Ráðherrar fortíðarinnar? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. febrúar 2022 13:30 Ég hjó eftir því að bæði innviðaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að sveitarfélögin eigi bara alls ekki að hafa orð á því að tveir stærstu málaflokkarnir sem þeim ber að sinna vaxi svo hratt að það fjármagn sem var ætlað í þá fyrir áratugum síðan dugi ekki lengur. Það eigi bara alls ekki að ræða kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga þegar lagðar eru meiri skyldur á sveitarfélögin um að veita betri þjónustu. Rekstur grunnskóla færðist yfir til sveitarfélaga árið 1996 til sælla minninga og þjónusta við fatlað fólk árið 2011. Við erum flest sammála um að þar sem sveitarfélögin eru næst fólkinu, þá liggi beinast við að þjónustan sé veitt í nærsamfélaginu, til þess að tryggja betri þjónustu. Næst fólkinu sjálfu. Kerfi í þágu manneskjunnar Þessir málaflokkar hafa þróast mikið frá yfirfærslu til sveitarfélaganna í afar breyttu samfélagi fjölmenningar. Við erum ekki lengur einsleit þjóð og krafan á þjónustu hefur breyst. Með því þarf að endurskoða hvað það kostar að halda uppi samfélagi nútímans í stað fortíðar. Að auki hefur aldrei verið sátt um mat ríkisins á kostnaði við þjónustu við fatlað fólk. Við sem samfélag viljum tryggja velsæld allra. Við ætlum okkur að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem hlúð er sérstaklega að börnum og ungmennum, þeim veittur sá stuðningur sem þarf á hverjum tíma. Við tölum fyrir snemmtækri íhlutun í skólakerfinu og viljum framúrskarandi menntun allt frá leikskólaaldri. Við höfum ákveðið sem þjóð að framfylgja samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja þannig fötluðu fólki tækifæri til sjálfstæðs lífs. Það er stór og mikilvæg ákvörðun sem hefur mikilvægar breytingar í för með sér sem er gríðarlega mikilvægt að allir átti sig á. Líka ráðherrar. Samfélag virðingar og réttlætis Við höfum ákveðið að fara frá því að ætla fötluðu fólki að tilheyra stofnunum þar sem þeirra persónulegu þarfir, þrár og væntingar hafa orðið undir. Um slíkt fyrirkomulag eigum við ljótar skýrslur. Yfir í að tryggja mannréttindi þeirra, virða réttinn til sjálfstæðis og tryggja fötluðu fólki þátttöku í samfélaginu. Það þýðir einfaldlega að bæta þarf þjónustu sem verður einstaklingsmiðaðri og í takt við væntingar fólks til lífsins til jafns á við aðra. Því er það afar sérstakt að sjá ráðherra tala um að það þýði ekkert að koma mörgum áratugum seinna og vilja samtal um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna. En einmitt á þessum áratugum höfum við tekið risa stórar ákvarðanir til að bæta grunnskóla og þjónustu við fatlaða. Stórar ákvarðanir sem kosta fé, til þess að geta staðið við þær skuldbindingar sem ríkið hefur sett okkur sem þjóð og mun gera áfram. Þessi sýn ráðherranna tveggja er ekki beint til þess fallin að styðja við mikilvægi nýrra farsældarlaga sem ráðherra í þeirra eigin ríkisstjórn lagði til og eiga að taka gildi um þessar mundir. Laga sem mun leggja mikinn kostnað á herðar sveitarfélaga. Þar á nú heldur betur að taka til hendinni og bæta þjónustu og það á ábyrgð sveitarfélaganna. Nema hvað! Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hjó eftir því að bæði innviðaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að sveitarfélögin eigi bara alls ekki að hafa orð á því að tveir stærstu málaflokkarnir sem þeim ber að sinna vaxi svo hratt að það fjármagn sem var ætlað í þá fyrir áratugum síðan dugi ekki lengur. Það eigi bara alls ekki að ræða kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga þegar lagðar eru meiri skyldur á sveitarfélögin um að veita betri þjónustu. Rekstur grunnskóla færðist yfir til sveitarfélaga árið 1996 til sælla minninga og þjónusta við fatlað fólk árið 2011. Við erum flest sammála um að þar sem sveitarfélögin eru næst fólkinu, þá liggi beinast við að þjónustan sé veitt í nærsamfélaginu, til þess að tryggja betri þjónustu. Næst fólkinu sjálfu. Kerfi í þágu manneskjunnar Þessir málaflokkar hafa þróast mikið frá yfirfærslu til sveitarfélaganna í afar breyttu samfélagi fjölmenningar. Við erum ekki lengur einsleit þjóð og krafan á þjónustu hefur breyst. Með því þarf að endurskoða hvað það kostar að halda uppi samfélagi nútímans í stað fortíðar. Að auki hefur aldrei verið sátt um mat ríkisins á kostnaði við þjónustu við fatlað fólk. Við sem samfélag viljum tryggja velsæld allra. Við ætlum okkur að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem hlúð er sérstaklega að börnum og ungmennum, þeim veittur sá stuðningur sem þarf á hverjum tíma. Við tölum fyrir snemmtækri íhlutun í skólakerfinu og viljum framúrskarandi menntun allt frá leikskólaaldri. Við höfum ákveðið sem þjóð að framfylgja samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja þannig fötluðu fólki tækifæri til sjálfstæðs lífs. Það er stór og mikilvæg ákvörðun sem hefur mikilvægar breytingar í för með sér sem er gríðarlega mikilvægt að allir átti sig á. Líka ráðherrar. Samfélag virðingar og réttlætis Við höfum ákveðið að fara frá því að ætla fötluðu fólki að tilheyra stofnunum þar sem þeirra persónulegu þarfir, þrár og væntingar hafa orðið undir. Um slíkt fyrirkomulag eigum við ljótar skýrslur. Yfir í að tryggja mannréttindi þeirra, virða réttinn til sjálfstæðis og tryggja fötluðu fólki þátttöku í samfélaginu. Það þýðir einfaldlega að bæta þarf þjónustu sem verður einstaklingsmiðaðri og í takt við væntingar fólks til lífsins til jafns á við aðra. Því er það afar sérstakt að sjá ráðherra tala um að það þýði ekkert að koma mörgum áratugum seinna og vilja samtal um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna. En einmitt á þessum áratugum höfum við tekið risa stórar ákvarðanir til að bæta grunnskóla og þjónustu við fatlaða. Stórar ákvarðanir sem kosta fé, til þess að geta staðið við þær skuldbindingar sem ríkið hefur sett okkur sem þjóð og mun gera áfram. Þessi sýn ráðherranna tveggja er ekki beint til þess fallin að styðja við mikilvægi nýrra farsældarlaga sem ráðherra í þeirra eigin ríkisstjórn lagði til og eiga að taka gildi um þessar mundir. Laga sem mun leggja mikinn kostnað á herðar sveitarfélaga. Þar á nú heldur betur að taka til hendinni og bæta þjónustu og það á ábyrgð sveitarfélaganna. Nema hvað! Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun