Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Eld­haf við stóra olíu­vinnslu í Rúss­landi

Úkraínumenn gerðu í nótt umfangsmikla drónaárás á nokkur skotmörk í Rússlandi. Árásin beindist að mestu gegn skotmörkum í Ryazan og þá sérstaklega olíuvinnslu þar og orkuveri. Árás var einnig gerð á verksmiðju í Bryansk, þar sem íhlutir í rafmagnstæki og vopn eru framleiddir.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Með á­hyggjur af stöðu hag­kerfisins

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur sífellt meiri áhyggjur af stöðu hagkerfis Rússlands. Skortur á vinnuafli, verðbólga og háir stýrivextir hafa gert stöðuna erfiða, þó hagvöxtur mælist í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum

Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Friður eða svika­logn? Hilmari Þór Hilmars­syni, pró­fessor, svarað

Sæll Hilmar. Síðastliðinn sunnudag svaraðir þú grein minni „Hvers konar friður?“, þar sem ég innti þig svara varðandi málflutning þinn um NATO og stríðið í Úkraínu. Ég þakka fyrir svarið og fagna því að við séum greinilega sammála um að Ísland ætti aldrei að skrifa undir sambærilega samninga og þá sem Úkraínu stóð til boða vorið 2022.

Skoðun
Fréttamynd

Líkurnar á að öf­ga­hægrimaður verði kanslari fara vaxandi

Austurríki gæti lotið stjórn öfgahægrimanna í fyrsta skipti frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að leiðtogi Frelsisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð í vikunni. Hann reynir nú að mynda ríkisstjórn með flokki sem hét áður að vinna ekki með honum.

Erlent
Fréttamynd

Kyrr­setja skuggaskipið vegna slæms á­stands

Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar.

Erlent
Fréttamynd

Þor­gerður Katrín í Úkraínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, er í Úkraínu. Þangað fór hún í vinnuheimsókn og mun hún funda með ráðamönnum þar, kynna sér stöðu mála og árétta stuðning Íslands við varnarbaráttu landsins gegn innrás Rússa.

Innlent
Fréttamynd

Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk

Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Harm­leikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum

Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í hér um bil 3 ár sé miðað er við innrás Rússa inní Úkraínu 24. febrúar 2022, en í rúm 10 ár ef miðað er við yfirtöku Krímskagans 2014. Það er eðlilegt að margir spyrji spurninga um þetta stríð og Andri Þorvarðarson sendi mér nokkrar í grein á visir.is 1. janúar 2024 sem ég þakka honum fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Skiptast á 300 föngum

Rússland og Úkraína skiptust nýlega á 300 föngum. Þessu greindi varnarmálaráðuneyti Rússlands frá í dag. Sameinuðu arabísku furstadæmin stóðu fyrir milligöngu samningsins á milli ríkjanna en Rússland lét af hendi 150 úkraínska fanga í skiptum fyrir frelsi jafn margra rússneskra fanga.

Erlent
Fréttamynd

Orku­verð og sæstrengir

Það er alveg ljóst að í framhaldi þess að Norðmenn tengdu sig með sæstrengjum við Bretland og Danmörku fauk orkuverðið upp úr öllu valdi í Suður-Noregi.

Skoðun
Fréttamynd

Rússar fagna vel heppnaðri á­rás á orku­inn­viði Úkraínu

Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega.

Erlent