Í tilefni umræðu um skólasund Salvör Nordal skrifar 16. febrúar 2022 14:31 Í júní á síðasta ári sendi umboðsmaður barna bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum. Í bréfinu vísaði umboðsmaður barna í fjölmörg samtöl við börn um allt land, en meðal þess sem börn hafa greint frá, er að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, m.a. þar sem þeir telja sig eiga erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa margir nemendur og þá sérstaklega hinsegin börn, lýst upplifunum sínum af sínum af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámsskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en í framkvæmd virðist lítið vera um slíka umræðu. Því hvatti umboðsmaður barna þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra til að taka til skoðunar fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum og að leita með virkum hætti eftir skoðunum grunnskólanema á því málefni eins og ákvæði Barnasáttmálans gera kröfu um. Í svarbréfi ráðuneytisins kom fram að miður sé að hópur barna upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum og þá sé það áhyggjuefni ef námskrá er ekki uppfyllt líkt og fram kemur í þeim umkvörtunum sem umboðsmaður barna kom á framfæri í bréfinu. Þá vísaði ráðuneytið í bréfinu til þess að grunnskólar hafi mikið svigrúm innan aðalnámskrár til að útfæra skólanámskrár og kennsluáætlanir í samræmi við hæfniviðmið einstakra námssviða. Loks greindi ráðuneytið frá því að framundan sé endurskoðun aðalnámskrár og að tryggja eigi markvissa og raunhæfa aðkomu barna og ungmenna á öllum stigum endurskoðunarferlisins, en þar yrðu ábendingar umboðsmanns barna hafðar til hliðsjónar. Engar fréttir hafa borist af áðurnefndri endurskoðun en fram hefur komið að tekin hafi verið ákvörðun um að gera sund að valfagi á unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur, hafi nemendur uppfyllt hæfniviðmið skólasunds í upphafi 9. bekkjar. Tillagan kom upphaflega frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, en samkvæmt ákvæðum æskulýðslaga er hlutverk ungmennaráða einmitt að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Þessi tillaga ungmennaráðanna og ákvörðun Reykjavíkurborgar hefur sætt ákveðinni gagnrýni, en í innsendri grein bentu fulltrúar ungmennaráðsins á þá einföldu staðreynd, að þau hafi með tillögu sinni einfaldlega verið að benda á það sem þau telja vera þeim og öðrum börnum fyrir bestu, en það sjónarmið á samkvæmt Barnasáttmálanum að vera ráðandi í allri ákvarðanatöku sem varðar börn. Ásamt fulltrúum ungmennaráðsins hafa fjölmörg börn komið þeirri skoðun á framfæri að fyrirkomulag sundkennslu þarfnist endurskoðunar og endurnýjunar. Það er því ekki nóg að tiltekin sveitarfélög bregðist við, heldur þarf hið nýja ráðuneyti mennta- og barnamála að taka forystu, og tryggja að boðuð endurskoðun aðalnámskrár fari fram og að þar sé með virkum hætti leitað eftir og tekið tillit til skoðana barna, um fyrirkomulag sundkennslu sem og aðra þætti menntunar þeirra. Sund er góð hreyfing og um það er ekki deilt. Það að gera sundkennslu aðgengilega, inngildandi, valdeflandi og jákvæða upplifun fyrir sem flest börn, er verkefni sem kallar á aðkomu barna, foreldra, starfsfólks skóla, aðila sem vinna að hagsmunum barna og stjórnvalda. Nýir tímar kalla á nýja nálgun og það er kannski tímabært að breyta því hæfniviðmiði aðalnámsskrár sem gerir kröfu um að börn í 10. bekk geti sýnt leikni og synt viðstöðulaust í öllum tegundum sunds, þ.m.t. flugsundi. Þess í stað mætti leggja aukna áherslu á önnur hæfniviðmið aðalnámsskrár fyrir sund- og íþróttakennslu sem minna hefur farið fyrir í opinberri umræðu. Þar er m.a. lögð áhersla á að nemendur læri að sýna virðingu og góða framkomu, að viðhafa jákvæð og árangursrík samskipti, og að fram fari umræða um andlegt og líkamlegt heilbrigði, fjölbreytni valkosta í hreyfingu, líkamsvitund, kynheilbrigði og ofbeldi. Bréf umboðsmanns barna og svarbréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins má sjá hér: https://www.barn.is/frettir/bref-um-sundkennslu Höfundur er Umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Börn og uppeldi Grunnskólar Sund Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í júní á síðasta ári sendi umboðsmaður barna bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum. Í bréfinu vísaði umboðsmaður barna í fjölmörg samtöl við börn um allt land, en meðal þess sem börn hafa greint frá, er að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, m.a. þar sem þeir telja sig eiga erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa margir nemendur og þá sérstaklega hinsegin börn, lýst upplifunum sínum af sínum af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámsskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en í framkvæmd virðist lítið vera um slíka umræðu. Því hvatti umboðsmaður barna þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra til að taka til skoðunar fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum og að leita með virkum hætti eftir skoðunum grunnskólanema á því málefni eins og ákvæði Barnasáttmálans gera kröfu um. Í svarbréfi ráðuneytisins kom fram að miður sé að hópur barna upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum og þá sé það áhyggjuefni ef námskrá er ekki uppfyllt líkt og fram kemur í þeim umkvörtunum sem umboðsmaður barna kom á framfæri í bréfinu. Þá vísaði ráðuneytið í bréfinu til þess að grunnskólar hafi mikið svigrúm innan aðalnámskrár til að útfæra skólanámskrár og kennsluáætlanir í samræmi við hæfniviðmið einstakra námssviða. Loks greindi ráðuneytið frá því að framundan sé endurskoðun aðalnámskrár og að tryggja eigi markvissa og raunhæfa aðkomu barna og ungmenna á öllum stigum endurskoðunarferlisins, en þar yrðu ábendingar umboðsmanns barna hafðar til hliðsjónar. Engar fréttir hafa borist af áðurnefndri endurskoðun en fram hefur komið að tekin hafi verið ákvörðun um að gera sund að valfagi á unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur, hafi nemendur uppfyllt hæfniviðmið skólasunds í upphafi 9. bekkjar. Tillagan kom upphaflega frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, en samkvæmt ákvæðum æskulýðslaga er hlutverk ungmennaráða einmitt að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Þessi tillaga ungmennaráðanna og ákvörðun Reykjavíkurborgar hefur sætt ákveðinni gagnrýni, en í innsendri grein bentu fulltrúar ungmennaráðsins á þá einföldu staðreynd, að þau hafi með tillögu sinni einfaldlega verið að benda á það sem þau telja vera þeim og öðrum börnum fyrir bestu, en það sjónarmið á samkvæmt Barnasáttmálanum að vera ráðandi í allri ákvarðanatöku sem varðar börn. Ásamt fulltrúum ungmennaráðsins hafa fjölmörg börn komið þeirri skoðun á framfæri að fyrirkomulag sundkennslu þarfnist endurskoðunar og endurnýjunar. Það er því ekki nóg að tiltekin sveitarfélög bregðist við, heldur þarf hið nýja ráðuneyti mennta- og barnamála að taka forystu, og tryggja að boðuð endurskoðun aðalnámskrár fari fram og að þar sé með virkum hætti leitað eftir og tekið tillit til skoðana barna, um fyrirkomulag sundkennslu sem og aðra þætti menntunar þeirra. Sund er góð hreyfing og um það er ekki deilt. Það að gera sundkennslu aðgengilega, inngildandi, valdeflandi og jákvæða upplifun fyrir sem flest börn, er verkefni sem kallar á aðkomu barna, foreldra, starfsfólks skóla, aðila sem vinna að hagsmunum barna og stjórnvalda. Nýir tímar kalla á nýja nálgun og það er kannski tímabært að breyta því hæfniviðmiði aðalnámsskrár sem gerir kröfu um að börn í 10. bekk geti sýnt leikni og synt viðstöðulaust í öllum tegundum sunds, þ.m.t. flugsundi. Þess í stað mætti leggja aukna áherslu á önnur hæfniviðmið aðalnámsskrár fyrir sund- og íþróttakennslu sem minna hefur farið fyrir í opinberri umræðu. Þar er m.a. lögð áhersla á að nemendur læri að sýna virðingu og góða framkomu, að viðhafa jákvæð og árangursrík samskipti, og að fram fari umræða um andlegt og líkamlegt heilbrigði, fjölbreytni valkosta í hreyfingu, líkamsvitund, kynheilbrigði og ofbeldi. Bréf umboðsmanns barna og svarbréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins má sjá hér: https://www.barn.is/frettir/bref-um-sundkennslu Höfundur er Umboðsmaður barna.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar