Nútímaborg sem laðar fram það besta í fólki Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 16:01 Fólk sem fæðist á Íslandi í dag mun í framtíðinni vonandi vera frjálst til að geta valið hvar það vill búa. Ég vil að fólk hafi þetta frelsi og þess vegna finnst mér mikilvægt að skapa aðlaðandi borgarlíf hér á landi svo fólki finnist eftirsóknarverðast að búa hér. Höfuðborgin Reykjavík þarf því að vera í fremstu röð og standast samanburð við aðrar borgir. Hlutverk okkar stjórnmálafólks í borginni er að sjá til þess að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg sem laðar fram það besta í fólki, veitir því tækifærin sem það sækist eftir og lætur því líða vel. Betri borg fyrir börnin Skólakerfið er frumforsenda þess að skapa aðlaðandi borg til framtíðar. Ný menntastefna borgarinnar undir yfirskriftinni „Látum draumana rætast“ hefur því verið frábær innspýting inn í skólastarfið að undanförnu. Hún fangar einmitt þennan anda – Reykjavík á að vera borg þar sem fjölbreyttir draumar geta þrifist og ræst. Við þurfum að geta boðið nemendum upp á framúrskarandi umhverfi og sjá jafnframt til þess að fjarlæg miðstýring hindri ekki kennara í þeirra dýrmæta starfi. Ég hef staðið fyrir því að móta nýjan fjárhagslegan grundvöll fyrir grunnskóla og hlutverk þess er að tryggja aukið frelsi í kerfinu og fjármagn. Börn með sértækan vanda eiga ekki að þurfa að bíða í 18 mánaða greiningarferli. Við erum að bregðast við núna. Þau eiga rétt á skýrum úrræðum við hæfi eins fljótt og auðið er. Þess vegna höfum við farið í átaksverkefni til að stytta þessa biðlista. Það gefur líka auga leið að Reykjavíkurborg á enn fremur að vera borg sem hlúir að andlegu heilbrigði barna og þess vegna þróuðum við verkefnið Betri borg fyrir börn, sem miðar að því að bæta þjónustuna fyrir börnin og færa hana í auknum mæli inn í skólaumhverfið. Þjónusta, virðing og skilningur Í borg eins og Reykjavík eiga fjölskyldur á öllum aldri að geta treyst á aðgengilega, stafræna og góða þjónustu. Hér skortir ekkert til að geta boðið upp á framúrskarandi þjónustu og þar á ávallt að endurspeglast virðing fyrir og skilningur á þörfum fólks. Aldraðir og þau sem glíma við hreyfihömlun eiga að geta treyst fyllilega á þjónustu borgarinnar og við eigum jafnframt að sjá til þess að fólk geti búið eins lengi heima hjá sér og það vill og getur. Eftir það eiga hjúkrunarheimilin að taka fólki opnum örmum án þess að það þurfi að bíða eftir plássi með tilheyrandi óvissu og álagi. Mikil og góð vinna hefur farið fram á sviði velferðarmála síðustu misseri og heimsfaraldurinn hefur haft þau áhrif að margar nýjungar þróast hratt. Fjölbreytt mannlíf þarf fjölbreyttar samgöngur Reykjavík til framtíðar á að vera fjölbreytt, græn og skilvirk. Borgarlínan mun gera að verkum að almenningssamöngur verða að auðveldum og raunhæfum kosti. Vitaskuld þurfum við gott vegakerfi fyrir fólk sem notar einkabílinn til að komast milli staða. En það er brýnt að styðja við fjölbreyttari ferðamáta – íbúar borgarinnar eiga að hafa frelsið til að velja hvað hentar þeim best. Hjólastígar borgarinnar eiga að vera fyrsta flokks, auk þess sem áframhaldandi þétting byggðar á að vera í forgangi. Reykjavík á að vera borg sem leggur áherslu á þjónustu í nærumhverfi borgaranna sem geta sótt helstu þjónustu í sínu hverfi. Grenndarstöðin þín á að vera handan við hornið, snyrtileg og í samræmi við umhverfi sitt. Þá er samræmd sorphirða á höfuðborgarsvæðinu á næsta leiti og í henni munu felast margvísleg tækifæri. Stafræn þjónusta eykur lífsgæði okkar Stafræn tækni er þjónusta sem getur einfaldað líf borgarbúa til muna og aukið þannig lífsgæði þeirra. Þess vegna höfum við stigið stór skref í átt stafrænnar þjónustu á undanförnum misserum og er sú vegferð rétt að byrja. Það er í stutt í það að hægt verði að sækja rafrænt um skólaþjónustu, leikskóla og stuðningsþjónustu. Þess má einnig geta að nýlega vann borgin til verðlauna fyrir nýtt stafrænt umsóknarferli fjárhagsaðstoðar. Hluti af því að það sé gott að búa í borg er að það sé gott að vinna þar. Til þess að Reykjavík sé aðlaðandi og eftirsóknarverð borg þurfum við að styðja við þarfir atvinnulífsins. Þess vegna finnst mér brýnt að stuðla að einfaldara regluverki með góðu aðgengi að stjórnsýslu sem þjónustar fólk í stað þess að flækja líf þess. Borgin sem við elskum Reykjavík á að vera borg sem fólk elskar að búa í. Borg með iðandi mannlífi þar sem sköpunargleði fólks, innblástur og frjáls hugsun fær að njóta sín. Borg sem býður upp á fjölbreytt atvinnutækifæri og samgöngur í heimsklassa og veitir íbúum framúrskarandi góða þjónustu á öllum sviðum. Hlutverk borgaryfirvalda er því að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að blómstra á sínum forsendum. Það er borgin sem ég vil halda áfram að skapa. Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala og er óhrætt við að fara nýjar leiðir í því augnamiði að bæta líf borgarbúa. Ég vil vera í þeirri forystu áfram og leita því eftir stuðningi í prófkjöri flokksins. Það eru spennandi vikur framundan sem ég mun nýta vel til að kynna hugsjónir okkar og stefnumál. Saman munum við halda áfram að skapa aðlaðandi, fallega og eftirsóknarverða borg til framtíðar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Fólk sem fæðist á Íslandi í dag mun í framtíðinni vonandi vera frjálst til að geta valið hvar það vill búa. Ég vil að fólk hafi þetta frelsi og þess vegna finnst mér mikilvægt að skapa aðlaðandi borgarlíf hér á landi svo fólki finnist eftirsóknarverðast að búa hér. Höfuðborgin Reykjavík þarf því að vera í fremstu röð og standast samanburð við aðrar borgir. Hlutverk okkar stjórnmálafólks í borginni er að sjá til þess að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg sem laðar fram það besta í fólki, veitir því tækifærin sem það sækist eftir og lætur því líða vel. Betri borg fyrir börnin Skólakerfið er frumforsenda þess að skapa aðlaðandi borg til framtíðar. Ný menntastefna borgarinnar undir yfirskriftinni „Látum draumana rætast“ hefur því verið frábær innspýting inn í skólastarfið að undanförnu. Hún fangar einmitt þennan anda – Reykjavík á að vera borg þar sem fjölbreyttir draumar geta þrifist og ræst. Við þurfum að geta boðið nemendum upp á framúrskarandi umhverfi og sjá jafnframt til þess að fjarlæg miðstýring hindri ekki kennara í þeirra dýrmæta starfi. Ég hef staðið fyrir því að móta nýjan fjárhagslegan grundvöll fyrir grunnskóla og hlutverk þess er að tryggja aukið frelsi í kerfinu og fjármagn. Börn með sértækan vanda eiga ekki að þurfa að bíða í 18 mánaða greiningarferli. Við erum að bregðast við núna. Þau eiga rétt á skýrum úrræðum við hæfi eins fljótt og auðið er. Þess vegna höfum við farið í átaksverkefni til að stytta þessa biðlista. Það gefur líka auga leið að Reykjavíkurborg á enn fremur að vera borg sem hlúir að andlegu heilbrigði barna og þess vegna þróuðum við verkefnið Betri borg fyrir börn, sem miðar að því að bæta þjónustuna fyrir börnin og færa hana í auknum mæli inn í skólaumhverfið. Þjónusta, virðing og skilningur Í borg eins og Reykjavík eiga fjölskyldur á öllum aldri að geta treyst á aðgengilega, stafræna og góða þjónustu. Hér skortir ekkert til að geta boðið upp á framúrskarandi þjónustu og þar á ávallt að endurspeglast virðing fyrir og skilningur á þörfum fólks. Aldraðir og þau sem glíma við hreyfihömlun eiga að geta treyst fyllilega á þjónustu borgarinnar og við eigum jafnframt að sjá til þess að fólk geti búið eins lengi heima hjá sér og það vill og getur. Eftir það eiga hjúkrunarheimilin að taka fólki opnum örmum án þess að það þurfi að bíða eftir plássi með tilheyrandi óvissu og álagi. Mikil og góð vinna hefur farið fram á sviði velferðarmála síðustu misseri og heimsfaraldurinn hefur haft þau áhrif að margar nýjungar þróast hratt. Fjölbreytt mannlíf þarf fjölbreyttar samgöngur Reykjavík til framtíðar á að vera fjölbreytt, græn og skilvirk. Borgarlínan mun gera að verkum að almenningssamöngur verða að auðveldum og raunhæfum kosti. Vitaskuld þurfum við gott vegakerfi fyrir fólk sem notar einkabílinn til að komast milli staða. En það er brýnt að styðja við fjölbreyttari ferðamáta – íbúar borgarinnar eiga að hafa frelsið til að velja hvað hentar þeim best. Hjólastígar borgarinnar eiga að vera fyrsta flokks, auk þess sem áframhaldandi þétting byggðar á að vera í forgangi. Reykjavík á að vera borg sem leggur áherslu á þjónustu í nærumhverfi borgaranna sem geta sótt helstu þjónustu í sínu hverfi. Grenndarstöðin þín á að vera handan við hornið, snyrtileg og í samræmi við umhverfi sitt. Þá er samræmd sorphirða á höfuðborgarsvæðinu á næsta leiti og í henni munu felast margvísleg tækifæri. Stafræn þjónusta eykur lífsgæði okkar Stafræn tækni er þjónusta sem getur einfaldað líf borgarbúa til muna og aukið þannig lífsgæði þeirra. Þess vegna höfum við stigið stór skref í átt stafrænnar þjónustu á undanförnum misserum og er sú vegferð rétt að byrja. Það er í stutt í það að hægt verði að sækja rafrænt um skólaþjónustu, leikskóla og stuðningsþjónustu. Þess má einnig geta að nýlega vann borgin til verðlauna fyrir nýtt stafrænt umsóknarferli fjárhagsaðstoðar. Hluti af því að það sé gott að búa í borg er að það sé gott að vinna þar. Til þess að Reykjavík sé aðlaðandi og eftirsóknarverð borg þurfum við að styðja við þarfir atvinnulífsins. Þess vegna finnst mér brýnt að stuðla að einfaldara regluverki með góðu aðgengi að stjórnsýslu sem þjónustar fólk í stað þess að flækja líf þess. Borgin sem við elskum Reykjavík á að vera borg sem fólk elskar að búa í. Borg með iðandi mannlífi þar sem sköpunargleði fólks, innblástur og frjáls hugsun fær að njóta sín. Borg sem býður upp á fjölbreytt atvinnutækifæri og samgöngur í heimsklassa og veitir íbúum framúrskarandi góða þjónustu á öllum sviðum. Hlutverk borgaryfirvalda er því að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að blómstra á sínum forsendum. Það er borgin sem ég vil halda áfram að skapa. Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala og er óhrætt við að fara nýjar leiðir í því augnamiði að bæta líf borgarbúa. Ég vil vera í þeirri forystu áfram og leita því eftir stuðningi í prófkjöri flokksins. Það eru spennandi vikur framundan sem ég mun nýta vel til að kynna hugsjónir okkar og stefnumál. Saman munum við halda áfram að skapa aðlaðandi, fallega og eftirsóknarverða borg til framtíðar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar