Segir að Valieva sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að svindla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2022 13:00 Kamila Valieva ræðir við þjálfara sína. getty/Matthew Stockman Danshöfundur rússnesku skautakonunnar Kamilu Valievu segir að hún sé svo hæfileikarík að hún þurfi ekki að nota ólögleg lyf. Hin fimmtán ára Valieva var dæmd í bann í síðustu viku eftir að árangsaukandi hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Rússneska lyfjaeftirlitið aflétti banninu en alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið afléttu ákvörðuninni. Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS, gaf Valievu hins vegar leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Ungur aldur hennar spilaði meðal annars inn í þá ákvörðun. Hún fær því að keppa í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir Valieva lang sigurstranglegust. Hún hefur þegar leitt rússnesku ólympíunefndina til sigurs í liðakeppninni í listdansi á skautum. Danshöfundur Valievu, Alexey Zheleznyakov, veit ekki hvernig stendur á því að ólöglegt lyf fannst í sýni hennar. En hann segir að hún hafi enga þörf fyrir að svindla. „Ég er ekki guð, ég hef ekki hugmynd. Það eru margir möguleikar en eitt veit ég: Kami snertir ekkert ólöglegt, með hennar hæfileika er engin þörf á því,“ sagði Zheleznyakov. Alþjóða ólympíunefndin hefur sett pressu á alþjóða lyfjaeftirlitið að rannsaka þjálfarateymi Valievu, meðal annars yfirþjálfarann Eteri Tutberidze. Þótt Valievu komist á verðlaunapall í einstaklingskeppninni á morgun, sem yfirgnæfandi líkur eru á, verður engin verðlaunaafhending. Hún verður haldin seinna, þegar öll kurl eru komin til grafar í máli Valievu. Valieva, sem er fædd í apríl 2006, sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Hin fimmtán ára Valieva var dæmd í bann í síðustu viku eftir að árangsaukandi hjartalyfið trimetazidine fannst í sýni hennar. Rússneska lyfjaeftirlitið aflétti banninu en alþjóða ólympíunefndin, alþjóða lyfjaeftirlitið og alþjóða skautasambandið afléttu ákvörðuninni. Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS, gaf Valievu hins vegar leyfi til að keppa áfram á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Ungur aldur hennar spilaði meðal annars inn í þá ákvörðun. Hún fær því að keppa í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum á morgun. Þar þykir Valieva lang sigurstranglegust. Hún hefur þegar leitt rússnesku ólympíunefndina til sigurs í liðakeppninni í listdansi á skautum. Danshöfundur Valievu, Alexey Zheleznyakov, veit ekki hvernig stendur á því að ólöglegt lyf fannst í sýni hennar. En hann segir að hún hafi enga þörf fyrir að svindla. „Ég er ekki guð, ég hef ekki hugmynd. Það eru margir möguleikar en eitt veit ég: Kami snertir ekkert ólöglegt, með hennar hæfileika er engin þörf á því,“ sagði Zheleznyakov. Alþjóða ólympíunefndin hefur sett pressu á alþjóða lyfjaeftirlitið að rannsaka þjálfarateymi Valievu, meðal annars yfirþjálfarann Eteri Tutberidze. Þótt Valievu komist á verðlaunapall í einstaklingskeppninni á morgun, sem yfirgnæfandi líkur eru á, verður engin verðlaunaafhending. Hún verður haldin seinna, þegar öll kurl eru komin til grafar í máli Valievu. Valieva, sem er fædd í apríl 2006, sýndi frábær tilþrif í liðakeppninni og framkvæmdi meðal annars fjórfalt snúningsstökk sem engin önnur kona hefur áður gert.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Lyfjamisferli Rússa Rússland Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira