Borgarskipulag gegn félagslegri einangrun Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 12:01 Síðasta vor fékk ég miða inn um lúguna um að fólkið í götunni ætlaði að koma saman einn dag og tína rusl í nágrenninu. Ég viðurkenni að til að byrja með fannst mér þetta ekki hljóma neitt sérstaklega spennandi, en ég ákvað að mæta, ég átti nefnilega ruslatínslukló sem ég keypti einhverntímann af hvatvísi og hafði ekki verið notuð í annað en að stríða kettinum og ná smáhlutum undan sófanum. Ég hitti fólkið á tilgreindum samkomustað og við skiptum liði, hreinsuðum götuna og spjölluðum aðeins að því loknu. Þetta kann að hljóma ómerkilega, en það sem kom mér á óvart voru mín eigin tilfinningalegu viðbrögð við þessum atburðum. Ég upplfiði einhvers konar lífsfyllingu sem var mér áður ókunn. Að fara út og vinna að sameiginlegu markmiði með nágrönnunum, því sameiginlega markmiði að gera nærumhverfi okkar betra, er eitthvað sem hafði ekki verið reglulegur hluti af lífi mínu. Ég vissi ekki að þetta var það sem mig hafði vantað til að hrekja tómleikatilfinningu hversdagsins á brott. Ég áttaði mig líka á því að ég þekki nágranna mína ekki neitt. Ég var búin að búa í þessari götu í meira en ár og hafði aldrei séð þetta fólk áður. Margir lesendur kannast eflaust við einlægu gleðina sem fylgir því að hjálpa ókunnugum að losa bíl sem situr fastur í snjó. Þetta er ánægjan sem manneskjan finnur af því að lifa í samfélagi við aðra. Þetta er líka ánægjan sem manneskja í nútímasamfélagi skortir of oft. Við erum tengdari en við höfum nokkurn tímann verið, í gegn um netið, en samt erum við meira einmanna. Okkur er hætt við að einangrast inni í íbúðunum okkar, í bílunum okkar, við höfum jafnvel aldrei horft framan í nágranna okkar. Okkar daglega líf ýtir undir það að við einangrumst. Ég vil skapa borgarumhverfi sem eykur möguleika fólks á því að mynda tegsl við nærumhverfi sitt og fólkið í kring um sig. Ég er ekki að segja að lausnin sé endilega að fólk festi bílana sína í snjó eða ruslatínsla í borgarlandinu fari alfarið fram á þann hátt sem ég nefndi áðan, en ég held að lausnin liggi í þeim mörgu hlutum sem við getum gert til að gera borgarumhverfið manneskjuvænna. Til dæmis með efldum hverfiskjörnum þar sem fólk getur sótt þjónustu og samveru, með almannarýmum skipulögðum með það í huga að þar líði fólki þægilega og það geti hugsað sér að verja tíma sínum þar, með því að setja aðgengi fyrir öll í algjöran forgang, svo engin þurfi að einangrast og með því að gera fólki auðveldara fyrir að ferðast á tveimur jafnfljótum, með barnavagna, á hjóli, með almenningssamgöngum. Íslenska þjóðarsálin þjáist af eitruðu sjálfstæði, hún öskrar „ÉG GET SJÁLF“ í stað þess að biðja um hjálp, þó hún augljóslega geti ekki sjálf. Hugsanlega hefur þetta hugarfar átt einhvern þátt í að móta borgarskipulagið. Þessari menningu verður ekki breytt á einum degi, en ég trúi því að borgarumhverfi geti (og ætti!) verið hannað þannig að leið samfélagsins verði greidd að aukinni samvinnu og náungakærleik, enda er samfélag við aðra mannskepnunni lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir þrjósku þjóðarsálarinnar er þessi speki okkur alls ekki ókunn, eins og segir í Hávamálum: Ungur var eg forðum,fór eg einn saman,þá varð eg villur vega,auðigur þóttumster eg annan fann,maður er manns gaman. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Félagsmál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta vor fékk ég miða inn um lúguna um að fólkið í götunni ætlaði að koma saman einn dag og tína rusl í nágrenninu. Ég viðurkenni að til að byrja með fannst mér þetta ekki hljóma neitt sérstaklega spennandi, en ég ákvað að mæta, ég átti nefnilega ruslatínslukló sem ég keypti einhverntímann af hvatvísi og hafði ekki verið notuð í annað en að stríða kettinum og ná smáhlutum undan sófanum. Ég hitti fólkið á tilgreindum samkomustað og við skiptum liði, hreinsuðum götuna og spjölluðum aðeins að því loknu. Þetta kann að hljóma ómerkilega, en það sem kom mér á óvart voru mín eigin tilfinningalegu viðbrögð við þessum atburðum. Ég upplfiði einhvers konar lífsfyllingu sem var mér áður ókunn. Að fara út og vinna að sameiginlegu markmiði með nágrönnunum, því sameiginlega markmiði að gera nærumhverfi okkar betra, er eitthvað sem hafði ekki verið reglulegur hluti af lífi mínu. Ég vissi ekki að þetta var það sem mig hafði vantað til að hrekja tómleikatilfinningu hversdagsins á brott. Ég áttaði mig líka á því að ég þekki nágranna mína ekki neitt. Ég var búin að búa í þessari götu í meira en ár og hafði aldrei séð þetta fólk áður. Margir lesendur kannast eflaust við einlægu gleðina sem fylgir því að hjálpa ókunnugum að losa bíl sem situr fastur í snjó. Þetta er ánægjan sem manneskjan finnur af því að lifa í samfélagi við aðra. Þetta er líka ánægjan sem manneskja í nútímasamfélagi skortir of oft. Við erum tengdari en við höfum nokkurn tímann verið, í gegn um netið, en samt erum við meira einmanna. Okkur er hætt við að einangrast inni í íbúðunum okkar, í bílunum okkar, við höfum jafnvel aldrei horft framan í nágranna okkar. Okkar daglega líf ýtir undir það að við einangrumst. Ég vil skapa borgarumhverfi sem eykur möguleika fólks á því að mynda tegsl við nærumhverfi sitt og fólkið í kring um sig. Ég er ekki að segja að lausnin sé endilega að fólk festi bílana sína í snjó eða ruslatínsla í borgarlandinu fari alfarið fram á þann hátt sem ég nefndi áðan, en ég held að lausnin liggi í þeim mörgu hlutum sem við getum gert til að gera borgarumhverfið manneskjuvænna. Til dæmis með efldum hverfiskjörnum þar sem fólk getur sótt þjónustu og samveru, með almannarýmum skipulögðum með það í huga að þar líði fólki þægilega og það geti hugsað sér að verja tíma sínum þar, með því að setja aðgengi fyrir öll í algjöran forgang, svo engin þurfi að einangrast og með því að gera fólki auðveldara fyrir að ferðast á tveimur jafnfljótum, með barnavagna, á hjóli, með almenningssamgöngum. Íslenska þjóðarsálin þjáist af eitruðu sjálfstæði, hún öskrar „ÉG GET SJÁLF“ í stað þess að biðja um hjálp, þó hún augljóslega geti ekki sjálf. Hugsanlega hefur þetta hugarfar átt einhvern þátt í að móta borgarskipulagið. Þessari menningu verður ekki breytt á einum degi, en ég trúi því að borgarumhverfi geti (og ætti!) verið hannað þannig að leið samfélagsins verði greidd að aukinni samvinnu og náungakærleik, enda er samfélag við aðra mannskepnunni lífsnauðsynlegt. Þrátt fyrir þrjósku þjóðarsálarinnar er þessi speki okkur alls ekki ókunn, eins og segir í Hávamálum: Ungur var eg forðum,fór eg einn saman,þá varð eg villur vega,auðigur þóttumster eg annan fann,maður er manns gaman. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar