Þverpólitísk samstaða um viðbrögð í utanríkismálanefnd Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2022 12:11 Hreyfingar ungliða mótmæla aðgerðum Rússa fyrir utan sendiráð Rússlands í Berlín í Þýskalandi. Getty/ Omer Messinger Þverpólitísk sátt er í utanríkismálanefnd Alþingis um að fordæma aðgerðir Rússa gagnvart Úkraínu og að Íslendingar styðji þær refsiaðgerðir sem bandalagsþjóðir hafa samþykkt gegn Rússum. Vladimír Pútin Rússlandsforseti skellir sökinni af stöðunni algerlega á Vesturlönd og segist reiðubúinn til heiðarlegra viðræðna. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar í morgun þar sem meðal annars var rætt um stöðuna í Úkraínu. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður nefndarinnar, segir stöðuna í landinu mjög alvarlega þar sem brotið hafi verið á fullveldi Úkraínu. „Það sem er kannski mikilvægast er samstaða nefndarfólks og þingsins gagnvart þessum atburðum sem við erum að horfa framan í. Við stöndum með samfélagi þjóðanna að sjálfsögðu í viðbrögðum við þeim og leggjum okkar að mörkum þar,“ segir Bjarni. Rússar hafi brotið alþjóðalög og almenningur í Úkraínu verði möguleg fórnarlömb átaka. Nefndin muni funda aftur síðdegis eftir að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra væri komin heim til landsins af fundum með varnar- og utanríkisráðherrum í Evrópu. Bjarni Jónsson formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir mikilvægt að alger samstaða væri í nefndinni um viðbrögð gagnvart aðgerðum Rússa.alþingi „Ég legg áherslu á að geta átt strax fund með henni. Um leið og hún kemur til að fara yfir stöðuna og að hún geti deilt með okkur því sem hún hefur verið að fara yfir og að við getum ráðið í framhaldið,“ segir formaður utanríkismálanefndar. Pútín kennir Vesturlöndum um hvernig komið er Orrahríðin heldur áfram milli rússneskra og vestrænna ráðamanna en bæði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa slegið af fundi með Vladimir Putin Rússlandsforseta annars vegar og Sergey Lavrov utanríkisráðherra hins vegar. Segja fundina tilganglausa eftir að Rússar viðurkenndu sjálfstæði hinna svo kölluðu alþýðulýðvelda í austurhluta Úkraínu og ákváðu að senda hersveitir inn í landið. Ungverjar eru nánast eina ríkið innan Evrópusambandsins sem er með góð tengsl við Rússland og því hafa menn velt fyrir sér afstöðu þeirra í Úkraínudeilunni. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, tók af allan vafa í þeim efnum í dag þegar hann sagði Ungverja styðja fullveldi Úkraínu. Í færslu á Facebook sagði ráðherrann að Ungverjar muni styðja allar sameiginlegar refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi. Vladimir Putin segir Vesturlönd bera alla ábyrgð á stöðunni í Úkraínu þar sem þau hafi skotið skollaeyrum við öllum tillögum Rússa um uppbyggingu sameiginlegs öryggiskerfis.Getty/Kay Nietfeld Efri deild rússneska þingsins staðfesti samhljóða í morgun heimild til Putins til að beita rússneskum hersveitum utan Rússlands sem neðri deildin, eða Dúman, samþykkti í gær. Putin sagði í morgun að Vesturlönd hefðu hundsað tillögur Rússa um uppbyggingu gagnkvæms öryggis. Í sjónvarpsávarpi í tilefni Föðurlandsdagsins sagði Putin Rússa reiðubúna til heiðarlegra viðræðna og diplómatískra lausna á mjög flóknum viðfangsefnum. Alþingi Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum Yfirvöld í Úkraínu byrjuðu í morgun að kveðja 18 ára til sextuga menn í varalið hersins eftir að Vólódómír Selenskí, forseti, fyrirskipaði slíkt í gær. Rússar hafa flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu, á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og rúmlega það. 23. febrúar 2022 10:46 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar í morgun þar sem meðal annars var rætt um stöðuna í Úkraínu. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður nefndarinnar, segir stöðuna í landinu mjög alvarlega þar sem brotið hafi verið á fullveldi Úkraínu. „Það sem er kannski mikilvægast er samstaða nefndarfólks og þingsins gagnvart þessum atburðum sem við erum að horfa framan í. Við stöndum með samfélagi þjóðanna að sjálfsögðu í viðbrögðum við þeim og leggjum okkar að mörkum þar,“ segir Bjarni. Rússar hafi brotið alþjóðalög og almenningur í Úkraínu verði möguleg fórnarlömb átaka. Nefndin muni funda aftur síðdegis eftir að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra væri komin heim til landsins af fundum með varnar- og utanríkisráðherrum í Evrópu. Bjarni Jónsson formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir mikilvægt að alger samstaða væri í nefndinni um viðbrögð gagnvart aðgerðum Rússa.alþingi „Ég legg áherslu á að geta átt strax fund með henni. Um leið og hún kemur til að fara yfir stöðuna og að hún geti deilt með okkur því sem hún hefur verið að fara yfir og að við getum ráðið í framhaldið,“ segir formaður utanríkismálanefndar. Pútín kennir Vesturlöndum um hvernig komið er Orrahríðin heldur áfram milli rússneskra og vestrænna ráðamanna en bæði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa slegið af fundi með Vladimir Putin Rússlandsforseta annars vegar og Sergey Lavrov utanríkisráðherra hins vegar. Segja fundina tilganglausa eftir að Rússar viðurkenndu sjálfstæði hinna svo kölluðu alþýðulýðvelda í austurhluta Úkraínu og ákváðu að senda hersveitir inn í landið. Ungverjar eru nánast eina ríkið innan Evrópusambandsins sem er með góð tengsl við Rússland og því hafa menn velt fyrir sér afstöðu þeirra í Úkraínudeilunni. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, tók af allan vafa í þeim efnum í dag þegar hann sagði Ungverja styðja fullveldi Úkraínu. Í færslu á Facebook sagði ráðherrann að Ungverjar muni styðja allar sameiginlegar refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi. Vladimir Putin segir Vesturlönd bera alla ábyrgð á stöðunni í Úkraínu þar sem þau hafi skotið skollaeyrum við öllum tillögum Rússa um uppbyggingu sameiginlegs öryggiskerfis.Getty/Kay Nietfeld Efri deild rússneska þingsins staðfesti samhljóða í morgun heimild til Putins til að beita rússneskum hersveitum utan Rússlands sem neðri deildin, eða Dúman, samþykkti í gær. Putin sagði í morgun að Vesturlönd hefðu hundsað tillögur Rússa um uppbyggingu gagnkvæms öryggis. Í sjónvarpsávarpi í tilefni Föðurlandsdagsins sagði Putin Rússa reiðubúna til heiðarlegra viðræðna og diplómatískra lausna á mjög flóknum viðfangsefnum.
Alþingi Úkraína Rússland Utanríkismál Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum Yfirvöld í Úkraínu byrjuðu í morgun að kveðja 18 ára til sextuga menn í varalið hersins eftir að Vólódómír Selenskí, forseti, fyrirskipaði slíkt í gær. Rússar hafa flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu, á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og rúmlega það. 23. febrúar 2022 10:46 Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43 Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum Yfirvöld í Úkraínu byrjuðu í morgun að kveðja 18 ára til sextuga menn í varalið hersins eftir að Vólódómír Selenskí, forseti, fyrirskipaði slíkt í gær. Rússar hafa flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu, á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og rúmlega það. 23. febrúar 2022 10:46
Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. 23. febrúar 2022 07:43
Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20
Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02