Hverjir eru þingmenn Sósíalista? Indriði Ingi Stefánsson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Í síðustu kosningum vöktu Sósíalistar verðskuldaða athygli. En árangurinn varð ekki sá sem útlit var fyrir og Sósíalistar fengu engan þingmann. Framboð þeirra hafði engu að síður þó nokkur áhrif á niðurstöður kosninga. Þingmenn Sósíalista eru í Framsókn og Sjálfstæðisflokki Þrátt fyrir að það sé óljóst hvort framboð Pírata eða Samfylkingar höfðuðu til kjósenda Sósíalista, mætti telja líklegt að framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gerðu það enn síður. Þó er það svo að ef atkvæði Sósíalista hefðu skipst jafnt milli Pírata og Samfylkingar hefði þingmönnum þeirra fjölgað um einn og tvo, á kostnað Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En hvað ef Sósíalistar hefðu boði fram með Pírötum? Það er óljóst hvort Sósíalistar og Píratar hefðu áhuga á að vera undir sama listabókstaf en prófum að skoða hvað myndi gerast. Kosningalög leyfa sömu stjórnmálasamtökum að bjóða fram tvo lista í kjördæmi. Þetta hefði engu breytt um kjördæmakjörna þingmenn en þegar kæmi að úthlutun uppbótarmanna þá teldu atkvæði Sósíalista og Pírata saman. Vissulega væri enn sá veikleiki í kosningakerfinu að uppbótarmenn væru of fáir, en þá fengju Píratar einn uppbótarmann til viðbótar, og það sem meira er - einn af uppbótarþingmönnum Pírata kæmi af lista Sósíalista í Reykjavík Norður á kostnað Vinstri Grænna.. En hvað ef Sósíalistar hefðu boðið fram með Samfylkingu? Eins og í dæminu að ofan er óljóst hvort Sósíalistar og Samfylking hefðu áhuga á að bjóða fram undir sama listabókstaf. En prófum að setja upp sama dæmi. Nú bættust tveir þingmenn við hjá Samfylkingu sem kæmu frá Pírötum og Vinstri grænum, en í þetta skiptið fengi Samfylkingin alla þingmennina. Fleiri dæmi Hefðu Flokkur fólksins og Dögun gert með sér kosningabandalag árið 2016 hefði það tryggt þessum flokkum uppbótarþingmenn sem hefðu varla orðið færri en þrír. Árið 2013 voru sex flokkar með samanlagt 11,4% fylgi sem hefðu sópað til sín uppbótarþingmönnum. Flestir hefðu væntanlega skilað sér til Dögunar, Flokks heimilanna og Lýðræðisvaktarinnar. Það er engin leið að spá fyrir um hvaða áhrif þetta hefði haft en ljóst er að þau hefðu verið töluverð í störfum Alþingis. En hvað með sveitarstjórnarkosningar? Úthlutun uppbótarþingsæta er ætlað að tempra áhrif kjördæmakerfisins en í sveitarstjórnarkosningum koma afleiðingar kosningakerfisins að fullu fram. Þar er vel mögulegt að ná hreinum meirihluta með minnihluta atkvæða. Árið 2018 náði Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hreinum meirihluta með 46,3% atkvæða. Í tilfellum Grindavíkur, Borgarbyggðar, Vestmannaeyja, Árborgar, Mosfellsbæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar voru listar með á bilinu 33-38% atkvæða sem eru einum fulltrúa frá meirihluta, og því í oddastöðu við myndun meirihluta. Það er afar brýnt að við tökum þennan lýðræðishalla alvarlega; til dæmis með því að fjölga kjörnum fulltrúum svo að fleiri framboð nái árangri, og breyta reiknireglum kosningakerfisins til að draga úr þessum yfirburðum stærri flokkanna. Í mörgum nágrannalöndum er þegar búið að gera slíkar breytingar, við værum því svo sannarlega ekki að finna upp hjólið, heldur aðeins að auka vægi vilja kjósenda. Svo er ekki úr vegi að hvetja minni framboð til, samvinnu hver veit nema það gæti skilað árangri. Höfundur er varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Indriði Stefánsson Píratar Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu kosningum vöktu Sósíalistar verðskuldaða athygli. En árangurinn varð ekki sá sem útlit var fyrir og Sósíalistar fengu engan þingmann. Framboð þeirra hafði engu að síður þó nokkur áhrif á niðurstöður kosninga. Þingmenn Sósíalista eru í Framsókn og Sjálfstæðisflokki Þrátt fyrir að það sé óljóst hvort framboð Pírata eða Samfylkingar höfðuðu til kjósenda Sósíalista, mætti telja líklegt að framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gerðu það enn síður. Þó er það svo að ef atkvæði Sósíalista hefðu skipst jafnt milli Pírata og Samfylkingar hefði þingmönnum þeirra fjölgað um einn og tvo, á kostnað Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En hvað ef Sósíalistar hefðu boði fram með Pírötum? Það er óljóst hvort Sósíalistar og Píratar hefðu áhuga á að vera undir sama listabókstaf en prófum að skoða hvað myndi gerast. Kosningalög leyfa sömu stjórnmálasamtökum að bjóða fram tvo lista í kjördæmi. Þetta hefði engu breytt um kjördæmakjörna þingmenn en þegar kæmi að úthlutun uppbótarmanna þá teldu atkvæði Sósíalista og Pírata saman. Vissulega væri enn sá veikleiki í kosningakerfinu að uppbótarmenn væru of fáir, en þá fengju Píratar einn uppbótarmann til viðbótar, og það sem meira er - einn af uppbótarþingmönnum Pírata kæmi af lista Sósíalista í Reykjavík Norður á kostnað Vinstri Grænna.. En hvað ef Sósíalistar hefðu boðið fram með Samfylkingu? Eins og í dæminu að ofan er óljóst hvort Sósíalistar og Samfylking hefðu áhuga á að bjóða fram undir sama listabókstaf. En prófum að setja upp sama dæmi. Nú bættust tveir þingmenn við hjá Samfylkingu sem kæmu frá Pírötum og Vinstri grænum, en í þetta skiptið fengi Samfylkingin alla þingmennina. Fleiri dæmi Hefðu Flokkur fólksins og Dögun gert með sér kosningabandalag árið 2016 hefði það tryggt þessum flokkum uppbótarþingmenn sem hefðu varla orðið færri en þrír. Árið 2013 voru sex flokkar með samanlagt 11,4% fylgi sem hefðu sópað til sín uppbótarþingmönnum. Flestir hefðu væntanlega skilað sér til Dögunar, Flokks heimilanna og Lýðræðisvaktarinnar. Það er engin leið að spá fyrir um hvaða áhrif þetta hefði haft en ljóst er að þau hefðu verið töluverð í störfum Alþingis. En hvað með sveitarstjórnarkosningar? Úthlutun uppbótarþingsæta er ætlað að tempra áhrif kjördæmakerfisins en í sveitarstjórnarkosningum koma afleiðingar kosningakerfisins að fullu fram. Þar er vel mögulegt að ná hreinum meirihluta með minnihluta atkvæða. Árið 2018 náði Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hreinum meirihluta með 46,3% atkvæða. Í tilfellum Grindavíkur, Borgarbyggðar, Vestmannaeyja, Árborgar, Mosfellsbæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar voru listar með á bilinu 33-38% atkvæða sem eru einum fulltrúa frá meirihluta, og því í oddastöðu við myndun meirihluta. Það er afar brýnt að við tökum þennan lýðræðishalla alvarlega; til dæmis með því að fjölga kjörnum fulltrúum svo að fleiri framboð nái árangri, og breyta reiknireglum kosningakerfisins til að draga úr þessum yfirburðum stærri flokkanna. Í mörgum nágrannalöndum er þegar búið að gera slíkar breytingar, við værum því svo sannarlega ekki að finna upp hjólið, heldur aðeins að auka vægi vilja kjósenda. Svo er ekki úr vegi að hvetja minni framboð til, samvinnu hver veit nema það gæti skilað árangri. Höfundur er varaþingmaður Pírata
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun