Frekari hækkun stýrivaxta byggir á hundalógik og er ranglát og siðlaus Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. febrúar 2022 08:15 Skv. síðustu tölum, er verðbólga á Íslandi 5,7%. Þar af stendur húsnæðisliðurinn fyrir 2,0%. 3,7% stafa þannnig mest af erlendum verðhækkunum, sem aftur stafa beint og óbeint af COVID-faraldrinum. Í raun er orsakavaldur mikils meirihluta verðbólgunnar því COVID, heilsufarsvandamál, sem svo aftur hefur haft efnahagslegar afleiðingar. Þegar tekist er á við vanda, þarf auðvitað að taka á orsökinni, ekki afleiðingunum. Meðaltalsverðbólga um alla Vestur Evrópu er nú líka um 5%. Þar skilja Seðlabankar orsök vandans og kunna að greina á milli orsakar og afleiðigar. Seðlabaki Evrópu, sem fer með yfirstjórn peningamála, Evrunar, í 25 evrópskum löndum, ákvað því, að hækka ekki stýrivexti. Þetta væri ekki innlend, evrópsk, verðþennsla, heldur mest innflutt. Hækkanir á framleiðslukostnaði í Asíu og á alþjóðlegum flutnigskostaði. Áfram verða því evrópskir stýrivextir 0,0% út 2022. Sviss, Danmörk og Svíþjóð hafa líka eigin gjaldmiðil. Seðlabankar þessarar landa kunna líka að greina að orsök og afleiðingu. Allir þessir bankar halda óbreyttum stýrivöxtum, frá mínus 0,75% (Sviss) í 0,0% (Svíþjóð). Seðlabankar Bretlands og Noregs töldu smávægilegar innlenndar verðbólgu orsakir í gangi og hækkuðu stýrivexti í 0,25%. Að mati undirritaðs var ofagreind nálgun verðbólguvandans, í öllum þessum löndum, rökrétt og fagleg. Greining og verklag góð. Hafa verður líka í huga, að lágir vextir hjálpa atvinnulífinu að komast fyrr og betur í gang, eftir COVID, á sama hátt og hækkandi vextir bremsa. En, hvað gerir svo Seðlabanki Íslands!? Hann veður í það, á skömmum tíma, að hækka stýrivexti úr 0,5% í 2,0%! Og, frekari hækkun, jafnvel upp í 3%, virðist vofa yfir. Vísað er til þess, að skortur sé á íbúðum, mikil þensla sé á húsnæðismarkaði og slá verði á þá verðþenslu, sem húsæðismarkaður valdi. Lætur Seðlabanki nánast eins og öll verðbólgan hafi orðið hér til. Jafn ótrúlegt og það er, virðist Seðlabanki ekki átta sig á því, eða marka sína stefnu út frá því, að aðeins einn þriðji verðbólgunnar stafar af húsnæðismarkaði. Má telja, að með þeim hækkunum stýrivaxta, sem þegar hafa verið ákveðnar, hafi þá þegar verið tekið á þessum þætti verðbólgunnar, og það með ríflegum hætti. Hækkanir stýrivaxta yfir 2% séu því alls ekki við hæfi. Hér verður líka að hafa í huga, að stýrivextir stýra vöxtum allra lána - ekki bara húsnæðislána, heldur allra bankalána, líka lánveitingum til fjárfesta, byggingaraðila og verktaka - og hækka þannig byggingarkostnað og kynda upp verðbólgu! Íbúðamarkaðurinn er um 10 til 15 þúsund íbúðir á ári. Hækkun vaxta dregur auðvitað úr grósku á þessum markaði, dregur úr eftirspurn, en er það endilega af hinu góða? Minnkandi eftirspurn virkar letjandi á byggigarverktaka og -fjárfesta. Minna fé verður sett í byggingarframkvæmdir og -fjárfestingar. Vaxtasverðið fyrir byggingarmarkaðinn er því tvíeggja sverð. Það er ótrúlegt, að Seðlabanki virðist ekki greina eða taka mark á þessari heildarmynd. Og, hverjar eru svo afleiðingar þessa stýrivaxtagönuhlaups Seðlabanka fyrir lánsfjárstöðu fyrri íbúðakaupenda, nú íbúðaeigenda, sem eru auðvitað margfalt fleiri en nýir kaupendur? Yfir helmingur veittra íbúðalána mun vera með breytilegum vöxtum. Þegar stýrivextir hækka, hækka vextir á þessum lánum strax. Fram hefur komið, að vaxtabyrði af 30 milljón króna láni hækki um hálfa milljón á ári, ef vextir hækka, þó að ekki sé nema um 2%. Hvers eiga allar þessar fjölskyldur að gjalda!? Þær skipta tugum þúsunda. Ætla má, að 60-80 þúsund heimili verði fyrir barðinu á þessum vaxtahækkunum og því eignar- eða tekjunámi, sem þær hafa í för með sér. Fólk, sem keypti og tók lán í góðri trú, treystandi á ríkisstjórn og Seðlabanka, fá nú rýtinginn í bakið. Sem sagt, til að hemja kaupgetu 10-15 þúsund nýrra íbúðakaupenda, á að fórna hagsmunum um 60-80 þúsund fjölskyldna, sem hafa sér ekkert til sakar unnið, nema þá helzt það, að hafa treyst ríkisstjórn og Seðlabanka, og setja fjárhag margra þeirra í algert uppnám. Framganga Seðlabanka í þessu máli er fyrir undirrituðum með ólíkindum og mikill áfellisdómur yfir íslezkum stjórnvöldum og íslenzkri stjórnsýslu. Hér er verið að misþyrma umtalsverðum hluta þjóðarinnar á grundvelli hundalógik og það að ófyrirsynju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Skv. síðustu tölum, er verðbólga á Íslandi 5,7%. Þar af stendur húsnæðisliðurinn fyrir 2,0%. 3,7% stafa þannnig mest af erlendum verðhækkunum, sem aftur stafa beint og óbeint af COVID-faraldrinum. Í raun er orsakavaldur mikils meirihluta verðbólgunnar því COVID, heilsufarsvandamál, sem svo aftur hefur haft efnahagslegar afleiðingar. Þegar tekist er á við vanda, þarf auðvitað að taka á orsökinni, ekki afleiðingunum. Meðaltalsverðbólga um alla Vestur Evrópu er nú líka um 5%. Þar skilja Seðlabankar orsök vandans og kunna að greina á milli orsakar og afleiðigar. Seðlabaki Evrópu, sem fer með yfirstjórn peningamála, Evrunar, í 25 evrópskum löndum, ákvað því, að hækka ekki stýrivexti. Þetta væri ekki innlend, evrópsk, verðþennsla, heldur mest innflutt. Hækkanir á framleiðslukostnaði í Asíu og á alþjóðlegum flutnigskostaði. Áfram verða því evrópskir stýrivextir 0,0% út 2022. Sviss, Danmörk og Svíþjóð hafa líka eigin gjaldmiðil. Seðlabankar þessarar landa kunna líka að greina að orsök og afleiðingu. Allir þessir bankar halda óbreyttum stýrivöxtum, frá mínus 0,75% (Sviss) í 0,0% (Svíþjóð). Seðlabankar Bretlands og Noregs töldu smávægilegar innlenndar verðbólgu orsakir í gangi og hækkuðu stýrivexti í 0,25%. Að mati undirritaðs var ofagreind nálgun verðbólguvandans, í öllum þessum löndum, rökrétt og fagleg. Greining og verklag góð. Hafa verður líka í huga, að lágir vextir hjálpa atvinnulífinu að komast fyrr og betur í gang, eftir COVID, á sama hátt og hækkandi vextir bremsa. En, hvað gerir svo Seðlabanki Íslands!? Hann veður í það, á skömmum tíma, að hækka stýrivexti úr 0,5% í 2,0%! Og, frekari hækkun, jafnvel upp í 3%, virðist vofa yfir. Vísað er til þess, að skortur sé á íbúðum, mikil þensla sé á húsnæðismarkaði og slá verði á þá verðþenslu, sem húsæðismarkaður valdi. Lætur Seðlabanki nánast eins og öll verðbólgan hafi orðið hér til. Jafn ótrúlegt og það er, virðist Seðlabanki ekki átta sig á því, eða marka sína stefnu út frá því, að aðeins einn þriðji verðbólgunnar stafar af húsnæðismarkaði. Má telja, að með þeim hækkunum stýrivaxta, sem þegar hafa verið ákveðnar, hafi þá þegar verið tekið á þessum þætti verðbólgunnar, og það með ríflegum hætti. Hækkanir stýrivaxta yfir 2% séu því alls ekki við hæfi. Hér verður líka að hafa í huga, að stýrivextir stýra vöxtum allra lána - ekki bara húsnæðislána, heldur allra bankalána, líka lánveitingum til fjárfesta, byggingaraðila og verktaka - og hækka þannig byggingarkostnað og kynda upp verðbólgu! Íbúðamarkaðurinn er um 10 til 15 þúsund íbúðir á ári. Hækkun vaxta dregur auðvitað úr grósku á þessum markaði, dregur úr eftirspurn, en er það endilega af hinu góða? Minnkandi eftirspurn virkar letjandi á byggigarverktaka og -fjárfesta. Minna fé verður sett í byggingarframkvæmdir og -fjárfestingar. Vaxtasverðið fyrir byggingarmarkaðinn er því tvíeggja sverð. Það er ótrúlegt, að Seðlabanki virðist ekki greina eða taka mark á þessari heildarmynd. Og, hverjar eru svo afleiðingar þessa stýrivaxtagönuhlaups Seðlabanka fyrir lánsfjárstöðu fyrri íbúðakaupenda, nú íbúðaeigenda, sem eru auðvitað margfalt fleiri en nýir kaupendur? Yfir helmingur veittra íbúðalána mun vera með breytilegum vöxtum. Þegar stýrivextir hækka, hækka vextir á þessum lánum strax. Fram hefur komið, að vaxtabyrði af 30 milljón króna láni hækki um hálfa milljón á ári, ef vextir hækka, þó að ekki sé nema um 2%. Hvers eiga allar þessar fjölskyldur að gjalda!? Þær skipta tugum þúsunda. Ætla má, að 60-80 þúsund heimili verði fyrir barðinu á þessum vaxtahækkunum og því eignar- eða tekjunámi, sem þær hafa í för með sér. Fólk, sem keypti og tók lán í góðri trú, treystandi á ríkisstjórn og Seðlabanka, fá nú rýtinginn í bakið. Sem sagt, til að hemja kaupgetu 10-15 þúsund nýrra íbúðakaupenda, á að fórna hagsmunum um 60-80 þúsund fjölskyldna, sem hafa sér ekkert til sakar unnið, nema þá helzt það, að hafa treyst ríkisstjórn og Seðlabanka, og setja fjárhag margra þeirra í algert uppnám. Framganga Seðlabanka í þessu máli er fyrir undirrituðum með ólíkindum og mikill áfellisdómur yfir íslezkum stjórnvöldum og íslenzkri stjórnsýslu. Hér er verið að misþyrma umtalsverðum hluta þjóðarinnar á grundvelli hundalógik og það að ófyrirsynju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun