Óveidd loðna Norðmanna gæti jafnað skertan kvóta Kristján Már Unnarsson skrifar 15. febrúar 2022 22:36 Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Egill Aðalsteinsson Íslensku loðnuskipin voru í dag búin að veiða helming útgefins kvóta og er áætlað útflutningsverðmæti þegar komið í 22 milljarða króna. Stefnir í að vonir um góða loðnuvertíð muni rætast. Í fréttum Stöðvar 2 var bein útsending úr Hafnarfjarðarhöfn þar sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var að koma úr sex daga loðnuleiðangri á Vestfjarðamið. Rætt var við fiskifræðinginn Guðmund Óskarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Árni Friðriksson að leggjast við bryggju framan við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöld.Egill Aðalsteinsson Loðnuveiðarnar hafa fram til þessa gengið framar vonum. Íslenski flotinn hefur síðustu daga verið að fylgja stórri loðnutorfu vestur með suðurströndinni. Torfan var í dag við Vestmannaeyjar, milli lands og Eyja. Skipverjar á Hoffelli frá Fáskrúðsfirði mældu hrognaprósentu þar upp í átján prósent, samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Mar Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar. Það þýðir að loðnan er orðin hæf í frystingu fyrir Japansmarkað og því orðin mun verðmætari. Á vef Fiskistofu kemur fram að íslensku skipin voru í dag búin að veiða 331 þúsund tonn af 662 þúsund tonna útgefnum kvóta. Hafrannsóknastofnun varaði hins vegar við því í byrjun mánaðarins að skerða þyrfti heildarkvótann um 100 þúsund tonn ef ekki fyndist meiri loðna undan Vestfjörðum á svæði sem ekki tókst að kanna í síðustu loðnumælingu vegna hafíss. Kátir skipverjar á Ásgrími Halldórssyni á loðnumiðunum undan Suðausturlandi á dögunum.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Eftir að Árni Friðriksson var lagstur að bryggju í Hafnarfirði í kvöld var Guðmundur Óskarsson spurður hvort eitthvað hefði fundist að ráði af loðnu fyrir vestan og hvort stofnunin myndi leggja til 100 þúsund tonna niðurskurð aflaheimilda, en um 80 þúsund tonn myndu þá skerðast af kvóta Íslendinga. „Nei, magnið var í raun óverulegt sem mældist, sem þýðir að það hefur ekki verið stór ganga að koma undan ísnum þarna fyrir vestan á þessum tíma frá því við vorum þarna síðast.“ -Þýðir þetta að þið munuð þá leggja til skerðingu á kvótanum? „Það.. - óhjákvæmilega verður einhver skerðing. Ég get ekki sagt á þessum tímapunkti hvað hún verður mikil. En það verður einhver skerðing.“ -En ekki 100 þúsund tonn? „Hún verður minna en 100 þúsund tonn, já.“ Hafrannsóknaskipið var að koma af Vestfjarðamiðum úr sex daga leiðangri.Egill Aðalsteinsson En það eru aðrar fréttir sem gætu glatt Íslendinga en ekki Norðmenn því það stefnir í að norski loðnuflotinn, sem má bara veiða við Ísland í eina viku til viðbótar, muni ekki ná að klára sinn kvóta. Talið er að norsku skipin eigi enn um 85 þúsund tonn óveidd og telja menn sem vel þekkja til ólíklegt að þau nái að veiða mikið meira en 30 þúsund tonn til viðbótar. Þá gætu kannski 40-50 þúsund tonn fallið aukalega í hlut íslensku skipanna og þannig jafnvel farið langleiðina með að jafna út yfirvofandi niðurskurð, - og það á verðmætasta veiðitímanum framundan. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. 10. febrúar 2022 15:16 Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var bein útsending úr Hafnarfjarðarhöfn þar sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var að koma úr sex daga loðnuleiðangri á Vestfjarðamið. Rætt var við fiskifræðinginn Guðmund Óskarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Árni Friðriksson að leggjast við bryggju framan við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöld.Egill Aðalsteinsson Loðnuveiðarnar hafa fram til þessa gengið framar vonum. Íslenski flotinn hefur síðustu daga verið að fylgja stórri loðnutorfu vestur með suðurströndinni. Torfan var í dag við Vestmannaeyjar, milli lands og Eyja. Skipverjar á Hoffelli frá Fáskrúðsfirði mældu hrognaprósentu þar upp í átján prósent, samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Mar Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar. Það þýðir að loðnan er orðin hæf í frystingu fyrir Japansmarkað og því orðin mun verðmætari. Á vef Fiskistofu kemur fram að íslensku skipin voru í dag búin að veiða 331 þúsund tonn af 662 þúsund tonna útgefnum kvóta. Hafrannsóknastofnun varaði hins vegar við því í byrjun mánaðarins að skerða þyrfti heildarkvótann um 100 þúsund tonn ef ekki fyndist meiri loðna undan Vestfjörðum á svæði sem ekki tókst að kanna í síðustu loðnumælingu vegna hafíss. Kátir skipverjar á Ásgrími Halldórssyni á loðnumiðunum undan Suðausturlandi á dögunum.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Eftir að Árni Friðriksson var lagstur að bryggju í Hafnarfirði í kvöld var Guðmundur Óskarsson spurður hvort eitthvað hefði fundist að ráði af loðnu fyrir vestan og hvort stofnunin myndi leggja til 100 þúsund tonna niðurskurð aflaheimilda, en um 80 þúsund tonn myndu þá skerðast af kvóta Íslendinga. „Nei, magnið var í raun óverulegt sem mældist, sem þýðir að það hefur ekki verið stór ganga að koma undan ísnum þarna fyrir vestan á þessum tíma frá því við vorum þarna síðast.“ -Þýðir þetta að þið munuð þá leggja til skerðingu á kvótanum? „Það.. - óhjákvæmilega verður einhver skerðing. Ég get ekki sagt á þessum tímapunkti hvað hún verður mikil. En það verður einhver skerðing.“ -En ekki 100 þúsund tonn? „Hún verður minna en 100 þúsund tonn, já.“ Hafrannsóknaskipið var að koma af Vestfjarðamiðum úr sex daga leiðangri.Egill Aðalsteinsson En það eru aðrar fréttir sem gætu glatt Íslendinga en ekki Norðmenn því það stefnir í að norski loðnuflotinn, sem má bara veiða við Ísland í eina viku til viðbótar, muni ekki ná að klára sinn kvóta. Talið er að norsku skipin eigi enn um 85 þúsund tonn óveidd og telja menn sem vel þekkja til ólíklegt að þau nái að veiða mikið meira en 30 þúsund tonn til viðbótar. Þá gætu kannski 40-50 þúsund tonn fallið aukalega í hlut íslensku skipanna og þannig jafnvel farið langleiðina með að jafna út yfirvofandi niðurskurð, - og það á verðmætasta veiðitímanum framundan. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. 10. febrúar 2022 15:16 Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. 10. febrúar 2022 15:16
Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21