Földu hernaðarleyndarmál í samloku og tyggjópakka og reyndu að selja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. febrúar 2022 08:25 Hjónin reyndu að selja hernaðarleyndarmál sem sneru að kjarnorkukafbátum. Oscar Sosa/U.S. Navy via Getty Images Bandarísk hjón hafa verið dæmd í fangelsi fyrir að hafa reynt að selja hernaðarleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta til erlends ríkis. Eiginmaðurinn faldi gagnakort sem geymdi trúnaðarskjöl meðal annars inn í samloku og tyggjópakka. Hinn 42 ára Jonathan Toebbe, sérfræðingur í kjarnorkuknúnum kafbátum hjá bandaríska sjóhernum lýsti sig sekan fyrr í vikunni og mun hann þurfa að sitja í fangelsi næstu tólf til sautján árin. Eiginkona hans, hin 46 ára gamla Diane Tobbe, játaði að hafa aðstoðað hann við að skila gögnunum af sér og mun hún þurfa að þola þriggja ára fangelsisdóm. Toebbe var sakaður um að hafa reynt að selja erlendu ríki hernaðarleyndarmál um kjarnorkuknúna kafbáta Bandaríkjahers. Hann átti í samskiptum við mann sem Toebbe taldi vera útsendara erlends ríkis, en var í raun útsendari FBI, Bandarísku alríkislögreglunnar. Rannsakendur komust að því að Toebbe hafði árum saman safnað upplýsingum saman, alltaf í smáum skömmtum í einu, og smyglað þeim úr vinunni. Eiginkona hans var sakfelld fyrir að hafa aðstoðað hann við að koma gögnum frá sér. Var hún á varðbergi er eiginmaðurinn skildi gögnin eftir á fyrirfram ákveðnum stöðum svo útsendarinn, sem var í raun útsendari FBI, gæti nálgast þau. Á vef CBS í Bandaríkjunum kemur fram að þau hafi komið gögnunum fyrir á gagnakorti og sett það inn í hnetusmjörssamloku og tyggjópakka og skilið þau eftir á vissum stöðum. Bandaríkin Hernaður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Hinn 42 ára Jonathan Toebbe, sérfræðingur í kjarnorkuknúnum kafbátum hjá bandaríska sjóhernum lýsti sig sekan fyrr í vikunni og mun hann þurfa að sitja í fangelsi næstu tólf til sautján árin. Eiginkona hans, hin 46 ára gamla Diane Tobbe, játaði að hafa aðstoðað hann við að skila gögnunum af sér og mun hún þurfa að þola þriggja ára fangelsisdóm. Toebbe var sakaður um að hafa reynt að selja erlendu ríki hernaðarleyndarmál um kjarnorkuknúna kafbáta Bandaríkjahers. Hann átti í samskiptum við mann sem Toebbe taldi vera útsendara erlends ríkis, en var í raun útsendari FBI, Bandarísku alríkislögreglunnar. Rannsakendur komust að því að Toebbe hafði árum saman safnað upplýsingum saman, alltaf í smáum skömmtum í einu, og smyglað þeim úr vinunni. Eiginkona hans var sakfelld fyrir að hafa aðstoðað hann við að koma gögnum frá sér. Var hún á varðbergi er eiginmaðurinn skildi gögnin eftir á fyrirfram ákveðnum stöðum svo útsendarinn, sem var í raun útsendari FBI, gæti nálgast þau. Á vef CBS í Bandaríkjunum kemur fram að þau hafi komið gögnunum fyrir á gagnakorti og sett það inn í hnetusmjörssamloku og tyggjópakka og skilið þau eftir á vissum stöðum.
Bandaríkin Hernaður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira