„Þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 23:00 Skarphéðinn Héðinsson situr í framkvæmdarstjórn Los Angeles Rams. Skarphéðinn Héðinsson situr í framkvæmdastjórn Los Angeles Rams og hefur verið í lykilhlutverki byggingu nýs og glæsilegs leikvangs þar sem Super Bowl fer fram annað kvöld. Eiríkur Stefán ræddi við Skarphéðinn um þetta risavaxna verkefni. Super Bowl er ekki aðeins íþróttaleikur, heldur risavaxin skemmtun sem grannt er fylgst með um allan heim. Leikvangurinn sem hýsir leikinn að þessu sinni er hinn nýbyggði og glæsilegi Sofi Stadium. Skarphéðinn Héðinsson starfar sem framkvæmdastjóri tæknisviðs LA Rams, en óhætt er að segja að leikvangurinn sé búinn allri nýjustu tækni. „Þessi völlur er náttúrulega mjög sérstakur að því leyti að við settum ótrúlega mikla tækni. Það var náttúrulega það sem eigandinn, Stan Kroenke, vildi gera frá upphafi.“ „Hann vildi gera þennan völl sem er í Los Angeles að svona fyrsta nútímavellinum. Mér finnst það að upplifa fótboltaleik á Sofi Stadium allt öðruvísi en að upplifa fótboltaleiki á öðrum leikvöngum.“ Klippa: Skarphéðinn Héðinsson í lykilhlutverki Vinna hófst við leikvanginn árið 2017 og hann var svo vígður árið 2020. Eins og gefur að skilja liggur mikill undirbúningur að baki fyrir leikinn á morgun. „Við erum náttúrulega nýbúnir að byggja völlinn. Við erum búnir að vera í því verkefni síðustu fimm árin. En núna má segja að síðasta árið, eða bara síðan að síðasta Super Bowl var haldið, erum við búnir að vera að undirbúa.“ „Þetta er ofboðslega mikið verkefni af því að eins og ég lýsi Super Bowl, þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert. Allt bara á fjórum tímum.“ Skarphéðinn er svo ekki í nokkrum vafa um niðurstöðu leiksins. „Mínir menn þeir hafa þetta alveg ábyggilega. Ég spái því að við vinnum með 17 stigum,“ sagði Skarphéðinn léttur að lokum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Íslendingar erlendis Ofurskálin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Super Bowl er ekki aðeins íþróttaleikur, heldur risavaxin skemmtun sem grannt er fylgst með um allan heim. Leikvangurinn sem hýsir leikinn að þessu sinni er hinn nýbyggði og glæsilegi Sofi Stadium. Skarphéðinn Héðinsson starfar sem framkvæmdastjóri tæknisviðs LA Rams, en óhætt er að segja að leikvangurinn sé búinn allri nýjustu tækni. „Þessi völlur er náttúrulega mjög sérstakur að því leyti að við settum ótrúlega mikla tækni. Það var náttúrulega það sem eigandinn, Stan Kroenke, vildi gera frá upphafi.“ „Hann vildi gera þennan völl sem er í Los Angeles að svona fyrsta nútímavellinum. Mér finnst það að upplifa fótboltaleik á Sofi Stadium allt öðruvísi en að upplifa fótboltaleiki á öðrum leikvöngum.“ Klippa: Skarphéðinn Héðinsson í lykilhlutverki Vinna hófst við leikvanginn árið 2017 og hann var svo vígður árið 2020. Eins og gefur að skilja liggur mikill undirbúningur að baki fyrir leikinn á morgun. „Við erum náttúrulega nýbúnir að byggja völlinn. Við erum búnir að vera í því verkefni síðustu fimm árin. En núna má segja að síðasta árið, eða bara síðan að síðasta Super Bowl var haldið, erum við búnir að vera að undirbúa.“ „Þetta er ofboðslega mikið verkefni af því að eins og ég lýsi Super Bowl, þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert. Allt bara á fjórum tímum.“ Skarphéðinn er svo ekki í nokkrum vafa um niðurstöðu leiksins. „Mínir menn þeir hafa þetta alveg ábyggilega. Ég spái því að við vinnum með 17 stigum,“ sagði Skarphéðinn léttur að lokum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Íslendingar erlendis Ofurskálin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira