Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 14:20 Flugferðum til Evrópu hefur verið aflýst og viðbúið er að ferðum frá Bandaríkjunum seinki. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa. Í samtali við fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið hafi byrjað að hafa samband við farþega í gær og láta þá vita af stöðunni. „Við buðum þeim að færa flugið sitt, og einhverjir hafa nýtt sér það. En núna erum við búin að aflýsa öllu flugi til Evrópu og til baka í fyrramálið,“ segir Ásdís. Auk þess er fyrirséð að flug frá Bandaríkjunum muni koma seinna inn til landsins en áætlað var. Hversu mikið þeim ferðum mun seinka liggur þó ekki fyrir um sinn. Það ætti þó að koma í ljós snemma í fyrramálið. Aðspurð hversu margir farþegar þurfa að þola seinkun eða niðurfellingu flugferða segir Ásdís að um 1.300 farþegar eigi bókað flug til og frá Evrópu með félaginu á morgun. Senda fólki sjálfkrafa nýtt plan Félagið vinnur nú að því að greiða úr flækjum farþega sem kunn að verða vegna veðurofsans á morgun. „Við reynum bara að koma fólki á flug sem fyrst og það eru allir komnir með nýja flugáætlun sem við sendum sjálfkrafa til fólks,“ segir Ásdís. Því ættu allir tilvonandi Evrópufarþegar félagsins á morgun að vera upplýstir um gang mála. Ásdís segir að ef ný flugáætlun hentar fólki ekki, mæli Icelandair eindregið með því að farþegar setji sig í samband við félagið svo hægt sé að leysa málin. Það sé þó óþarfi nema ný áætlun hentar ekki. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Viðvörun færð upp í rautt fyrir höfuðborgarsvæðið Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag. 6. febrúar 2022 12:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið hafi byrjað að hafa samband við farþega í gær og láta þá vita af stöðunni. „Við buðum þeim að færa flugið sitt, og einhverjir hafa nýtt sér það. En núna erum við búin að aflýsa öllu flugi til Evrópu og til baka í fyrramálið,“ segir Ásdís. Auk þess er fyrirséð að flug frá Bandaríkjunum muni koma seinna inn til landsins en áætlað var. Hversu mikið þeim ferðum mun seinka liggur þó ekki fyrir um sinn. Það ætti þó að koma í ljós snemma í fyrramálið. Aðspurð hversu margir farþegar þurfa að þola seinkun eða niðurfellingu flugferða segir Ásdís að um 1.300 farþegar eigi bókað flug til og frá Evrópu með félaginu á morgun. Senda fólki sjálfkrafa nýtt plan Félagið vinnur nú að því að greiða úr flækjum farþega sem kunn að verða vegna veðurofsans á morgun. „Við reynum bara að koma fólki á flug sem fyrst og það eru allir komnir með nýja flugáætlun sem við sendum sjálfkrafa til fólks,“ segir Ásdís. Því ættu allir tilvonandi Evrópufarþegar félagsins á morgun að vera upplýstir um gang mála. Ásdís segir að ef ný flugáætlun hentar fólki ekki, mæli Icelandair eindregið með því að farþegar setji sig í samband við félagið svo hægt sé að leysa málin. Það sé þó óþarfi nema ný áætlun hentar ekki.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Viðvörun færð upp í rautt fyrir höfuðborgarsvæðið Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag. 6. febrúar 2022 12:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Viðvörun færð upp í rautt fyrir höfuðborgarsvæðið Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag. 6. febrúar 2022 12:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent