Áfram veginn Vanda! Magnús Þór Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 23:00 Haustið 2021 var afdrifaríkur tími í sögu Knattspyrnusambands Íslands, fordæmalaus með öllu enda verið að eiga við verkefni sem áttu fátt skylt við íþróttina sjálfa. Verkefni sem urðu til þess að breytingar urðu á forystu þessarar stærstu fjöldahreyfingar íslensks samfélags. Í þessum ólgusjó öllum fór það svo, á aukaþingi sem sambandið boðaði til í októberbyrjun, að sá sögulegi atburður varð að kona var valin formaður, sú fyrsta til að gegna formannsstöðu knattspyrnusambands í heiminum. Það kallaði á mikið hugrekki að taka að sér verkefni formanns í þeim aðstæðum sem uppi voru á þessum tíma, en það var gæfa fyrir okkur sem unnum þessari íþrótt að Vanda Sigurgeirsdóttir hafði hugrekki til að bjóða fram krafta sína til að takast á við þau og á sama tíma vera með mikla reynslu á ólíkum sviðum knattspyrnunnar á Íslandi. Reynslu sem er byggð á áratuga farsæld á mismunandi stigum ferils hennar sem iðkandi, þjálfari og sjálfboðaliði í íþróttinni. Um komandi helgi er komið að reglulegu ársþingi og þar sem að mótframboð barst gegn sitjandi formanni, fá talsmenn knattspyrnufélaga í landinu að kjósa milli tveggja öflugra einstaklinga. Ég treysti því að þeir sem þingið sitja muni velja Vöndu til að halda áfram að leiða Knattspyrnusamband Íslands. Sá tími sem hún hefur leitt sambandið er vissulega bara 4 mánuðir en á þeim tíma hefur hún, ásamt öflugum hópi starfsmanna KSÍ, bæði leitt vinnu við þau mál sem skóku hreyfinguna til betri vegar auk þess að leiða endurskipulagningu þjálfarateymis karlalandsliðsins með breytingu á aðstoðarþjálfara og ráðningu tæknilegs ráðgjafa sem styðja mun við bak allra landsliða okkar. Nú á allra síðustu dögum hafa svo borist fréttir af árangursríku samstarfi KSÍ og ÍTF þegar kemur að sjónvarpsrétti fyrir knattspyrnuna, þar er stigið mikið framfaraskref. Vanda Sigurgeirsdóttir er leiðtogi. Það sýndi hún allan sinn knattspyrnuferil sem var einstaklega glæsilegur, allt frá því hún var á Sauðárkróki sem unglingur að keppa með strákunum, viðkomuna á Skipaskaga þar sem Íslandsmeistaratitlar byrjuðu að detta inn áður en hún fór í Kópavoginn og raðaði inn titlum sem leikmaður og þjálfari. Hún var í brautryðjendahópi íslenskra kvennalandsliða sem leikmaður á níunda áratugnum og leiddi síðar hópinn sem landsliðsþjálfari, er ótrúlegur liðsmaður með endalaust baráttuþrek. Utan vallar hefur hún náð miklum árangri á sviði erfiðra samskiptamála sem einn ötulasti baráttumaður gegn einelti á Íslandi. Þessa eiginleika höfum við greint frá fyrsta degi hennar sem formaður Knattspyrnusambandsins. Hún hefur þegar hafið samtöl við félögin í landinu um nánara samstarf þeirra og sambandsins. Hún hefur sýnt metnað sinn fyrir landsliðunum í verki og á síðustu dögum farið yfir þá sýn sem hún hefur á frekari vinnu, fái hún traust félaganna í landinu til að halda sínu starfi áfram. Vanda er harðduglegur leiðtogi, vinnusamur liðsmaður með skýra sýn og hugrekki til að taka við stýri í miklum mótvindi. Það er einmitt þannig einstaklingur sem íslensk knattspyrna þarf á að halda nú í dag og til framtíðar. Það er mikil gæfa að eiga kost á að merkja við nafn Vöndu Sigurgeirsdóttur á kosningaseðli ársþings KSÍ laugardaginn 26.febrúar, þakka henni hugrekkið og lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi leiðtogastarf hennar fyrir íþróttina. Hún mun vísa veginn til nýrra afreka íþróttarinnar. Höfundur er formaður knattspyrnudeildar ÍR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Magnús Þór Jónsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2021 var afdrifaríkur tími í sögu Knattspyrnusambands Íslands, fordæmalaus með öllu enda verið að eiga við verkefni sem áttu fátt skylt við íþróttina sjálfa. Verkefni sem urðu til þess að breytingar urðu á forystu þessarar stærstu fjöldahreyfingar íslensks samfélags. Í þessum ólgusjó öllum fór það svo, á aukaþingi sem sambandið boðaði til í októberbyrjun, að sá sögulegi atburður varð að kona var valin formaður, sú fyrsta til að gegna formannsstöðu knattspyrnusambands í heiminum. Það kallaði á mikið hugrekki að taka að sér verkefni formanns í þeim aðstæðum sem uppi voru á þessum tíma, en það var gæfa fyrir okkur sem unnum þessari íþrótt að Vanda Sigurgeirsdóttir hafði hugrekki til að bjóða fram krafta sína til að takast á við þau og á sama tíma vera með mikla reynslu á ólíkum sviðum knattspyrnunnar á Íslandi. Reynslu sem er byggð á áratuga farsæld á mismunandi stigum ferils hennar sem iðkandi, þjálfari og sjálfboðaliði í íþróttinni. Um komandi helgi er komið að reglulegu ársþingi og þar sem að mótframboð barst gegn sitjandi formanni, fá talsmenn knattspyrnufélaga í landinu að kjósa milli tveggja öflugra einstaklinga. Ég treysti því að þeir sem þingið sitja muni velja Vöndu til að halda áfram að leiða Knattspyrnusamband Íslands. Sá tími sem hún hefur leitt sambandið er vissulega bara 4 mánuðir en á þeim tíma hefur hún, ásamt öflugum hópi starfsmanna KSÍ, bæði leitt vinnu við þau mál sem skóku hreyfinguna til betri vegar auk þess að leiða endurskipulagningu þjálfarateymis karlalandsliðsins með breytingu á aðstoðarþjálfara og ráðningu tæknilegs ráðgjafa sem styðja mun við bak allra landsliða okkar. Nú á allra síðustu dögum hafa svo borist fréttir af árangursríku samstarfi KSÍ og ÍTF þegar kemur að sjónvarpsrétti fyrir knattspyrnuna, þar er stigið mikið framfaraskref. Vanda Sigurgeirsdóttir er leiðtogi. Það sýndi hún allan sinn knattspyrnuferil sem var einstaklega glæsilegur, allt frá því hún var á Sauðárkróki sem unglingur að keppa með strákunum, viðkomuna á Skipaskaga þar sem Íslandsmeistaratitlar byrjuðu að detta inn áður en hún fór í Kópavoginn og raðaði inn titlum sem leikmaður og þjálfari. Hún var í brautryðjendahópi íslenskra kvennalandsliða sem leikmaður á níunda áratugnum og leiddi síðar hópinn sem landsliðsþjálfari, er ótrúlegur liðsmaður með endalaust baráttuþrek. Utan vallar hefur hún náð miklum árangri á sviði erfiðra samskiptamála sem einn ötulasti baráttumaður gegn einelti á Íslandi. Þessa eiginleika höfum við greint frá fyrsta degi hennar sem formaður Knattspyrnusambandsins. Hún hefur þegar hafið samtöl við félögin í landinu um nánara samstarf þeirra og sambandsins. Hún hefur sýnt metnað sinn fyrir landsliðunum í verki og á síðustu dögum farið yfir þá sýn sem hún hefur á frekari vinnu, fái hún traust félaganna í landinu til að halda sínu starfi áfram. Vanda er harðduglegur leiðtogi, vinnusamur liðsmaður með skýra sýn og hugrekki til að taka við stýri í miklum mótvindi. Það er einmitt þannig einstaklingur sem íslensk knattspyrna þarf á að halda nú í dag og til framtíðar. Það er mikil gæfa að eiga kost á að merkja við nafn Vöndu Sigurgeirsdóttur á kosningaseðli ársþings KSÍ laugardaginn 26.febrúar, þakka henni hugrekkið og lýsa yfir stuðningi við áframhaldandi leiðtogastarf hennar fyrir íþróttina. Hún mun vísa veginn til nýrra afreka íþróttarinnar. Höfundur er formaður knattspyrnudeildar ÍR.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar