um félagið. „Þetta er eins og með allt í lífinu. Þú gengur inn á veitingastað og borgar fyrir það sem þú fékkst þér og það sem þú vildi fá. Það er eins með flugfélög. Ef þú ferðast eingöngu með handfarangur, eða eina tösku, þá borgarðu minna,“ sagði Birgir, sem ræddi við þáttinní gegnum fjarfundabúnað. Þá er í innslaginu fjallað um hvernig félögin halda kostnaði í lágmarki, en þar er sérstaklega litið til vals félaganna á lendingarstöðum. Líkt og greint var frá í síðustu viku hefur Play boðað lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu. Það gerði félagið eftir að hafa náð hagstæðum samningum við Stewart-flugvöll, lítinn flugvöll í nágrenni New York-borgar. Þá ræddi GMA við sérfræðing í lággjaldaflugi, sem segir lággjaldaflugfélög á borð við Play vera ástæðu þess að við lifum nú á „gullöld ódýrra flugferða.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan, en í lok þess eru áhorfendur minntir á að auglýst verð lággjaldaflugfélaga gildir oftast um flug með eingöngu handfarangri, þar sem farþegar geta ekki valið sér sæti. „Þannig að: Munið það þegar þið gerið verðsamanburð við stærri flugfélögin,“ sagði þulurinn. Fréttir af flugi Play Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Svona hefst innslag bandaríska morgunsjónvarpsþáttarins Good Morning America (GMA) um lággjaldaflugfélög sem þátturinn segir bjóða upp á einstaklega lágt verð. Þar var meðal annars fjallað um íslenska flugfélagið Play, og fjallað um verðlagningu félagsins á millilandaflugi. Í innslaginu var rætt við Birgi Jónsson, forstjóra Play, um félagið. „Þetta er eins og með allt í lífinu. Þú gengur inn á veitingastað og borgar fyrir það sem þú fékkst þér og það sem þú vildi fá. Það er eins með flugfélög. Ef þú ferðast eingöngu með handfarangur, eða eina tösku, þá borgarðu minna,“ sagði Birgir, sem ræddi við þáttinní gegnum fjarfundabúnað. Þá er í innslaginu fjallað um hvernig félögin halda kostnaði í lágmarki, en þar er sérstaklega litið til vals félaganna á lendingarstöðum. Líkt og greint var frá í síðustu viku hefur Play boðað lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu. Það gerði félagið eftir að hafa náð hagstæðum samningum við Stewart-flugvöll, lítinn flugvöll í nágrenni New York-borgar. Þá ræddi GMA við sérfræðing í lággjaldaflugi, sem segir lággjaldaflugfélög á borð við Play vera ástæðu þess að við lifum nú á „gullöld ódýrra flugferða.“ Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan, en í lok þess eru áhorfendur minntir á að auglýst verð lággjaldaflugfélaga gildir oftast um flug með eingöngu handfarangri, þar sem farþegar geta ekki valið sér sæti. „Þannig að: Munið það þegar þið gerið verðsamanburð við stærri flugfélögin,“ sagði þulurinn.
Fréttir af flugi Play Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira