Þynningarsvæði – svæðisskipulag – Hafnarfjörður Ólafur Ingi Tómasson, Lovísa Björg Traustadóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson skrifa 21. febrúar 2022 08:30 Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Þynningarsvæðið sem hefur tengst starfsleyfi álversins í Straumsvík um árabil var bæði víðfeðmt og íþyngjandi varðandi uppbyggingu í Hafnarfirði og náði yfir stærsta hluta iðnaðarsvæðisins austan Reykjanesbrautar og nánast allt landssvæði Óttarstaða sunnan Straumsvíkur. Í nýútgefnu starfsleyfi Umhverfisstofnunar til álversins er þynningarsvæðið fellt út, reyndar höfum við í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar lagt fram margar tillögur og bókanir í þá átt. Skipulags- og byggingarráð samþykkti árið 2019 að ráða ReSource, sérfræðinga í umhverfismálum til að meta mengun frá álverinu og skila tillögu um þörf og umfangi á þynningar- og öryggissvæði vegna álversins í Straumsvík. Í stuttu máli var það niðurstaða ReSource að engin grundvöllur væri fyrir þynningarsvæði ásamt því sem öryggissvæðið var minnkað umtalsvert. Á grunni þessa og því að fyrirtækin sjálf eru ábyrg fyrir því að valda ekki mengun út fyrir lóðamörk, felldi Umhverfisstofnun þynningarsvæðið út í nýútgefnu starfsleyfi. Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar fylgdi í kjölfarið þar sem þynningarsvæðið er fellt út og nýtt öryggissvæði er afmarkað. Svæðiskipulag og aðalskipulag Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þenslumörk byggðar eru ákveðin til ársins 2040, stefnan sett á þéttingu byggðar ásamt styrkingu almenningssamgangna. Svæðisskipulagið og aðalskipulag Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu íbúða í Skarðshlíð, Hamranesi, Áslandi 4 og Vatnshlíð. Uppbygging í Skarðshlíð er langt á veg komin, Hamranesið fer vel af stað og búið er að samþykkja deiliskipulag í Áslandi 4. Fjöldi íbúða í þessum hverfum er um 3.400. Þétting byggðar sem er ein af meginforsendum svæðisskipulagsins er í góðum farvegi, uppbygging á Hraunum Vestur fer af stað á vormánuðum, en þar er gert ráð fyrir um alls 2.700 íbúðum á því svæði í heild. Deiliskipulag á Óseyrarsvæði er í vinnslu en þar verða um 900 íbúðir á öllu skipulagssvæði Flensborgar- og Óseyrarsvæðis. Fyrirséð er að framboð á íbúðum verður í Hafnarfirði samkvæmt því sem ofan er talið fyrir um 15.000 íbúa. Önnur vannýtt svæði hafa verið til skoðunar en ekkert ákveðið í þeim efnum enda mun sú uppbygging og þétting byggðar verða á forsendum íbúa og lóðarhafa þeirra svæða sem koma til greina um uppbyggingu á hugsanlegum þéttingarreitum. Framtíð uppbyggingar í Hafnarfirði Áðurnefnt svæðisskipulag sem er framar aðalskipulagi gerir ráð fyrir að um 66% íbúðabyggðar verði innan samgöngumiðaða þróunarsvæða, dæmi um slík svæði eru Hraun Vestur og Óseyrarsvæði. Við Hafnfirðingar þurfum að huga að öðrum nýbyggingarsvæðum til framtíðar. Þynningarsvæðið er ekki lengur til trafala og því mætti t.d. endurskoða nýtingu Óttarstaðalands þar sem nú er gert ráð fyrir í aðalskipulagi svæði undir stórskipahöfn fyrir allt Faxaflóasvæðið og Lónakot sem er vestur af landi Óttarstaða, ásamt því að teygja okkur í átt til Suðurnesja meðfram Reykjanesbraut. Landrými er við Krýsuvíkurveg ofan við iðnaðarsvæðin. Öll þessi svæði eru utan þenslumarka svæðisskipulagsins sem gildir til 2040 og því þyrfti samþykki svæðisskipulagsnefndar og allra sveitarfélaga sem standa að svæðisskipulaginu eigi að færa inn nýtingu þessara svæða til íbúðabyggðar í aðalskipulag. Ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið í þessum efnum og við getum sagt: við í Hafnarfirði erum klár í það verkefni. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs Lovísa Björg Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að svokallað „þynningarsvæði“ hverfi nú af aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Innan þess svæðis hefur hvorki verið heimilt að vera með íbúðir/gistingu eða matvælavinnslu. Þynningarsvæðið sem hefur tengst starfsleyfi álversins í Straumsvík um árabil var bæði víðfeðmt og íþyngjandi varðandi uppbyggingu í Hafnarfirði og náði yfir stærsta hluta iðnaðarsvæðisins austan Reykjanesbrautar og nánast allt landssvæði Óttarstaða sunnan Straumsvíkur. Í nýútgefnu starfsleyfi Umhverfisstofnunar til álversins er þynningarsvæðið fellt út, reyndar höfum við í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar lagt fram margar tillögur og bókanir í þá átt. Skipulags- og byggingarráð samþykkti árið 2019 að ráða ReSource, sérfræðinga í umhverfismálum til að meta mengun frá álverinu og skila tillögu um þörf og umfangi á þynningar- og öryggissvæði vegna álversins í Straumsvík. Í stuttu máli var það niðurstaða ReSource að engin grundvöllur væri fyrir þynningarsvæði ásamt því sem öryggissvæðið var minnkað umtalsvert. Á grunni þessa og því að fyrirtækin sjálf eru ábyrg fyrir því að valda ekki mengun út fyrir lóðamörk, felldi Umhverfisstofnun þynningarsvæðið út í nýútgefnu starfsleyfi. Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar fylgdi í kjölfarið þar sem þynningarsvæðið er fellt út og nýtt öryggissvæði er afmarkað. Svæðiskipulag og aðalskipulag Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins var samþykkt af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þenslumörk byggðar eru ákveðin til ársins 2040, stefnan sett á þéttingu byggðar ásamt styrkingu almenningssamgangna. Svæðisskipulagið og aðalskipulag Hafnarfjarðar gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu íbúða í Skarðshlíð, Hamranesi, Áslandi 4 og Vatnshlíð. Uppbygging í Skarðshlíð er langt á veg komin, Hamranesið fer vel af stað og búið er að samþykkja deiliskipulag í Áslandi 4. Fjöldi íbúða í þessum hverfum er um 3.400. Þétting byggðar sem er ein af meginforsendum svæðisskipulagsins er í góðum farvegi, uppbygging á Hraunum Vestur fer af stað á vormánuðum, en þar er gert ráð fyrir um alls 2.700 íbúðum á því svæði í heild. Deiliskipulag á Óseyrarsvæði er í vinnslu en þar verða um 900 íbúðir á öllu skipulagssvæði Flensborgar- og Óseyrarsvæðis. Fyrirséð er að framboð á íbúðum verður í Hafnarfirði samkvæmt því sem ofan er talið fyrir um 15.000 íbúa. Önnur vannýtt svæði hafa verið til skoðunar en ekkert ákveðið í þeim efnum enda mun sú uppbygging og þétting byggðar verða á forsendum íbúa og lóðarhafa þeirra svæða sem koma til greina um uppbyggingu á hugsanlegum þéttingarreitum. Framtíð uppbyggingar í Hafnarfirði Áðurnefnt svæðisskipulag sem er framar aðalskipulagi gerir ráð fyrir að um 66% íbúðabyggðar verði innan samgöngumiðaða þróunarsvæða, dæmi um slík svæði eru Hraun Vestur og Óseyrarsvæði. Við Hafnfirðingar þurfum að huga að öðrum nýbyggingarsvæðum til framtíðar. Þynningarsvæðið er ekki lengur til trafala og því mætti t.d. endurskoða nýtingu Óttarstaðalands þar sem nú er gert ráð fyrir í aðalskipulagi svæði undir stórskipahöfn fyrir allt Faxaflóasvæðið og Lónakot sem er vestur af landi Óttarstaða, ásamt því að teygja okkur í átt til Suðurnesja meðfram Reykjanesbraut. Landrými er við Krýsuvíkurveg ofan við iðnaðarsvæðin. Öll þessi svæði eru utan þenslumarka svæðisskipulagsins sem gildir til 2040 og því þyrfti samþykki svæðisskipulagsnefndar og allra sveitarfélaga sem standa að svæðisskipulaginu eigi að færa inn nýtingu þessara svæða til íbúðabyggðar í aðalskipulag. Ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið í þessum efnum og við getum sagt: við í Hafnarfirði erum klár í það verkefni. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs Lovísa Björg Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingaráði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun