Í tilkynningunni segir að hún muni halda áfram að sinna einföldum verkefnum sínum innan hallarinnar á meðan veikindin eru ekki alvarlegri.
Hún verður þó undir lækniseftirliti í höllinni.
Breska ríkisútvarpið segir að drottningin hafi verið í samskiptum við elsta son sinn, Karl Bretaprins, skömmu áður en hann greindist með veiruna í síðustu viku.
Drottningin er orðin 95 ára gömul og fagnaði þeim áfanga fyrr í mánuðinum að hafa verið drottning í heil 70 ár.