Húsnæðismarkaður í heljargreipum borgarlínu Baldur Borgþórsson skrifar 21. febrúar 2022 11:00 Fyrir hartnær fjórum árum voru fögur fyrirheit gefin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Nú skyldi einblínt á hagkvæmt húsnæði fyrir alla. Nú skyldi öllum gert kleift að kaupa sér húsnæði - heimili á viðráðanlegu verði. Fjögur ár eru senn liðin og afraksturinn blasir við: Neyðarástand ríkir á húsnæðismarkaði borgarinnar sem aldrei fyrr. Sem dæmi er að verð á eins herbergis íbúðum upp á 30 til 40 fermetra komið yfir 40 milljónir og slíkar íbúðir stoppa afar stutt. Hvort heldur téðar íbúðir eru á Hverfisgötu eða í Úlfarsárdal, gildir einu eins og nýleg dæmi sanna. Skiljanlega spyrja margir sig hvað varð um hagkvæma húsnæðið sem núverandi valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur boðuðu með pomp og pragt í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga? Skýringin er í raun einföld. Um húsnæðismarkað gilda sömu lögmál og gilda um alla aðra markaði. Framboð og eftirspurn þarf að vera í jafnvægi. Besta staðan fyrir kaupendur er að framboð sé ívið meira en eftirspurn. Þannig er tryggt að verð haldist í jafnvægi. Snemma á yfirstandandi kjörtímabili sáust þess skýr merki að fögur fyrirheit valdhafa voru orðin tóm. Hver hugmyndin á fætur annarri um uppbyggingu þúsunda íbúða í efri byggðum borgarinnar þar sem nóg er plássið, voru slegnar út af borðinu. Oftar en ekki með þeim rökum ,,að slík uppbygging samræmist ekki áformum um borgarlínu.“ Húsnæðismarkaður borgarinnar er því í heljargreipum borgarlínu og þeirra sem að henni standa, núverandi valdhafa Ráðhússins. Það sem veldur mestum ugg er að borgarstjóri talar enn eins og allt sé í himnalagi - að árangur undanfarinna fjögurra ára sé stórkostlegur..... Höfundur er varaborgarfulltrúi og gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Skipulag Borgarlína Samgöngur Baldur Borgþórsson Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir hartnær fjórum árum voru fögur fyrirheit gefin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Nú skyldi einblínt á hagkvæmt húsnæði fyrir alla. Nú skyldi öllum gert kleift að kaupa sér húsnæði - heimili á viðráðanlegu verði. Fjögur ár eru senn liðin og afraksturinn blasir við: Neyðarástand ríkir á húsnæðismarkaði borgarinnar sem aldrei fyrr. Sem dæmi er að verð á eins herbergis íbúðum upp á 30 til 40 fermetra komið yfir 40 milljónir og slíkar íbúðir stoppa afar stutt. Hvort heldur téðar íbúðir eru á Hverfisgötu eða í Úlfarsárdal, gildir einu eins og nýleg dæmi sanna. Skiljanlega spyrja margir sig hvað varð um hagkvæma húsnæðið sem núverandi valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur boðuðu með pomp og pragt í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga? Skýringin er í raun einföld. Um húsnæðismarkað gilda sömu lögmál og gilda um alla aðra markaði. Framboð og eftirspurn þarf að vera í jafnvægi. Besta staðan fyrir kaupendur er að framboð sé ívið meira en eftirspurn. Þannig er tryggt að verð haldist í jafnvægi. Snemma á yfirstandandi kjörtímabili sáust þess skýr merki að fögur fyrirheit valdhafa voru orðin tóm. Hver hugmyndin á fætur annarri um uppbyggingu þúsunda íbúða í efri byggðum borgarinnar þar sem nóg er plássið, voru slegnar út af borðinu. Oftar en ekki með þeim rökum ,,að slík uppbygging samræmist ekki áformum um borgarlínu.“ Húsnæðismarkaður borgarinnar er því í heljargreipum borgarlínu og þeirra sem að henni standa, núverandi valdhafa Ráðhússins. Það sem veldur mestum ugg er að borgarstjóri talar enn eins og allt sé í himnalagi - að árangur undanfarinna fjögurra ára sé stórkostlegur..... Höfundur er varaborgarfulltrúi og gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar