Dagur B. Eggertsson leiðir listann þar sem hann fékk 2.419 atkvæði í fyrsta sæti og því afgerandi niðurstaða fyrir borgarstjórann.
Heiða Björg Hilmisdóttir skipar annað sæti listans með 1.926 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þá er Skúli Helgason í þriðja sæti með 1.104 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.
Sabine Leskopf er í fjórða sæti þar sem hún hlaut 910 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti, Hjálmar Sveinsson er í því fimmta með 1.122 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti, og Guðný Maja Riba er í sjötta sæti með 1.212 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti.
Niðurstaðan fyrir sex efstu sætin er bindandi fyrir uppstillingarnefnd en í næstu sætum voru Sara Björg Sigurðardóttir í sjöunda sæti og Ellen Jacqueline Calmon í áttunda sæti
Alls buðu sextán manns sig fram til forvals Samfylkingarinnar í Reykjavík.