Innlent

Líðan drengsins sem ekið var á í Garði sögð stöðug

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglustöðin í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni.
Lögreglustöðin í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni. Vísir/Þorgils

Líðan drengsins sem ekið var á nærri Gerðaskóla í Garði á Suðurnesjum í morgun er sögð stöðug.

Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. 

Hann segir að drengnum hafi verið ekið í sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að slysið varð og samkvæmt nýjustu upplýsingum sé líðan hans stöðug.

Ásmundur Rúnar segir að slysið hafi átt sér stað nærri grunnskólanum um klukkan átta. „Drengurinn var þarna á leiðinni yfir gangbrautina þegar þetta gerist. Það var þarna snjór, hálka og svo auðvitað mikið myrkur.“

Hann segir málið vera í rannsókn og að ekki sé tímabært að tjá sig frekar um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×