Tengdasonur Akureyrar villtist og missti af ÓL-gulli Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2022 08:01 Jarl Magnus Riiber og Sunna Margrét Tryggvadóttir eiga dótturina Ronju. Riiber þykir bestur í heimi í tvíkeppni en gerðist sekur um slæm mistök í Peking, nýlosnaður úr einangrun. @riiberjarl/Getty Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar langt var komið í tvíkeppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking í gær, og missti þar með af ólympíugulli. Riiber, sem er unnusti hinnar akureysku Sunnu Margrétar Tryggvadóttur, vann tvo heimsmeistaratitla og tvö silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu í norrænum skíðagreinum í fyrra og var sigurstranglegur fyrir keppnina í gær. Í tvíkeppni er keppt í skíðastökki og skíðagöngu, og var Riiber fremstur eftir skíðastökkið. Hann var með gott forskot en villtist á leiðinni og fór of fljótt í átt að endamarkinu, varð að snúa við og tapaði að minnsta kosti hálfri mínútu auk orku á því. „Mér tókst að fokking gera þetta aftur. Svona er þetta,“ sagði Riiber við NRK, hundóánægður með sjálfan sig eftir keppnina en hann endaði að lokum í 8. sæti, 39,8 sekúndum á eftir landa sínum Jörgen Graabak sem varð ólympíumeistari. Riiber til afsökunar þá er hann búinn að vera lokaður inni á hótelherbergi í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit þegar hann mætti á svæðið 31. janúar. Það var ekki fyrr en í gær sem hann losnaði alveg og gat sett á sig skíði, en þess vegna gat hann ekki prófað brautina eins og aðrir. „Bestur í heimi“ og vonandi með á morgun Torgeir Björn, sérfræðingur NRK í Noregi, segir mistök Riibers engu að síður hafa verið barnaleg. Sjálfur segist Riiber helst hafa viljað kasta af sér skíðunum þegar hann uppgötvaði hvað hann hafði gert: „Maður var búinn að kynna sér brautina en já… Ég einbeitti mér að tækninni og reyndi að halda rónni og svona. Þegar ég svo leit upp sá ég endalínuna. Þá vildi ég helst taka af mér skíðin,“ sagði Riiber. Riiber gæti enn unnið til gullverðlauna í liðakeppni á morgun en virtist í gær íhuga að hætta við að vera með þar. Fyrrnefndur Graabak vill ekki heyra á það minnst: „Hann er bestur í heimi í tvíkeppni. Auðvitað verður hann með í liðakeppninni. Við klöppum honum á öxlina og hjálpum honum að núllstilla. Hann átti ótrúlega gott skíðastökk og ég er viss um að hann á eftir að standa sig frábærlega [á morgun],“ sagði Graabak. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Riiber, sem er unnusti hinnar akureysku Sunnu Margrétar Tryggvadóttur, vann tvo heimsmeistaratitla og tvö silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu í norrænum skíðagreinum í fyrra og var sigurstranglegur fyrir keppnina í gær. Í tvíkeppni er keppt í skíðastökki og skíðagöngu, og var Riiber fremstur eftir skíðastökkið. Hann var með gott forskot en villtist á leiðinni og fór of fljótt í átt að endamarkinu, varð að snúa við og tapaði að minnsta kosti hálfri mínútu auk orku á því. „Mér tókst að fokking gera þetta aftur. Svona er þetta,“ sagði Riiber við NRK, hundóánægður með sjálfan sig eftir keppnina en hann endaði að lokum í 8. sæti, 39,8 sekúndum á eftir landa sínum Jörgen Graabak sem varð ólympíumeistari. Riiber til afsökunar þá er hann búinn að vera lokaður inni á hótelherbergi í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit þegar hann mætti á svæðið 31. janúar. Það var ekki fyrr en í gær sem hann losnaði alveg og gat sett á sig skíði, en þess vegna gat hann ekki prófað brautina eins og aðrir. „Bestur í heimi“ og vonandi með á morgun Torgeir Björn, sérfræðingur NRK í Noregi, segir mistök Riibers engu að síður hafa verið barnaleg. Sjálfur segist Riiber helst hafa viljað kasta af sér skíðunum þegar hann uppgötvaði hvað hann hafði gert: „Maður var búinn að kynna sér brautina en já… Ég einbeitti mér að tækninni og reyndi að halda rónni og svona. Þegar ég svo leit upp sá ég endalínuna. Þá vildi ég helst taka af mér skíðin,“ sagði Riiber. Riiber gæti enn unnið til gullverðlauna í liðakeppni á morgun en virtist í gær íhuga að hætta við að vera með þar. Fyrrnefndur Graabak vill ekki heyra á það minnst: „Hann er bestur í heimi í tvíkeppni. Auðvitað verður hann með í liðakeppninni. Við klöppum honum á öxlina og hjálpum honum að núllstilla. Hann átti ótrúlega gott skíðastökk og ég er viss um að hann á eftir að standa sig frábærlega [á morgun],“ sagði Graabak.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira