Auglýsendur þurfa greiðan aðgang að útbreiddum innlendum miðlum Guðmundur H. Pálsson skrifar 10. febrúar 2022 18:01 Andstætt skoðun ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, er ég þeirrar sannfæringar að RÚV eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. Fyrir því eru margar ástæður og verður farið yfir nokkrar hér á eftir. Það er hinsvegar alveg hægt að vera sammála Lilju að líta til Danmerkur sem fyrirmyndar þar sem ríkið rekur TV 2 sem er öflug sjónvarpsstöð með auglýsingar (um 50% markaðshludeild auglýsinga í sjónvarpi), þó svo þeir reki einnig DR stöðvarnar sem ekki eru með auglýsingar. Svipuð staða er í Bretlandi þar sem ríkið rekur Channel 4 sem er á auglýsingamarkaði með um þriðjung markaðshlutdeildar sjónvarpsauglýsinga. Ekki lítur út fyrir að dönskum og breskum ráðamönnum finnist eignarhaldið „rugla“ markaðinn eins og Lilju finnst eignarhaldið gera. Í þessum löndum er talið mjög mikilvægt að innlendir auglýsendur hafi aðgang að útbreiddum innlendum miðlum. Áhugavert væri að vita hvaða útbreidda miðla Lilja telji að innlendir auglýsendur í sjónvarpi eigi að leita til verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði. Ef RÚV er tekið af auglýsingamarkaði verður sjónvarp ekki lengur áhrifaríkur miðill til að auglýsa í. Aðrar sjónvarpsstöðvar eru ekki með það áhorf sem þarf til að réttlæta kostnað við framleiðslu og birtingar. Áhorf á fréttir RÚV er rúmlega 22% og almennt vinsælasta efnið á RÚV fer yfir 40% á meðan vinsælasta efni Stöðvar 2 er undir 10% og vinsælasta efni Símans er undir 5% (þegar þessir miðlar voru í samræmdum mælingum sem þeir eru ekki lengur hluti af). Þess má geta að handboltastrákarnir okkar á EM fengu yfir 60% uppsafnað áhorf á leikinn við Frakkland. Þetta er í raun skelfilegur raunveruleiki fyrir íslensk fyrirtæki þar sem sjónvarpsauglýsingar eru áhrifaríkasta leiðin til að byggja upp vörumerki þar sem saman fer hljóð og mynd, iðulega á áhrifaríkan hátt með tilfinningum og sterkum áhrifum. Að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun ekki auka áhorf á aðrar íslenskar sjónvarpsstöðvar. Sem þýðir að það fjármagn sem nú fer í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það má ekki gleyma því að fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðafólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk, hljóðfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhverjir séu nefndir. Hvert fer þá fjármagnið sem nú fer í birtingar í sjónvarpi? Á síðustu árum hafa auglýsingar á netinu aukist og þar meðfjármagn til erlendra netmiðla (þar af eru Google og Meta/Facebook stærstir). Búast má við að fjármagnið muni að miklu leyti færast þangað ásamt til annarra netmiðla og mögulega útimiðla sem hafa verið í miklum vexti á höfuðborgarsvæðinu. Ekki má gleyma að auglýsingar eru ekki aðeins leiknar sjónvarps- og útvarpsauglýsingar með mikilvægum skilaboðum um vöru og þjónustu. Auglýsingar eru einnig mikilvæg skilaboð til almennings um mikilvæga þjónustu fyrirtækja, stofnana og venjulegs fólks í formi skjáauglýsinga og lesinna auglýsinga, s.s. dánar- og jarðarfaratilkynninga, breytinga á almennri þjónustu opinberra stofnana, samkomuhaldi um land allt o.s.frv. RÚV hefur gegnt mikilvægu hlutverki hér og ekki má gleyma jólakveðjum sem er skemmtileg hefð hér á landi. Í stað þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði ættu aðgerðir frekar að snúast um að auka styrki til dagskrárgerðar á frjálsum fjölmiðlum. Það eru margar leiðir sem hægt er að fara og það vantar ekki hugmyndirnar á auglýsingastofum. Miklar breytingar eiga sér stað á íslenskum auglýsingamarkaði og hvernig fyrirtæki ná athygli á sínum vörum eða þjónustu. Þessar breytingar munu halda áfram næstu ár og að taka RÚV af auglýsingamarkaði bjargar ekkif jölmiðlum hér á landi. Auglýsendur á Íslandi vilja og þurfa sterka íslenska fjölmiðla. Höfundur er formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa og framkvæmdastjóri Pipar\TBWA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Klerkaveldi, trú og stjórnmál Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Andstætt skoðun ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Lilju Daggar Alfreðsdóttur, er ég þeirrar sannfæringar að RÚV eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. Fyrir því eru margar ástæður og verður farið yfir nokkrar hér á eftir. Það er hinsvegar alveg hægt að vera sammála Lilju að líta til Danmerkur sem fyrirmyndar þar sem ríkið rekur TV 2 sem er öflug sjónvarpsstöð með auglýsingar (um 50% markaðshludeild auglýsinga í sjónvarpi), þó svo þeir reki einnig DR stöðvarnar sem ekki eru með auglýsingar. Svipuð staða er í Bretlandi þar sem ríkið rekur Channel 4 sem er á auglýsingamarkaði með um þriðjung markaðshlutdeildar sjónvarpsauglýsinga. Ekki lítur út fyrir að dönskum og breskum ráðamönnum finnist eignarhaldið „rugla“ markaðinn eins og Lilju finnst eignarhaldið gera. Í þessum löndum er talið mjög mikilvægt að innlendir auglýsendur hafi aðgang að útbreiddum innlendum miðlum. Áhugavert væri að vita hvaða útbreidda miðla Lilja telji að innlendir auglýsendur í sjónvarpi eigi að leita til verði RÚV tekið af auglýsingamarkaði. Ef RÚV er tekið af auglýsingamarkaði verður sjónvarp ekki lengur áhrifaríkur miðill til að auglýsa í. Aðrar sjónvarpsstöðvar eru ekki með það áhorf sem þarf til að réttlæta kostnað við framleiðslu og birtingar. Áhorf á fréttir RÚV er rúmlega 22% og almennt vinsælasta efnið á RÚV fer yfir 40% á meðan vinsælasta efni Stöðvar 2 er undir 10% og vinsælasta efni Símans er undir 5% (þegar þessir miðlar voru í samræmdum mælingum sem þeir eru ekki lengur hluti af). Þess má geta að handboltastrákarnir okkar á EM fengu yfir 60% uppsafnað áhorf á leikinn við Frakkland. Þetta er í raun skelfilegur raunveruleiki fyrir íslensk fyrirtæki þar sem sjónvarpsauglýsingar eru áhrifaríkasta leiðin til að byggja upp vörumerki þar sem saman fer hljóð og mynd, iðulega á áhrifaríkan hátt með tilfinningum og sterkum áhrifum. Að taka RÚV af auglýsingamarkaði mun ekki auka áhorf á aðrar íslenskar sjónvarpsstöðvar. Sem þýðir að það fjármagn sem nú fer í auglýsingar á RÚV færist ekki yfir á hinar sjónvarpsstöðvarnar. Líklegasta niðurstaðan er að fjármagn sem nú fer til birtinga á sjónvarpsauglýsingum minnki því framleiðsla á íslenskum sjónvarpsauglýsingum mun dragast saman. Það má ekki gleyma því að fjöldi fólks í mörgum skapandi greinum kemur að framleiðslu íslenskra sjónvarpsauglýsinga, s.s. kvikmyndagerðafólk, leikarar, stílistar, tónlistarfólk, hljóðfólk og starfsfólk í eftirvinnslu svo einhverjir séu nefndir. Hvert fer þá fjármagnið sem nú fer í birtingar í sjónvarpi? Á síðustu árum hafa auglýsingar á netinu aukist og þar meðfjármagn til erlendra netmiðla (þar af eru Google og Meta/Facebook stærstir). Búast má við að fjármagnið muni að miklu leyti færast þangað ásamt til annarra netmiðla og mögulega útimiðla sem hafa verið í miklum vexti á höfuðborgarsvæðinu. Ekki má gleyma að auglýsingar eru ekki aðeins leiknar sjónvarps- og útvarpsauglýsingar með mikilvægum skilaboðum um vöru og þjónustu. Auglýsingar eru einnig mikilvæg skilaboð til almennings um mikilvæga þjónustu fyrirtækja, stofnana og venjulegs fólks í formi skjáauglýsinga og lesinna auglýsinga, s.s. dánar- og jarðarfaratilkynninga, breytinga á almennri þjónustu opinberra stofnana, samkomuhaldi um land allt o.s.frv. RÚV hefur gegnt mikilvægu hlutverki hér og ekki má gleyma jólakveðjum sem er skemmtileg hefð hér á landi. Í stað þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði ættu aðgerðir frekar að snúast um að auka styrki til dagskrárgerðar á frjálsum fjölmiðlum. Það eru margar leiðir sem hægt er að fara og það vantar ekki hugmyndirnar á auglýsingastofum. Miklar breytingar eiga sér stað á íslenskum auglýsingamarkaði og hvernig fyrirtæki ná athygli á sínum vörum eða þjónustu. Þessar breytingar munu halda áfram næstu ár og að taka RÚV af auglýsingamarkaði bjargar ekkif jölmiðlum hér á landi. Auglýsendur á Íslandi vilja og þurfa sterka íslenska fjölmiðla. Höfundur er formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa og framkvæmdastjóri Pipar\TBWA.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun