Arnþrúður hafði betur gegn Reyni í Hæstarétti Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2022 14:18 Reynir Traustason kærði á sínum tíma Arnþrúði Karlsdóttur fyrir meiðyrði. Ummæli Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpskonu á Útvarpi Sögu, um Reyni Traustason ritstjóra standa. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Landsréttar þess efnis. Reynir hafði höfðað mál á hendur Arnþrúði og sakað hana um ærumeiðandi ummæli. Þetta staðfestir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, í samtali við Vísi, en dómurinn féll í Hæstarétti núna klukkan 14. Rekja má málið til þess að Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni, Útvarpi Sögu, yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón króna í miskabætur. Reynir hafði fyrst betur í málinu fyrir héraðsdómi þar sem tvenn ummæli Arnþrúðar voru dæmd dauð og ómerk, auk þess sem Arnþrúði var gert að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur. Arnþrúður áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og taldi ekki um ærumeiðandi ummæli að ræða. Hæstiréttur féllst svo á málskotsbeiðni Reynis síðastliðið haust þar sem Reynir taldi dóm Landsréttar „bersýnilega rangan“. Í ákvörðun Hæstaréttar þar sem sem málskotsbeiðni Reynis var samþykkt sagði að líta yrði svo á að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um þau atriði sem Reynir byggir á, einkum um mörk gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir. Því hafi beiðnin verið samþykkt. Ummæli Arnþrúðar sem deilurnar snerust um voru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Uppfært klukkan 16:12 Dómurinn hefur nú verið birtur á vef Hæstaréttar. Í honum kemur meðal annars fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál njóti aukinnar verndar tjáningarfrelsis og að Arnþrúði verði játað rúmt frelsi til umræddrar tjáningar. Það leiði af hinu rýmkaða tjáningarfrelsi í opinberri umræðu að einstaklingar sem hafi haslað sér völl á því sviði kunna að þurfa að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar að því leyti sem umræðan telst eiga erindi við almenning. Gagnrýni á störf fjölmiðlamanna kynnu þannig að vera hörð og óvægin án þess að hún sætti takmörkunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við heildstætt mat á ummælum Arnþrúðar væri til þess að líta í hvaða samhengi ummælin hefðu verið viðhöfð og hvernig þau hefðu verið sett fram. Taldi rétturinn að Arnþrúður hefði verið að fella gildisdóm um störf Reynis sem ekki skorti með öllu stoð í staðreyndum. Þótt ummælin hefðu verið óvægin var ekki talið að Arnþrúður hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns. Dómsmál Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu. 1. september 2021 12:09 Reyni gert að þola að vera sakaður um lygafréttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann. 11. júní 2021 14:59 Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58 Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Þetta staðfestir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, í samtali við Vísi, en dómurinn féll í Hæstarétti núna klukkan 14. Rekja má málið til þess að Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni, Útvarpi Sögu, yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón króna í miskabætur. Reynir hafði fyrst betur í málinu fyrir héraðsdómi þar sem tvenn ummæli Arnþrúðar voru dæmd dauð og ómerk, auk þess sem Arnþrúði var gert að greiða honum 300 þúsund krónur í miskabætur. Arnþrúður áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og taldi ekki um ærumeiðandi ummæli að ræða. Hæstiréttur féllst svo á málskotsbeiðni Reynis síðastliðið haust þar sem Reynir taldi dóm Landsréttar „bersýnilega rangan“. Í ákvörðun Hæstaréttar þar sem sem málskotsbeiðni Reynis var samþykkt sagði að líta yrði svo á að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um þau atriði sem Reynir byggir á, einkum um mörk gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir. Því hafi beiðnin verið samþykkt. Ummæli Arnþrúðar sem deilurnar snerust um voru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Uppfært klukkan 16:12 Dómurinn hefur nú verið birtur á vef Hæstaréttar. Í honum kemur meðal annars fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál njóti aukinnar verndar tjáningarfrelsis og að Arnþrúði verði játað rúmt frelsi til umræddrar tjáningar. Það leiði af hinu rýmkaða tjáningarfrelsi í opinberri umræðu að einstaklingar sem hafi haslað sér völl á því sviði kunna að þurfa að þola harðari ummæli um sig en aðrir borgarar að því leyti sem umræðan telst eiga erindi við almenning. Gagnrýni á störf fjölmiðlamanna kynnu þannig að vera hörð og óvægin án þess að hún sætti takmörkunum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að við heildstætt mat á ummælum Arnþrúðar væri til þess að líta í hvaða samhengi ummælin hefðu verið viðhöfð og hvernig þau hefðu verið sett fram. Taldi rétturinn að Arnþrúður hefði verið að fella gildisdóm um störf Reynis sem ekki skorti með öllu stoð í staðreyndum. Þótt ummælin hefðu verið óvægin var ekki talið að Arnþrúður hefði farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns.
Ummæli Arnþrúðar sem deilurnar snerust um voru: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“
Dómsmál Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu. 1. september 2021 12:09 Reyni gert að þola að vera sakaður um lygafréttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann. 11. júní 2021 14:59 Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58 Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu. 1. september 2021 12:09
Reyni gert að þola að vera sakaður um lygafréttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann. 11. júní 2021 14:59
Arnþrúður áfrýjar meiðyrðadómi sem féll í dag Reynir Traustason segir fyrir öllu að búið er að dæma Arnþrúði ómerking. 11. febrúar 2020 14:58
Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Arnþrúður Karldóttir útvarpsstjóri var nú rétt í þessu fundin sek um meiðyrði. Ummæli sem hún lét falla í þætti sínum á Útvarpi Sögu voru dæmd dauð og ómerk og var henni gert að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur. 11. febrúar 2020 11:40