Biðlista barna burt Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 21. febrúar 2022 09:01 Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um langa biðlista barna eftir greiningu og meðferð hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð [ÞHM], Ráðgjafar- og greiningarstöð [RGS] og fleirum, samtals hátt í 2000 börn sem mörg hver þurfa að bíða 12 mánuði og jafnvel mun lengur. Vandamálið er hreint ekki nýtt af nálinni og undið verulega upp á sig síðustu ár. Sem dæmi fjölgaði börnum á biðlista eftir greiningu hjá ÞHM árið 2021 úr 600 í 800 eða um þriðjung. Svipað hlutfall og var 2020 og 2019. Í fréttum RÚV 15. febrúar útlistaði Ágústa Ingibjörg Arnardóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði sem sérhæfir sig í greiningu og meðferð barna og unglinga, vel hversu alvarlegt vandamálið er og um leið hversu hratt það stigmagnast samhliða sífellt vaxandi biðlistum. Hér má öllum ljóst vera að grípa þarf inn í og það hratt. Hrósum því sem vel er gert Undir lok síðasta árs kynnti Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins [HH] að á nýju ári taki til starfa Geðheilsumiðstöð barna sem þjónusta eigi börn og fjölskyldur á landsvísu: „Miðstöðin mun sameina þjónustu sem Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga veita í dag.“ Þegar mun vera búið að tryggja miðstöðinni rekstrargrundvöll. Jafnframt tilkynnti fyrrum ráðherra heilbrigðismála síðasta haust að ráðstafa skyldi 75 milljónum til ÞHM fyrir átaksverkefni svo stytta megi fyrrnefnda biðlista. Sem formaður ADHD samtakanna og málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál hlýt ég því að spyrja sjálfan mig af hverju ég dansi ekki stríðsdans á götum úti öllu þessu til heilla? Bölið liggur í biðinni Í fyrrnefndu viðtali var hreint engin tilviljun að Ágústa Ingibjörg ítrekaði þann vanda sem fylgir sífellt vaxandi biðlistum. Orsökina sagði hún réttilega tengjast að hluta yfirstandandi faraldri og jafnframt að vart sé á allra færi að greiða fyrir greiningu úr eigin vasa. Fleira kemur eflaust til, en eftir stendur sú blákalda staðreynd að stærsti vandinn liggi í tilvist sjálfra biðlistanna. Ef langvarandi og sívaxandi biðlistar verða ekki tæklaðir af hörku og með hraði þá margfaldist vandamálið eins og jarðskjálftar samkvæmt Richter skala. En bíðum við – var ég ekki rétt i þessu að tala um nýtt fjármagn fyrir Geðheilsumiðstöð barna? Jú, mikið rétt, en samkvæmt viðmælendum mínum meðal fagfólks í heilbrigðisgeiranum er því fjármagni fyrst og fremst ætlað að nýtast fyrir meðferðarúrræði, ekki greiningar. Hvað þá með heilar 75 milljónir til átaks vegna greininga? Fyrir það fyrsta er hér um skammtímafjármagn að ræða, sem hent var inn korteri fyrir kosningar 2021. Engin plön virðast uppi varðandi áframhaldandi stuðning. Að auki rímar sú auma staðreynd því miður við orð minna sömu viðmælenda: Undanfarin ár hefur viðhorf starfsmanna innan stjórnsýslunnar einkennst af efa um nauðsyn þessara greininga. Fyrir vikið hafi þessi hluti starfsemi ÞHM, RGS og fleiri aðila verið undirfjármögnuð um langt skeið. Í því ljósi er vart að undra hve alvarleg staðan er orðin í dag. Heitum á nýjan ráðherra Ágæti Willum Þór, þetta er ekkert flókið: Hvað þessi mál varðar er margt gott í pípunum. Án þess að tækla biðlistana af krafti mun þó hratt frjósa fast og stefna í frekari óefni. Fórnarlömb þess fimbulveturs yrðu sem fyrr börn vors lands og framtíðarþegnar. Skiptum um kúrs áður en svo verður. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað um langa biðlista barna eftir greiningu og meðferð hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð [ÞHM], Ráðgjafar- og greiningarstöð [RGS] og fleirum, samtals hátt í 2000 börn sem mörg hver þurfa að bíða 12 mánuði og jafnvel mun lengur. Vandamálið er hreint ekki nýtt af nálinni og undið verulega upp á sig síðustu ár. Sem dæmi fjölgaði börnum á biðlista eftir greiningu hjá ÞHM árið 2021 úr 600 í 800 eða um þriðjung. Svipað hlutfall og var 2020 og 2019. Í fréttum RÚV 15. febrúar útlistaði Ágústa Ingibjörg Arnardóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði sem sérhæfir sig í greiningu og meðferð barna og unglinga, vel hversu alvarlegt vandamálið er og um leið hversu hratt það stigmagnast samhliða sífellt vaxandi biðlistum. Hér má öllum ljóst vera að grípa þarf inn í og það hratt. Hrósum því sem vel er gert Undir lok síðasta árs kynnti Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins [HH] að á nýju ári taki til starfa Geðheilsumiðstöð barna sem þjónusta eigi börn og fjölskyldur á landsvísu: „Miðstöðin mun sameina þjónustu sem Þroska og hegðunarstöð, Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd og nýtt meðferðarteymi fyrir börn og unglinga veita í dag.“ Þegar mun vera búið að tryggja miðstöðinni rekstrargrundvöll. Jafnframt tilkynnti fyrrum ráðherra heilbrigðismála síðasta haust að ráðstafa skyldi 75 milljónum til ÞHM fyrir átaksverkefni svo stytta megi fyrrnefnda biðlista. Sem formaður ADHD samtakanna og málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál hlýt ég því að spyrja sjálfan mig af hverju ég dansi ekki stríðsdans á götum úti öllu þessu til heilla? Bölið liggur í biðinni Í fyrrnefndu viðtali var hreint engin tilviljun að Ágústa Ingibjörg ítrekaði þann vanda sem fylgir sífellt vaxandi biðlistum. Orsökina sagði hún réttilega tengjast að hluta yfirstandandi faraldri og jafnframt að vart sé á allra færi að greiða fyrir greiningu úr eigin vasa. Fleira kemur eflaust til, en eftir stendur sú blákalda staðreynd að stærsti vandinn liggi í tilvist sjálfra biðlistanna. Ef langvarandi og sívaxandi biðlistar verða ekki tæklaðir af hörku og með hraði þá margfaldist vandamálið eins og jarðskjálftar samkvæmt Richter skala. En bíðum við – var ég ekki rétt i þessu að tala um nýtt fjármagn fyrir Geðheilsumiðstöð barna? Jú, mikið rétt, en samkvæmt viðmælendum mínum meðal fagfólks í heilbrigðisgeiranum er því fjármagni fyrst og fremst ætlað að nýtast fyrir meðferðarúrræði, ekki greiningar. Hvað þá með heilar 75 milljónir til átaks vegna greininga? Fyrir það fyrsta er hér um skammtímafjármagn að ræða, sem hent var inn korteri fyrir kosningar 2021. Engin plön virðast uppi varðandi áframhaldandi stuðning. Að auki rímar sú auma staðreynd því miður við orð minna sömu viðmælenda: Undanfarin ár hefur viðhorf starfsmanna innan stjórnsýslunnar einkennst af efa um nauðsyn þessara greininga. Fyrir vikið hafi þessi hluti starfsemi ÞHM, RGS og fleiri aðila verið undirfjármögnuð um langt skeið. Í því ljósi er vart að undra hve alvarleg staðan er orðin í dag. Heitum á nýjan ráðherra Ágæti Willum Þór, þetta er ekkert flókið: Hvað þessi mál varðar er margt gott í pípunum. Án þess að tækla biðlistana af krafti mun þó hratt frjósa fast og stefna í frekari óefni. Fórnarlömb þess fimbulveturs yrðu sem fyrr börn vors lands og framtíðarþegnar. Skiptum um kúrs áður en svo verður. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun