Stjörnufans á fjömiðlatorgi Super Bowl Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2022 08:00 Íþróttahjónin Julie og Zach Ertz í viðtali. Julie er bandarískur landsliðsmaður í fótbolta og Zach leikmaður Arizona Cardinals. Vísir/Eiríkur Stefán Í aðdraganda Super Bowl, úrslitaleiks NFL-deildarinar, er miðdepill athyglinnar í ráðstefnuhöll Los Angeles. Alla vikuna hafa þar allir stærstu fjölmiðlar Bandaríkjanna – og reyndar þótt víðar væri leitað – haldið til og framleitt efni fyrir sína miðla. Þetta er ekki nýtt af nálinni og er raunar órjúfanlegur hluti af uppbyggingunni fyrir Super Bowl sem að öðrum ólöstuðum er stærsti íþróttaviðburður hvers árs í Bandaríkjunum. Þessi suðupottur fjölmiðla nefnist „Radio row.“ Á þessu torgi má finna margar helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna, sem og útvarpsstöðvar, vefmiðla og líka styrktaraðila. Á hverjum degi er ógrynni af efni framleitt – hvort sem er sjónvarps- og útvarpsþættir í beinni útsendingu eða hlaðvörp. Undirbúningur fyrir tökur á þætti Pat McAfee sem nýtur mikilla vinsælda. McAfee var lengi sparkari sjálfur með Indianapolis Colts.Vísir/Eiríkur Stefán Og stjörnunar láta sig ekki vanta. Hér er aragrúi bæði fyrrverandi og núverandi leikmanna úr NFL-deildinni sem ganga á milli bása og veita hvert viðtalið á fætur öðru. Fjölmiðlafulltrúar fylgja stjörnunum hvert fótmál og gæta þess að þeirra maður mætir á réttum tíma á réttan stað – auk þess að gæta þess að það sé örugglega enginn óviðkomandi að trufla þá. Þættirnir frá „Radio row“ eru því stjörnum prýddir. Áhuginn er líka gagnkvæmur því stjörnurnar hafa oftar en ekki áhuga á að koma sér á framfæri – mögulega að undirbúa sig fyrir starf í fjölmiðlum að leikmannaferlinum loknum. Meðfylgjandi eru myndir frá fjölmiðlatorgi Super Bowl í Los Angeles þetta árið. Vísir/Eiríkur Stefán Viðtöl út um allt.Vísir/Eiríkur Stefán Mikið um dýrðir.Vísir/Eiríkur Stefán Mikið um dýrðir.Vísir/Eiríkur Stefán Fjölmiðlatorg Ofurskálarinnar.Vísir/Eiríkur Stefán NFL Ofurskálin Tengdar fréttir „Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. 11. febrúar 2022 12:01 Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. 10. febrúar 2022 14:01 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Þetta er ekki nýtt af nálinni og er raunar órjúfanlegur hluti af uppbyggingunni fyrir Super Bowl sem að öðrum ólöstuðum er stærsti íþróttaviðburður hvers árs í Bandaríkjunum. Þessi suðupottur fjölmiðla nefnist „Radio row.“ Á þessu torgi má finna margar helstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna, sem og útvarpsstöðvar, vefmiðla og líka styrktaraðila. Á hverjum degi er ógrynni af efni framleitt – hvort sem er sjónvarps- og útvarpsþættir í beinni útsendingu eða hlaðvörp. Undirbúningur fyrir tökur á þætti Pat McAfee sem nýtur mikilla vinsælda. McAfee var lengi sparkari sjálfur með Indianapolis Colts.Vísir/Eiríkur Stefán Og stjörnunar láta sig ekki vanta. Hér er aragrúi bæði fyrrverandi og núverandi leikmanna úr NFL-deildinni sem ganga á milli bása og veita hvert viðtalið á fætur öðru. Fjölmiðlafulltrúar fylgja stjörnunum hvert fótmál og gæta þess að þeirra maður mætir á réttum tíma á réttan stað – auk þess að gæta þess að það sé örugglega enginn óviðkomandi að trufla þá. Þættirnir frá „Radio row“ eru því stjörnum prýddir. Áhuginn er líka gagnkvæmur því stjörnurnar hafa oftar en ekki áhuga á að koma sér á framfæri – mögulega að undirbúa sig fyrir starf í fjölmiðlum að leikmannaferlinum loknum. Meðfylgjandi eru myndir frá fjölmiðlatorgi Super Bowl í Los Angeles þetta árið. Vísir/Eiríkur Stefán Viðtöl út um allt.Vísir/Eiríkur Stefán Mikið um dýrðir.Vísir/Eiríkur Stefán Mikið um dýrðir.Vísir/Eiríkur Stefán Fjölmiðlatorg Ofurskálarinnar.Vísir/Eiríkur Stefán
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir „Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. 11. febrúar 2022 12:01 Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. 10. febrúar 2022 14:01 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
„Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. 11. febrúar 2022 12:01
Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. 10. febrúar 2022 14:01