Segir að Valieva sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að svindla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2022 13:00 Kamila Valieva ræðir við þjálfara sína. getty/Matthew Stockman Danshöfundur rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu segir að hún sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að nota ólögleg lyf. Hin fimmtán ára Valieva var dæmd í bann í síðustu viku eftir að árangsaukandi hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Rússneska lyfjaeftirlitið aflétti banninu en alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið afléttu ákvörðuninni. Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS, gaf Valievu hins vegar leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Ungur aldur hennar spilaði meðal annars inn í þá ákvörðun. Hún fær því að keppa í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir Valieva lang sigurstranglegust. Hún hefur þegar leitt rússnesku ólympíunefndina til sigurs í liðakeppninni í listdansi á skautum. Danshöfundur Valievu, Alexey Zheleznyakov, veit ekki hvernig stendur á því að ólöglegt lyf fannst í sýni hennar. En hann segir að hún hafi enga þörf fyrir að svindla. „Ég er ekki guð, ég hef ekki hugmynd. Það eru margir möguleikar en eitt veit ég: Kami snertir ekkert ólöglegt, með hennar hæfileika er engin þörf á því,“ sagði Zheleznyakov. Alþjóða ólympíunefndin hefur sett pressu á alþjóða lyfjaeftirlitið að rannsaka þjálfarateymi Valievu, meðal annars yfirþjálfarann Eteri Tutberidze. Þótt Valievu komist á verðlaunapall í einstaklingskeppninni á morgun, sem yfirgnæfandi líkur eru á, verður engin verðlaunaafhending. Hún verður haldin seinna, þegar öll kurl eru komin til grafar í máli Valievu. Valieva, sem er fædd í apríl 2006, sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira
Hin fimmtán ára Valieva var dæmd í bann í síðustu viku eftir að árangsaukandi hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Rússneska lyfjaeftirlitið aflétti banninu en alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið afléttu ákvörðuninni. Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS, gaf Valievu hins vegar leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Ungur aldur hennar spilaði meðal annars inn í þá ákvörðun. Hún fær því að keppa í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir Valieva lang sigurstranglegust. Hún hefur þegar leitt rússnesku ólympíunefndina til sigurs í liðakeppninni í listdansi á skautum. Danshöfundur Valievu, Alexey Zheleznyakov, veit ekki hvernig stendur á því að ólöglegt lyf fannst í sýni hennar. En hann segir að hún hafi enga þörf fyrir að svindla. „Ég er ekki guð, ég hef ekki hugmynd. Það eru margir möguleikar en eitt veit ég: Kami snertir ekkert ólöglegt, með hennar hæfileika er engin þörf á því,“ sagði Zheleznyakov. Alþjóða ólympíunefndin hefur sett pressu á alþjóða lyfjaeftirlitið að rannsaka þjálfarateymi Valievu, meðal annars yfirþjálfarann Eteri Tutberidze. Þótt Valievu komist á verðlaunapall í einstaklingskeppninni á morgun, sem yfirgnæfandi líkur eru á, verður engin verðlaunaafhending. Hún verður haldin seinna, þegar öll kurl eru komin til grafar í máli Valievu. Valieva, sem er fædd í apríl 2006, sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sjá meira