Valgerður sækist eftir þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 07:58 Valgerður Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðsend Borgarfulltrúinn Valgerður Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Prófkjörið fer fram 18. og 19. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgerði en þar segist hún hafa beitt sér í málum er varði viðhald á skólahúsnæði í eigu borgarinnar, bættu geðheilbrigði borgarbúa og styttri biðlistum fyrir börn á þessu kjörtímabili. Þá hafi hún lagt áherslu á að betur sé hugað að úthverfum borgarinnar sem oft virðist gleymast og hafi orðið fyrir þjónustuskerðingum. Hún segir mikil lífsgæði felast í því að búa í borg og hafa aðgengi að grænum svæðum eins og Reykvíkingar geri. Varðveita þurfi þau svæði og huga vel að þéttingu byggðar og hvort innviðir þoli hana. Lífsgæði mælist ekki, að hennar sögn, í því hversu þétt sé byggt. Hún segist vilja lækka skattaí borginni. Reykjavík sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimti hámarksútsvar, eða 14,5 prósent. „Stór fyrirtæki hafa valið að yfirgefa Reykjavík á undanförnum árum og færa starfsemi sína annað. Skattpíningarstefnu vinstriflokkanna verður að linna,“ segir Valgerður í tilkynninguni. Mikilvægt að Reykvíkingar geti keypt eigið húsnæði Hún segir þá að efla þurfi gæði grunnþjónustunnar. Börn eigi til að mynda ekki heima á biðlistum og bið þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu sé of löng, sem þurfi að laga strax. Efla þurfi heimaþjónustu fyrir aldraða og þá sem á henni þurfi að halda. Þá þurfi að hlúa betur að barnafjölskyldum og þeim sem komin eru á efri ár. Þá þurfi að efla fjölbreyttar samgöngur fyrir alla. Ekki hafi verið hugað að fjölbreyttum samgöngumátum á liðnum árum og fjölga þurfi valkostum óháð því hvort fólk noti eigin bifreði, almenningssamgöngur, reiðhjól eða annað. „Mikilvægt er að íbúar hafi kost á að eignast eigið húsnæði og að Reykjavíkurborg tryggi nægt framboð lóða. Þannig er slegið á þær miklu hækkanir sem hafa orðið á húsnæðismarkaði vegna þeirrar vöntunar á framboði lóða sem hefur verið varanlegt vandamál í Reykjavík um árabil,“ skrifar hún. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgerði en þar segist hún hafa beitt sér í málum er varði viðhald á skólahúsnæði í eigu borgarinnar, bættu geðheilbrigði borgarbúa og styttri biðlistum fyrir börn á þessu kjörtímabili. Þá hafi hún lagt áherslu á að betur sé hugað að úthverfum borgarinnar sem oft virðist gleymast og hafi orðið fyrir þjónustuskerðingum. Hún segir mikil lífsgæði felast í því að búa í borg og hafa aðgengi að grænum svæðum eins og Reykvíkingar geri. Varðveita þurfi þau svæði og huga vel að þéttingu byggðar og hvort innviðir þoli hana. Lífsgæði mælist ekki, að hennar sögn, í því hversu þétt sé byggt. Hún segist vilja lækka skattaí borginni. Reykjavík sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimti hámarksútsvar, eða 14,5 prósent. „Stór fyrirtæki hafa valið að yfirgefa Reykjavík á undanförnum árum og færa starfsemi sína annað. Skattpíningarstefnu vinstriflokkanna verður að linna,“ segir Valgerður í tilkynninguni. Mikilvægt að Reykvíkingar geti keypt eigið húsnæði Hún segir þá að efla þurfi gæði grunnþjónustunnar. Börn eigi til að mynda ekki heima á biðlistum og bið þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu sé of löng, sem þurfi að laga strax. Efla þurfi heimaþjónustu fyrir aldraða og þá sem á henni þurfi að halda. Þá þurfi að hlúa betur að barnafjölskyldum og þeim sem komin eru á efri ár. Þá þurfi að efla fjölbreyttar samgöngur fyrir alla. Ekki hafi verið hugað að fjölbreyttum samgöngumátum á liðnum árum og fjölga þurfi valkostum óháð því hvort fólk noti eigin bifreði, almenningssamgöngur, reiðhjól eða annað. „Mikilvægt er að íbúar hafi kost á að eignast eigið húsnæði og að Reykjavíkurborg tryggi nægt framboð lóða. Þannig er slegið á þær miklu hækkanir sem hafa orðið á húsnæðismarkaði vegna þeirrar vöntunar á framboði lóða sem hefur verið varanlegt vandamál í Reykjavík um árabil,“ skrifar hún.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira