Endurgreiðum ungu fólki og barnafjölskyldum lóðaverð Gunnar Þór Sigurjónsson skrifar 8. febrúar 2022 17:31 Hafnarfjörður hefur setið eftir síðustu ár þegar kemur að íbúafjölgun og árangri í húsnæðismálum. Staðreyndin er sú að það er alvarlegur skortur á húsnæði í Hafnarfirði sem stendur í vegi fyrir vexti sveitarfélagsins. Það er af sem áður var þegar nægt framboð á húsnæði á ódýrara verði en í nágrannasveitarfélögunum gerði Hafnarfjörð að góðum kosti fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur sem voru að koma undir sig fótunum. Þess í stað hefur stefna bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokksins í lóða- og húsnæðismálum síðustu átta ár tryggt að í dag er ungt fólk og barnafjölskyldur jafn ofurseld skorti og okri á húsnæðismarkaði í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingin er fækkun bæjarbúa og að fjölskyldur leita frekar út fyrir höfuðborgarsvæðið að hentugu húsnæði og sveitarfélagi til að búa sér heimili til framtíðar. Tími alvöru lausna í húsnæðismálum Þessari þróun verður að snúa við strax með beinum aðgerðum. Hafnarfjarðarbær á t.d. að endurgreiða kaupendum íbúða lóðaverð umfram lágmark svo uppsprengt uppboðsverð haldi fjölskyldum ekki frá bæjarfélaginu. Það er alvöru lausn sem gerir Hafnarfjörð að aðlaðandi framtíðarheimili fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk. Það er lausn sem gerir allt í senn, gerir ungu fólki auðveldara að eignast húsnæði, lækkar skuldabyrði ungra barnafjölskyldna og styrkir tekjugrunn sveitarfélagsins til lengri tíma litið, enda greiðir fjölskylda á meðaltekjum sem skýtur rótum í Hafnarfirði meðgjöfina margfalt til baka með útsvarinu til sveitarfélagsins. Það eru svona lausnir sem Samfylkingin í Hafnarfirði á að standa fyrir, praktískar alvöru lausnir sem koma íbúum Hafnarfjarðar strax til góða og tryggja vöxt og uppbyggingu bæjarfélagsins inn í framtíðina. Tími sterkari þjónustu við fjölskyldur í Hafnarfirði Það er öllu sveitarfélaginu í hag að vera í stöðugri uppbyggingu og ábyrgum vexti enda skapast við það heilmikil verðmæti, bæði fyrir íbúana og samfélagið okkar í heild. Hafnarfjörður þarf því að koma til móts við kröfur ungs fólks, hvort sem það er í húsnæðismálum eða samfélagslegri ábyrgð. Hafnarfjörður þarf ekki einungis að fara rífa í sig í gang varðandi framboð og verð á húsnæði heldur þurfum við að leggja aukna áherslu á á græn hverfi sem styðja við umhverfisvænan lífsstíl.Samhliða því má ekki gleyma því að að ungar fjölskyldur sækja eðlilega frekar í barnvæn hverfi og samfélög og að þjónusta við barnafjölskyldur skiptir miklu máli þegar tekin er ákvörðun um framtíðarheimili. Til þess að laða ungt fólk að Hafnarfirði þá má bærinn ekki standa í ágreiningi við leikskólakennara og undirmannaður þegar kemur að faglærðum sérfræðingum barna. Ef við tryggjum ungu fólki aðgang að hentugu og fjárhagslega skynsamlegu húsnæði með aðgang að góðri þjónustu leik- og grunnskóla þá getur Hafnarfjörður fljótt aftur orðið raunhæfur kostur fyrir ungt fólk til að búa sér framtíðarheimili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið fyrir sig ýmsar afsakanir til að réttlæta skortstöðuna sem byggst hefur upp síðustu átta ár, en tími afsakana er liðinn. Næsta kjörtímabil þarf að vera tími raunverulegra lausna í húsnæðismálum í Hafnarfirði. Kjósum nýtt fólk fyrir nýjan tíma. Höfundur sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur setið eftir síðustu ár þegar kemur að íbúafjölgun og árangri í húsnæðismálum. Staðreyndin er sú að það er alvarlegur skortur á húsnæði í Hafnarfirði sem stendur í vegi fyrir vexti sveitarfélagsins. Það er af sem áður var þegar nægt framboð á húsnæði á ódýrara verði en í nágrannasveitarfélögunum gerði Hafnarfjörð að góðum kosti fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur sem voru að koma undir sig fótunum. Þess í stað hefur stefna bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokksins í lóða- og húsnæðismálum síðustu átta ár tryggt að í dag er ungt fólk og barnafjölskyldur jafn ofurseld skorti og okri á húsnæðismarkaði í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingin er fækkun bæjarbúa og að fjölskyldur leita frekar út fyrir höfuðborgarsvæðið að hentugu húsnæði og sveitarfélagi til að búa sér heimili til framtíðar. Tími alvöru lausna í húsnæðismálum Þessari þróun verður að snúa við strax með beinum aðgerðum. Hafnarfjarðarbær á t.d. að endurgreiða kaupendum íbúða lóðaverð umfram lágmark svo uppsprengt uppboðsverð haldi fjölskyldum ekki frá bæjarfélaginu. Það er alvöru lausn sem gerir Hafnarfjörð að aðlaðandi framtíðarheimili fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk. Það er lausn sem gerir allt í senn, gerir ungu fólki auðveldara að eignast húsnæði, lækkar skuldabyrði ungra barnafjölskyldna og styrkir tekjugrunn sveitarfélagsins til lengri tíma litið, enda greiðir fjölskylda á meðaltekjum sem skýtur rótum í Hafnarfirði meðgjöfina margfalt til baka með útsvarinu til sveitarfélagsins. Það eru svona lausnir sem Samfylkingin í Hafnarfirði á að standa fyrir, praktískar alvöru lausnir sem koma íbúum Hafnarfjarðar strax til góða og tryggja vöxt og uppbyggingu bæjarfélagsins inn í framtíðina. Tími sterkari þjónustu við fjölskyldur í Hafnarfirði Það er öllu sveitarfélaginu í hag að vera í stöðugri uppbyggingu og ábyrgum vexti enda skapast við það heilmikil verðmæti, bæði fyrir íbúana og samfélagið okkar í heild. Hafnarfjörður þarf því að koma til móts við kröfur ungs fólks, hvort sem það er í húsnæðismálum eða samfélagslegri ábyrgð. Hafnarfjörður þarf ekki einungis að fara rífa í sig í gang varðandi framboð og verð á húsnæði heldur þurfum við að leggja aukna áherslu á á græn hverfi sem styðja við umhverfisvænan lífsstíl.Samhliða því má ekki gleyma því að að ungar fjölskyldur sækja eðlilega frekar í barnvæn hverfi og samfélög og að þjónusta við barnafjölskyldur skiptir miklu máli þegar tekin er ákvörðun um framtíðarheimili. Til þess að laða ungt fólk að Hafnarfirði þá má bærinn ekki standa í ágreiningi við leikskólakennara og undirmannaður þegar kemur að faglærðum sérfræðingum barna. Ef við tryggjum ungu fólki aðgang að hentugu og fjárhagslega skynsamlegu húsnæði með aðgang að góðri þjónustu leik- og grunnskóla þá getur Hafnarfjörður fljótt aftur orðið raunhæfur kostur fyrir ungt fólk til að búa sér framtíðarheimili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið fyrir sig ýmsar afsakanir til að réttlæta skortstöðuna sem byggst hefur upp síðustu átta ár, en tími afsakana er liðinn. Næsta kjörtímabil þarf að vera tími raunverulegra lausna í húsnæðismálum í Hafnarfirði. Kjósum nýtt fólk fyrir nýjan tíma. Höfundur sækist eftir 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun