Brosað í gegnum tárin: Meiddist illa í Super Bowl en endaði kvöldið 125 milljónum ríkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 03:53 Odell Beckham Jr. liggur sárþjáður í grasinu haldandi um hné sitt. AP/Marcio Jose Sanchez Odell Beckham Jr. og félagar í Los Angeles Rams eru NFL-meistarar eftir 23-20 sigur á Cincinnati Bengals í Super Bowl í nótt. Það er óhætt að þetta kvöld hafi verið tilfinningarússíbani fyrir stjörnuútherjann. Beckham kom Hrútunum í 7-0 í upphafi leiks með laglegu snertimarki og gerði sig líklegan til að verða stjarna kvöldsins. Þessi draumabyrjun breyttist aftur á móti í martröð þegar hann meiddist illa á hné í öðrum leikhluta. YOU RE A #SUPERBOWL CHAMPION, @OBJ! pic.twitter.com/1j5etbhEkX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) February 14, 2022 Beckham meiddist þegar hann ætlaði að grípa boltann og enginn varnarmaður var nálægt honum. Hann lá sárþjáður í grasinu og fljótlega varð ljóst að leikurinn væri búinn fyrir hann. Beckham þurfti síðan að horfa upp á lið sitt missa niður forystu og lenda sjö stigum undir. Á sama tíma gekk ekkert upp í sóknarleiknum og liðið saknaði greinilega útherja síns. Sem betur fer fyrir Beckham og félaga þá steig Cooper Kupp fram og átti stórleik undir lokins. Fyrir vikið tókst Rams að snúa leiknum sér í vil og tryggja sér sigurinn. What a moment. @OBJ and his family after the win. pic.twitter.com/5XtmkiU4Fa— NFL (@NFL) February 14, 2022 Odell Beckham Jr. endaði því þetta kvöld sem NFL-meistari í fyrsta sinn á ferlinum. Hann kom til Rams á miðju tímabili eftir að Cleveland Browns lét hann fara. Hann samdi um lágmarkslaun en var aftur á móti með háa bónusa. Beckham var þegar búinn að tryggja sér tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir að komast í Super Bowl leikinn og það bætti ein milljón við í gær þegar liðið varð meistari. A moonwalk on the biggest stage. @OBJ : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/jYzthPguZe— NFL (@NFL) February 14, 2022 Beckham endaði því þetta súrsæta kvöld sem meistari og 125 milljónum krónum ríkari. Gleðitárin runnu í lokin eins og hjá mörgum leikmönnum Rams sem voru að verða meistarar í fyrsta sinn. Í stúkunni voru meðal annars rapparinn Kanye West og LeBron James, sem eru tveir af þekktustu aðdáendum Beckham. Fyrir leikinn gaf Beckham meðal annars West og börnum hans hanskana sína og James sást danska eins og Odell eftir snertimarkið hans. .@OBJ doing what he does on the biggest stage. #RamsHouse : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/xPx5eHrG6j— NFL (@NFL) February 13, 2022 First Super Bowl Catch. First Super Bowl Touchdown.@OBJ | @RamsNFL : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/cuJbh57zCH— NFL (@NFL) February 13, 2022 NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Beckham kom Hrútunum í 7-0 í upphafi leiks með laglegu snertimarki og gerði sig líklegan til að verða stjarna kvöldsins. Þessi draumabyrjun breyttist aftur á móti í martröð þegar hann meiddist illa á hné í öðrum leikhluta. YOU RE A #SUPERBOWL CHAMPION, @OBJ! pic.twitter.com/1j5etbhEkX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) February 14, 2022 Beckham meiddist þegar hann ætlaði að grípa boltann og enginn varnarmaður var nálægt honum. Hann lá sárþjáður í grasinu og fljótlega varð ljóst að leikurinn væri búinn fyrir hann. Beckham þurfti síðan að horfa upp á lið sitt missa niður forystu og lenda sjö stigum undir. Á sama tíma gekk ekkert upp í sóknarleiknum og liðið saknaði greinilega útherja síns. Sem betur fer fyrir Beckham og félaga þá steig Cooper Kupp fram og átti stórleik undir lokins. Fyrir vikið tókst Rams að snúa leiknum sér í vil og tryggja sér sigurinn. What a moment. @OBJ and his family after the win. pic.twitter.com/5XtmkiU4Fa— NFL (@NFL) February 14, 2022 Odell Beckham Jr. endaði því þetta kvöld sem NFL-meistari í fyrsta sinn á ferlinum. Hann kom til Rams á miðju tímabili eftir að Cleveland Browns lét hann fara. Hann samdi um lágmarkslaun en var aftur á móti með háa bónusa. Beckham var þegar búinn að tryggja sér tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir að komast í Super Bowl leikinn og það bætti ein milljón við í gær þegar liðið varð meistari. A moonwalk on the biggest stage. @OBJ : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/jYzthPguZe— NFL (@NFL) February 14, 2022 Beckham endaði því þetta súrsæta kvöld sem meistari og 125 milljónum krónum ríkari. Gleðitárin runnu í lokin eins og hjá mörgum leikmönnum Rams sem voru að verða meistarar í fyrsta sinn. Í stúkunni voru meðal annars rapparinn Kanye West og LeBron James, sem eru tveir af þekktustu aðdáendum Beckham. Fyrir leikinn gaf Beckham meðal annars West og börnum hans hanskana sína og James sást danska eins og Odell eftir snertimarkið hans. .@OBJ doing what he does on the biggest stage. #RamsHouse : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/xPx5eHrG6j— NFL (@NFL) February 13, 2022 First Super Bowl Catch. First Super Bowl Touchdown.@OBJ | @RamsNFL : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/cuJbh57zCH— NFL (@NFL) February 13, 2022
NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti