Blóðpeningar Ólafur Róbert Rafnsson skrifar 16. febrúar 2022 11:00 Töluvert hefur verið til umfjöllunar sú iðja að taka blóð úr fylfullum merum í þeim tilgangi að búa til hormón sem m.a. notað er til að auka frjósemi gylta. Í heimildaþætti sem sýndur var í Þýskalandi var farið ítarlega yfir þetta mál þar í landi. Hormón sem er búið til á Íslandi úr blóði fylfullra hryssa er einmitt notað í svínarækt á meginlandinu. Sú dökka mynd sem þar er dregin fram af gyltum sem liggja á hliðinni allt sitt lífskeið, með fleiri grísi en þær hafa spena og gjóta þrisvar sinnum á ári. Gylturnar eru notaðar í ca. þrjú ár og svo tekur næsta við og svo koll af kolli. Þetta mál og tengingin við Ísland kemur í kjölfarið á heimildamynd frá alþjóðlegum dýraverndunarsamtökum um blóðmerabúskap sem hefur verið stundaður á Íslandi í rúmlega fjóra áratugi. Hvað er hver hryssa að skila í krónum til framleiðanda? Í grein sem birtist í Dagblaðinu þann 10. desember 1979 var fjallað um nýja útflutningsgrein með yfirskriftinni „Hrossabændur þinga um nýja útflutningsgrein“ Þar var þetta mál rætt í framhaldi af tilraunum með blóðsöfnun úr fylfullum hryssum á vegum fyrirtækisins G. Ólafsson hf. Kaupandi var danskt lyfjafyrirtæki í þá tíma sem vann hormónið úr blóðinu til að nýta til lyfjaframleiðslu. Samkvæmt þessari grein var talið að hægt væri að taka allt að 5 lítra af blóði í senn, 5 sinnum á hverju tímabili og að hver hryssa myndi skila um 38þ ísk. Samkvæmt greininni er ekki talið að þetta skaði hryssurnar en áréttað að viðhafa þurfi strangt eftirlit með því að reglum dýralæknis og lyfjafyrirtækisins sé framfylgt. Nú eru hámarksviðmið 8 skipti en ekki 5 þannig að magnsöfnun hefur á einhverjum tíma verið breytt, skiptum fjölgað og þar með heildarumfangi sem safnað er úr hverri hryssu frá 25 lítrum í 40. Gera má ráð fyrir því að heildarblóðmagn hryssunnar er 35-37 lítrar. Þetta þýðir að þær þurfa að endurnýja allt blóðmagn og gott betur (8-15 lítrum meira) innan tveggja mánaðar tímabils! Hvenær var því breytt að auka magn blóðs? Þetta er veruleg aukning og hefur mér ekki tekist að afla gagna um hvenær og hvar sú ákvörðun var tekin. Í dag eru blóðbændur að fá nánast sama verð nú og fyrir um 40 árum síðan og hefur Samkeppniseftirlitið fengið formlega kvörtun vegna samninga við vinnsluaðila blóðsins. Í ár fengu bændur 9.329 kr. fyrir einingu í flokki F5, 11.196 kr. fyrir flokk H og 12.311 kr. fyrir flokk H2.* Verðlag reiknað miðað við reiknivél Hagstofunnar frá 1997 til 2022 Vert er að hafa í huga að það er ekki uppgefið hvort þessar tölur séu með eða án virðisaukaskatts. Ef hver bóndi er að fá sama verð í 40 ár fyrir þessa afurð hlítur maður að spyrja sig að því hvort og hversu arðbær þessi grein sé fyrir bændur. Hvað kostar að framleiða blóðið og koma því í verð? Hvað kostar að halda einni meri á lífi á ári? Samkvæmt RML þá voru forsendur þær að markaðsverð á hestaheyi haustið 2007 hafi verið 3.500 kr. fyrir eina rúllu og einn hestur borðar 2/3 sem gera þá 2.500 kr. Sé bætt við kostnaði við vélavinnu og eftirliti með einum hesti er það á þessum tíma áætlað 3.500 kr. einnig á mánuði. Þessir útreikningar sýna fram á að það kosti 7.000 kr. að fóðra einn hest á mánuði yfir vetrartíma. Áætlaður kostnaður við sumarbeit var 1.000 kr. per. hest. Árlegur kostnaður við fóðrun og hagagöngu samkvæmt Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins er á bilinu 40-60 þúsund krónur samkvæmt útreikningum sem gerðir voru árið 2008. Þá á eftir að gera ráð fyrir kostnaði við sjálfa blóðtökuna, laun þeirra sem vinna við smölun, rekstur ökutækja og vinnu við framkvæmd blóðtökunnar sem og dýralæknakostnað. Gera má ráð fyrir því að framleiðslukostnaður hafi hækkað töluvert frá árinu 2008. Í dag mætti áætla að ein rúlla kosti á bilinu frá 6-8 þúsund kr. og líklegt má telja að kostnaður muni aukast verulega komandi ár vegna hækkunar aðfanga eins og áburðar og olíu. Sé reiknað með 30% verðhækkun rekstrarkostnaðar sem RML gerði ráð fyrir árið 2008 að yrði hækkun næsta árs. s.s. 2009, mætti áætla að árlegur kostnaður fyrir einn hest væri um 80.000 og er frekar líklegt að þessi kostnaður sé meiri nú en 2009. *Allar þessar tölur hér að ofan eru án virðisaukaskatts. Hver er þá raunveruleg framlegð við þessa iðju? Ef reiknað er meðalverð sem fæst fyrir blóð úr einni hryssu 87.500 kr. og það kostar um 80.000 kr. að halda henni á lífi þá er framlegð fyrir eina meri einungis 7.500 kr. Í þessum útreikningum er ekki er gert ráð fyrir kostnaði og vinnu við ormalyfsgjöf, hófhirðu dýralæknakostað eða kostnað vegna vinnu og aðbúnað vegna blóðtöku. Þá er ótalinn kostnaður eins og að viðhalda stofni blóðmera, því kaupa þarf hryssur eða nota þær sem fæðast en ekki má byrja að fylja þær fyrr en á fjórða vetri o.m.fl. Þessar tölur miða ekki við núverandi verðlag eða verðlagshækkanir frá 2009 til dagsins í dag eða komandi ára og má telja að þessi kostnaður sé töluvert meiri og því má ætla að framlegð sé í mínus. Niðurstaðan mín er miðað við þessar forsendur sú að ég get ekki með nokkru móti séð að þessi blóðmerabúskapur standi undir sér og sorglegt að verða vitni af því að þetta sé yfir höfuð stundað hér á landi. Höfundur er hestamaður og starfar sem ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingaöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið til umfjöllunar sú iðja að taka blóð úr fylfullum merum í þeim tilgangi að búa til hormón sem m.a. notað er til að auka frjósemi gylta. Í heimildaþætti sem sýndur var í Þýskalandi var farið ítarlega yfir þetta mál þar í landi. Hormón sem er búið til á Íslandi úr blóði fylfullra hryssa er einmitt notað í svínarækt á meginlandinu. Sú dökka mynd sem þar er dregin fram af gyltum sem liggja á hliðinni allt sitt lífskeið, með fleiri grísi en þær hafa spena og gjóta þrisvar sinnum á ári. Gylturnar eru notaðar í ca. þrjú ár og svo tekur næsta við og svo koll af kolli. Þetta mál og tengingin við Ísland kemur í kjölfarið á heimildamynd frá alþjóðlegum dýraverndunarsamtökum um blóðmerabúskap sem hefur verið stundaður á Íslandi í rúmlega fjóra áratugi. Hvað er hver hryssa að skila í krónum til framleiðanda? Í grein sem birtist í Dagblaðinu þann 10. desember 1979 var fjallað um nýja útflutningsgrein með yfirskriftinni „Hrossabændur þinga um nýja útflutningsgrein“ Þar var þetta mál rætt í framhaldi af tilraunum með blóðsöfnun úr fylfullum hryssum á vegum fyrirtækisins G. Ólafsson hf. Kaupandi var danskt lyfjafyrirtæki í þá tíma sem vann hormónið úr blóðinu til að nýta til lyfjaframleiðslu. Samkvæmt þessari grein var talið að hægt væri að taka allt að 5 lítra af blóði í senn, 5 sinnum á hverju tímabili og að hver hryssa myndi skila um 38þ ísk. Samkvæmt greininni er ekki talið að þetta skaði hryssurnar en áréttað að viðhafa þurfi strangt eftirlit með því að reglum dýralæknis og lyfjafyrirtækisins sé framfylgt. Nú eru hámarksviðmið 8 skipti en ekki 5 þannig að magnsöfnun hefur á einhverjum tíma verið breytt, skiptum fjölgað og þar með heildarumfangi sem safnað er úr hverri hryssu frá 25 lítrum í 40. Gera má ráð fyrir því að heildarblóðmagn hryssunnar er 35-37 lítrar. Þetta þýðir að þær þurfa að endurnýja allt blóðmagn og gott betur (8-15 lítrum meira) innan tveggja mánaðar tímabils! Hvenær var því breytt að auka magn blóðs? Þetta er veruleg aukning og hefur mér ekki tekist að afla gagna um hvenær og hvar sú ákvörðun var tekin. Í dag eru blóðbændur að fá nánast sama verð nú og fyrir um 40 árum síðan og hefur Samkeppniseftirlitið fengið formlega kvörtun vegna samninga við vinnsluaðila blóðsins. Í ár fengu bændur 9.329 kr. fyrir einingu í flokki F5, 11.196 kr. fyrir flokk H og 12.311 kr. fyrir flokk H2.* Verðlag reiknað miðað við reiknivél Hagstofunnar frá 1997 til 2022 Vert er að hafa í huga að það er ekki uppgefið hvort þessar tölur séu með eða án virðisaukaskatts. Ef hver bóndi er að fá sama verð í 40 ár fyrir þessa afurð hlítur maður að spyrja sig að því hvort og hversu arðbær þessi grein sé fyrir bændur. Hvað kostar að framleiða blóðið og koma því í verð? Hvað kostar að halda einni meri á lífi á ári? Samkvæmt RML þá voru forsendur þær að markaðsverð á hestaheyi haustið 2007 hafi verið 3.500 kr. fyrir eina rúllu og einn hestur borðar 2/3 sem gera þá 2.500 kr. Sé bætt við kostnaði við vélavinnu og eftirliti með einum hesti er það á þessum tíma áætlað 3.500 kr. einnig á mánuði. Þessir útreikningar sýna fram á að það kosti 7.000 kr. að fóðra einn hest á mánuði yfir vetrartíma. Áætlaður kostnaður við sumarbeit var 1.000 kr. per. hest. Árlegur kostnaður við fóðrun og hagagöngu samkvæmt Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins er á bilinu 40-60 þúsund krónur samkvæmt útreikningum sem gerðir voru árið 2008. Þá á eftir að gera ráð fyrir kostnaði við sjálfa blóðtökuna, laun þeirra sem vinna við smölun, rekstur ökutækja og vinnu við framkvæmd blóðtökunnar sem og dýralæknakostnað. Gera má ráð fyrir því að framleiðslukostnaður hafi hækkað töluvert frá árinu 2008. Í dag mætti áætla að ein rúlla kosti á bilinu frá 6-8 þúsund kr. og líklegt má telja að kostnaður muni aukast verulega komandi ár vegna hækkunar aðfanga eins og áburðar og olíu. Sé reiknað með 30% verðhækkun rekstrarkostnaðar sem RML gerði ráð fyrir árið 2008 að yrði hækkun næsta árs. s.s. 2009, mætti áætla að árlegur kostnaður fyrir einn hest væri um 80.000 og er frekar líklegt að þessi kostnaður sé meiri nú en 2009. *Allar þessar tölur hér að ofan eru án virðisaukaskatts. Hver er þá raunveruleg framlegð við þessa iðju? Ef reiknað er meðalverð sem fæst fyrir blóð úr einni hryssu 87.500 kr. og það kostar um 80.000 kr. að halda henni á lífi þá er framlegð fyrir eina meri einungis 7.500 kr. Í þessum útreikningum er ekki er gert ráð fyrir kostnaði og vinnu við ormalyfsgjöf, hófhirðu dýralæknakostað eða kostnað vegna vinnu og aðbúnað vegna blóðtöku. Þá er ótalinn kostnaður eins og að viðhalda stofni blóðmera, því kaupa þarf hryssur eða nota þær sem fæðast en ekki má byrja að fylja þær fyrr en á fjórða vetri o.m.fl. Þessar tölur miða ekki við núverandi verðlag eða verðlagshækkanir frá 2009 til dagsins í dag eða komandi ára og má telja að þessi kostnaður sé töluvert meiri og því má ætla að framlegð sé í mínus. Niðurstaðan mín er miðað við þessar forsendur sú að ég get ekki með nokkru móti séð að þessi blóðmerabúskapur standi undir sér og sorglegt að verða vitni af því að þetta sé yfir höfuð stundað hér á landi. Höfundur er hestamaður og starfar sem ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingaöryggi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun