Sökuð um spillingu í upphafi Covid farsóttarinnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. febrúar 2022 14:30 Isabel Díaz Ayuso, forseti heimastjórnarinnar í Madrid GettyImages Forseti heimastjórnarinnar í Madrid er sökuð um að hafa látið heilbrigðisyfirvöld í höfuðborginni kaupa sóttvarnagrímur fyrir andvirði 200 milljónir króna af fyrirtæki besta vinar síns og bróður síns og fullyrt er að bróðir hennar hafi hagnast um andvirði 40 milljóna króna á viðskiptunum. Isabel Díaz Ayuso er forseti heimastjórnarinnar í Madrid, höfuðborg Spánar, og einn vinsælasti, en jafnframt umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hún er talin líklegt formannsefni Lýðflokksins, sem er stærsti hægri flokkur Spánar og þar með forsætisráðherraefni flokksins. Bróðir forsetans hagnaðist um milljónir á samningi um sóttvarnagrímur Fjölmiðlar á Spáni upplýstu hins vegar í vikunni að heilbrigðisyfirvöld í Madrid hefðu fyrir tveimur árum gert samning við lítið fyrirtæki um kaup á sóttvarnargrímum fyrir eina og hálfa milljón evra, andvirði rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. Og þessi samningur gæti hæglega orðið banabiti Ayuso í spænskum stjórnmálum. Meinið er nefnilega að eigandi fyrirtækisins er æskuvinur Ayuso og í þokkabót var upplýst að bróðir Ayuso hefði þénað rúmlega 280 þúsund evrur á samningnum í umboðslaun, andvirði 40 milljóna íslenskra króna, en hann er stór hluthafi í fyrirtækinu. Fyrirtæki æskufélagans hefur aldrei nokkurn tímann höndlað með varning sem tengist heilbrigðismálum eða sóttvörnum og það hefur heldur aldrei áður átt nokkur viðskipti við stjórnvöld í Madrid. Allt þar til 1. apríl árið 2020 þegar farsóttin var í hámarki. Og aldrei síðan. Viðurkennir gjörninginn Ayuso viðurkennir að kaupin hafi átt sér stað og að bróðir hennar og æskufélagi hennar hafi þénað á samningnum, en hún þvertekur fyrir að hún hafi aðhafst nokkuð ólöglegt. Menn spyrja sig hins vegar hvernig standi á því að heilbrigðisyfirvöld í Madrid geri upp úr þurru samning við fyrirtæki frá litlu fimm þúsund manna þorpi, sem sé fyrir hreina tilviljun heimabær forseta Madridstjórnarinnar og æskufélaga hennar. Formaður flokksins setur spurningamerki við siðferði Ayuso Vegna þessa máls ríkir nú opið stríð á milli Ayuso og Pablo Casado, formanns Lýðflokksins. Casado hefur nefnilega tekið undir ásakanirnar, og hann krefur Ayuso um skýringar á þessum viðskiptum. Hann segist ekki geta fullyrt neitt um hvort Ayuso hafi gerst brotleg við lög, en að hægt sé að setja mörg og stór spurningamerki við siðferðið á bak við slíkan samning og slík viðskipti. Casado spurði þeirrar siðferðilegu spurningar í sjónvarpsviðtali í gær, sem margir Spánverjar spyrja sig um þessar mundir, hvernig hægt sé að gera svona samning þar sem bróðir Ayuso hagnist um andvirði 40 milljóna króna, sama dag og Covid farsóttin sé í algleymi og 700 Spánverjar týni lífi daglega. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Isabel Díaz Ayuso er forseti heimastjórnarinnar í Madrid, höfuðborg Spánar, og einn vinsælasti, en jafnframt umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hún er talin líklegt formannsefni Lýðflokksins, sem er stærsti hægri flokkur Spánar og þar með forsætisráðherraefni flokksins. Bróðir forsetans hagnaðist um milljónir á samningi um sóttvarnagrímur Fjölmiðlar á Spáni upplýstu hins vegar í vikunni að heilbrigðisyfirvöld í Madrid hefðu fyrir tveimur árum gert samning við lítið fyrirtæki um kaup á sóttvarnargrímum fyrir eina og hálfa milljón evra, andvirði rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. Og þessi samningur gæti hæglega orðið banabiti Ayuso í spænskum stjórnmálum. Meinið er nefnilega að eigandi fyrirtækisins er æskuvinur Ayuso og í þokkabót var upplýst að bróðir Ayuso hefði þénað rúmlega 280 þúsund evrur á samningnum í umboðslaun, andvirði 40 milljóna íslenskra króna, en hann er stór hluthafi í fyrirtækinu. Fyrirtæki æskufélagans hefur aldrei nokkurn tímann höndlað með varning sem tengist heilbrigðismálum eða sóttvörnum og það hefur heldur aldrei áður átt nokkur viðskipti við stjórnvöld í Madrid. Allt þar til 1. apríl árið 2020 þegar farsóttin var í hámarki. Og aldrei síðan. Viðurkennir gjörninginn Ayuso viðurkennir að kaupin hafi átt sér stað og að bróðir hennar og æskufélagi hennar hafi þénað á samningnum, en hún þvertekur fyrir að hún hafi aðhafst nokkuð ólöglegt. Menn spyrja sig hins vegar hvernig standi á því að heilbrigðisyfirvöld í Madrid geri upp úr þurru samning við fyrirtæki frá litlu fimm þúsund manna þorpi, sem sé fyrir hreina tilviljun heimabær forseta Madridstjórnarinnar og æskufélaga hennar. Formaður flokksins setur spurningamerki við siðferði Ayuso Vegna þessa máls ríkir nú opið stríð á milli Ayuso og Pablo Casado, formanns Lýðflokksins. Casado hefur nefnilega tekið undir ásakanirnar, og hann krefur Ayuso um skýringar á þessum viðskiptum. Hann segist ekki geta fullyrt neitt um hvort Ayuso hafi gerst brotleg við lög, en að hægt sé að setja mörg og stór spurningamerki við siðferðið á bak við slíkan samning og slík viðskipti. Casado spurði þeirrar siðferðilegu spurningar í sjónvarpsviðtali í gær, sem margir Spánverjar spyrja sig um þessar mundir, hvernig hægt sé að gera svona samning þar sem bróðir Ayuso hagnist um andvirði 40 milljóna króna, sama dag og Covid farsóttin sé í algleymi og 700 Spánverjar týni lífi daglega.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. 5. maí 2021 13:33