Fótbolti

Manchester City vann nágrannaslaginn

Atli Arason skrifar
Caroline Weir, leikmaður Manchester City.
Caroline Weir, leikmaður Manchester City. Getty

Áhorfendamet var slegið á Manchester City Academy stadium þegar Manchester City vann Manchester United í ensku ofurdeildinni í dag, 1-0.

5.370 manns mættu og sáu Caroline Weir skora stórglæsilegt mark þegar hún vippar yfir markvörð United með skoti fyrir utan teig á 80. mínútu, einungis sex mínútum eftir að hún kom inn af varamannabekknum.

Manchester City fer með sigrinum upp í 23 stig í fimmta sæti og minnkar þar með bilið í Manchester United niður í tvö stig.

Næsti leikur þessa liða er aftur gegn hvoru öðru, í fimmtu umferð FA bikarsins þann 27. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×