Af hverju seldi meirihlutinn mjólkurkúna? Sigurður P. Sigmundsson skrifar 16. febrúar 2022 11:30 Það hefur aldrei gefist vel til framtíðar að selja bestu mjólkurkúna til að bregðast við tímabundnum vanda. Það er eins og að pissa í skóinn sinn. Nú berast þær fréttir að hagnaður HS Veitna hafi aukist um 68% á árinu 2021 og numið kr. 949 milljónum. Virði fyrirtækisins hefur þar með aukist töluvert milli ára. Hafnarfjörður fær engan arð því bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar seldi 15,4% hlut bæjarins í fyrirtækinu haustið 2020. Fullnægjandi skýringar hafa ekki fengist á því af hverju meirihlutanum lá svona mikið á að keyra þessa sölu í gegn og af hverju Kviku banki var handvalinn til að sjá um söluna. Sú skýring var gefin að salan væri gerð með hag bæjarbúa að leiðarljósi. Minnihlutinn í bæjarstjórn lagðist gegn sölunni og hélt fram mikilvægi þess að fyrir lægju ítarlegar upplýsingar og útreikningar áður en kæmi til ákvörðunar um hugsanlega sölu. Á þetta var ekki hlustað. Þegar salan fór fram var ekki ljóst hver yrðu áhrif Covid-19 faraldursins á fjárhag bæjarins. Skýringar meirihlutans á þeim tíma voru því getgátur einar enda hefur komið í ljós að áhrif faraldursins á bæjarsjóð hafa orðið mun minni en áætlað var. Margt er enn óljóst hvað varðar þessa sölu. Meirihlutinn hefur ekki gefið skýr svör um það í hvað söluandvirðinu hefur verið varið. Einhver hluti fór til greiðslu afborgana lána og einhver hluti til reksturs. Það er hins vegar ekki hægt að sjá í bókhaldi bæjarins um hvaða upphæðir er að ræða eða hvernig þeim er skipt milli áranna 2020 og 2021. Fregnir af miklum hagnaði HS Veitna benda sterklega til þess að ákvörðun meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknar um sölu á hlut bæjarins í fyrirtækinu hafi verið röng og þar með til skaða fyrir bæjarfélagið. Þá hefur Hafnarfjarðarbær ekki lengur neitt um það að segja hver þróun starfsemi HS Veitna verður á athafnasvæði þess. Reykjanesbær ákvað hins vegar að halda eignarhlut sínum í HS Veitum þrátt fyrir að vera í þrengri stöðu fjárhagslega. Er ekki bara best að meirihlutinn í Hafnarfirði taki ábyrgð á gerðum sínum? Höfundur er frambjóðandi Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei gefist vel til framtíðar að selja bestu mjólkurkúna til að bregðast við tímabundnum vanda. Það er eins og að pissa í skóinn sinn. Nú berast þær fréttir að hagnaður HS Veitna hafi aukist um 68% á árinu 2021 og numið kr. 949 milljónum. Virði fyrirtækisins hefur þar með aukist töluvert milli ára. Hafnarfjörður fær engan arð því bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar seldi 15,4% hlut bæjarins í fyrirtækinu haustið 2020. Fullnægjandi skýringar hafa ekki fengist á því af hverju meirihlutanum lá svona mikið á að keyra þessa sölu í gegn og af hverju Kviku banki var handvalinn til að sjá um söluna. Sú skýring var gefin að salan væri gerð með hag bæjarbúa að leiðarljósi. Minnihlutinn í bæjarstjórn lagðist gegn sölunni og hélt fram mikilvægi þess að fyrir lægju ítarlegar upplýsingar og útreikningar áður en kæmi til ákvörðunar um hugsanlega sölu. Á þetta var ekki hlustað. Þegar salan fór fram var ekki ljóst hver yrðu áhrif Covid-19 faraldursins á fjárhag bæjarins. Skýringar meirihlutans á þeim tíma voru því getgátur einar enda hefur komið í ljós að áhrif faraldursins á bæjarsjóð hafa orðið mun minni en áætlað var. Margt er enn óljóst hvað varðar þessa sölu. Meirihlutinn hefur ekki gefið skýr svör um það í hvað söluandvirðinu hefur verið varið. Einhver hluti fór til greiðslu afborgana lána og einhver hluti til reksturs. Það er hins vegar ekki hægt að sjá í bókhaldi bæjarins um hvaða upphæðir er að ræða eða hvernig þeim er skipt milli áranna 2020 og 2021. Fregnir af miklum hagnaði HS Veitna benda sterklega til þess að ákvörðun meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknar um sölu á hlut bæjarins í fyrirtækinu hafi verið röng og þar með til skaða fyrir bæjarfélagið. Þá hefur Hafnarfjarðarbær ekki lengur neitt um það að segja hver þróun starfsemi HS Veitna verður á athafnasvæði þess. Reykjanesbær ákvað hins vegar að halda eignarhlut sínum í HS Veitum þrátt fyrir að vera í þrengri stöðu fjárhagslega. Er ekki bara best að meirihlutinn í Hafnarfirði taki ábyrgð á gerðum sínum? Höfundur er frambjóðandi Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun