Ísland ekki í næsta hópi HBO Max Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2022 09:26 WarnerMedia stefnir á að gera HBO Max aðgengilegt í 190 löndum fyrir lok ársins 2026. Getty/Jakub Porzycki Fimmtán Evrópulönd fá aðgang að streymisveitunni HBO Max þann 8. mars næstkomandi en þeirra á meðal eru Pólland, Portúgal, Rúmenía og Holland. Um leið verður streymisveita bandaríska afþreyingarrisans WarnerMedia aðgengileg á 61 landsvæði í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku en Ísland er ekki þeirra á meðal. Reuters greinir frá því að til standi að gera þjónustuna aðgengilega í sex Evrópulöndum til viðbótar síðar á þessu ári, þar á meðal í Grikklandi og Tyrklandi. Morgunblaðið greindi frá þessu fyrst íslenskra miðla. WarnerMedia hefur áður gefið út að til standi að opna streymisveituna hérlendis síðar á þessu ári en ekki hefur verið gefin út nein dagsetning. HBO Max verður ekki aðgengilegt íbúum í Bretlandi, Þýskalandi og á Ítalíu næstu árin vegna réttindasamninga WarnerMedia við breska fjölmiðlafyrirtækið Sky. Barist um áskrifendur HBO Max hóf innreið sína í Evrópu í október síðastliðnum og hóf leik á Spáni og hinum Norðurlöndunum. Víða hefur verið boðið upp á ýmis opnunartilboð til að draga að fólk sem hefur þegar gerst áskrifendur að öðrum alþjóðlegum streymisveitum á borð við Netflix og Disney+. Áskriftarverð HBO Max er misjafnt eftir mörkuðum en fyrstu áskrifendur í Portúgal munu greiða lækkað afsláttarverð svo lengi sem það heldur áskriftinni, að sögn Johannes Larcher, framkvæmdastjóra HBO Max International. Svo var ekki á Norðurlöndunum og Spáni. Larcher segir að HBO Max hafi skráð nærri átta milljónir nýja áskrifendur utan Bandaríkjanna á seinasta ári. Eitt stærsta verkefni HBO um þessar mundir er þáttaröðin House of the Dragon sem gerist í söguheimi Game of Thrones. Mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna en Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum seríunnar á vef IMDB. Auk þess að innihalda efni frá HBO eru kvikmyndir og þættir Warner Bros, DC, TBS og Cartoon Network aðgengilegt á streymisveitunni. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. 5. október 2021 11:28 Ísland skráð sem tökustaður í flestum þáttum A House of Dragons Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum House of the Dragon-þáttanna sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Það er samkvæmt vef IMDB en mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna. 15. febrúar 2022 14:46 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Um leið verður streymisveita bandaríska afþreyingarrisans WarnerMedia aðgengileg á 61 landsvæði í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku en Ísland er ekki þeirra á meðal. Reuters greinir frá því að til standi að gera þjónustuna aðgengilega í sex Evrópulöndum til viðbótar síðar á þessu ári, þar á meðal í Grikklandi og Tyrklandi. Morgunblaðið greindi frá þessu fyrst íslenskra miðla. WarnerMedia hefur áður gefið út að til standi að opna streymisveituna hérlendis síðar á þessu ári en ekki hefur verið gefin út nein dagsetning. HBO Max verður ekki aðgengilegt íbúum í Bretlandi, Þýskalandi og á Ítalíu næstu árin vegna réttindasamninga WarnerMedia við breska fjölmiðlafyrirtækið Sky. Barist um áskrifendur HBO Max hóf innreið sína í Evrópu í október síðastliðnum og hóf leik á Spáni og hinum Norðurlöndunum. Víða hefur verið boðið upp á ýmis opnunartilboð til að draga að fólk sem hefur þegar gerst áskrifendur að öðrum alþjóðlegum streymisveitum á borð við Netflix og Disney+. Áskriftarverð HBO Max er misjafnt eftir mörkuðum en fyrstu áskrifendur í Portúgal munu greiða lækkað afsláttarverð svo lengi sem það heldur áskriftinni, að sögn Johannes Larcher, framkvæmdastjóra HBO Max International. Svo var ekki á Norðurlöndunum og Spáni. Larcher segir að HBO Max hafi skráð nærri átta milljónir nýja áskrifendur utan Bandaríkjanna á seinasta ári. Eitt stærsta verkefni HBO um þessar mundir er þáttaröðin House of the Dragon sem gerist í söguheimi Game of Thrones. Mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna en Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum seríunnar á vef IMDB. Auk þess að innihalda efni frá HBO eru kvikmyndir og þættir Warner Bros, DC, TBS og Cartoon Network aðgengilegt á streymisveitunni.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. 5. október 2021 11:28 Ísland skráð sem tökustaður í flestum þáttum A House of Dragons Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum House of the Dragon-þáttanna sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Það er samkvæmt vef IMDB en mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna. 15. febrúar 2022 14:46 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
HBO Max kemur til Íslands á næsta ári Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári. 5. október 2021 11:28
Ísland skráð sem tökustaður í flestum þáttum A House of Dragons Ísland er skráð sem tökustaður í níu af tíu þáttum House of the Dragon-þáttanna sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Það er samkvæmt vef IMDB en mikil leynd hvílir yfir tökum þáttanna. 15. febrúar 2022 14:46