Einfaldara líf á Nesinu Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 09:00 Hugsum okkur eitt augnablik að sveitarfélagið Seltjarnarnes væri við það að hefja rekstur með tæplega 5.000 íbúa. Þá þyrfti að sjálfsögðu að hafa til reiðu alla helstu innviði; skóla og leikskóla í hentugu húsnæði, góða aðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs, öfluga félagsþjónustu og þjónustu við eldri borgara. Skipuleggja þyrfti hverfin af vandvirkni, hafa græn útivistarsvæði sem bæta lífsgæði íbúanna, ráða hæft starfsfólk í helstu stöður og hafa lágmarks umgjörð um stjórnsýsluna sem heldur utan um þetta allt saman. Sjálfsagt myndum við leggja grunn að þannig sveitarfélagi með svipuðum hætti og nú er. Nema hvað við myndum reyna að hafa reksturinn enn einfaldari, tryggja skilvirkari þjónustu og losa okkur við hvaðeina sem er til þess fallið að flækja stjórnsýsluna eða daglegt líf íbúanna. Samhliða auknum lífsgæðum og betri upplýsingum leitum við sífellt leiða til að einfalda lífið. Við viljum nýta tímann betur með fjölskyldu og sækja þjónustu með einföldum hætti. Við höfum á liðnum árum séð tækninýjungar og framfarir í þjónustu sem hafa einfaldað og bætt líf okkar með einum eða öðrum hætti – og eigum eftir að sjá meira af því á komandi árum. Ekkert af þessu gerist þó að sjálfu sér heldur þarf að leita nýrra lausna og hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma. Þannig á framþróun sér stað og þannig næst árangur. Hugsum út fyrir rammann Sveitarfélögin eru ekki undanskilin þegar kemur að því að einfalda lífið. Við sækjum meginþorrann af grunnþjónustu okkar til sveitarfélaga. Þar fara börnin okkar í leikskóla og skóla, þar er félagsþjónusta veitt og þar eru hverfin okkar skipulögð. Þangað sækjum við íþrótta- og tómstundastarf og þar njótum við menningar og útivistar. Sveitarfélögin sem veita þessa þjónustu þurfa að hafa fjárhagslega burði til þess. Sum sveitarfélög stefna að því markmiði með því að reyna að hámarka skattheimtu með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki án þess að hagrætt sé í rekstrinum eða leitað nýrra leiða til þess að bæta þjónustuna. Með því að stilla álögum í hóf ýtum við undir frekari hagsæld íbúa og öflugra atvinnulíf. Það er síðan á ábyrgð okkar sem gefum kost á okkur í stjórnmál að hugsa hlutina upp á nýtt þegar kemur að þjónustu sveitarfélagsins og vera ávallt í takt við tímann. Í fremstu röð Íbúar Seltjarnarness hafa notið þeirrar gæfu að bærinn er vel rekinn og ákvarðanir á fyrri árum hafa verið farsælar. Eignastaðan er sterk og skuldaviðmið bæjarins er með því lægsta á landinu og sveitarfélagið hefur alla burði til að gera enn betur. Við eigum að vera framarlega þegar kemur að því að hagræða í rekstri og nýta tæknilausnir til að bæta þjónustuna. Íbúar eiga þannig að geta fengið upplýsingar með einföldum hætti, sótt sér ýmiskonar þjónustu svo sem skráningar, útfyllt umsóknir og sinnt samskiptum við skólayfirvöld eða aðrar stofnanir bæjarins. Þá má bæta gæði náms og vinnuumhverfi kennara með stafrænum lausnum í kennslu og þannig mætti áfram telja. Þannig getum við varið fjármagni sveitarfélagsins betur og með skilvirkari hætti og skapað grænan og fjölskylduvænan bæ þar sem fólki á öllum aldri finnst gott að búa. Með öðrum orðum, Seltjarnarnesbær á að vera í fremstu röð og leggja áherslu á að einfalda líf íbúanna og veita um leið fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum. Þetta eru þættir sem ég mun leggja áherslu á hljóti ég brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Ég hef víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hef unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu, kennslu, skrif og heilsueflingu og hef setið í stjórnum og nefndum bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Sú reynsla mun nýtast mér vel í störfum fyrir sveitarfélagið. Sjálf er ég alin upp á Seltjarnarnesi og við hjónin eigum þrjú börn á grunnskólaaldri. Ég þekki því þarfir barnafjölskyldna og veit hversu mikilvægt það er fyrir fjölskyldur að hafa möguleika á því að einfalda líf sitt, einmitt til að nýta tímann betur og njóta hans með fjölskyldunni. Það er ekki síður mikilvægt fyrir eldri íbúa bæjarins að hafa þjónustuna skilvirka og geta varið ævikvöldinu vitandi að rekstur bæjarins er í öruggum höndum. Það einfaldar líka lífið. Höfundur er hagfræðingur og varabæjarfulltrúi og sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hugsum okkur eitt augnablik að sveitarfélagið Seltjarnarnes væri við það að hefja rekstur með tæplega 5.000 íbúa. Þá þyrfti að sjálfsögðu að hafa til reiðu alla helstu innviði; skóla og leikskóla í hentugu húsnæði, góða aðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs, öfluga félagsþjónustu og þjónustu við eldri borgara. Skipuleggja þyrfti hverfin af vandvirkni, hafa græn útivistarsvæði sem bæta lífsgæði íbúanna, ráða hæft starfsfólk í helstu stöður og hafa lágmarks umgjörð um stjórnsýsluna sem heldur utan um þetta allt saman. Sjálfsagt myndum við leggja grunn að þannig sveitarfélagi með svipuðum hætti og nú er. Nema hvað við myndum reyna að hafa reksturinn enn einfaldari, tryggja skilvirkari þjónustu og losa okkur við hvaðeina sem er til þess fallið að flækja stjórnsýsluna eða daglegt líf íbúanna. Samhliða auknum lífsgæðum og betri upplýsingum leitum við sífellt leiða til að einfalda lífið. Við viljum nýta tímann betur með fjölskyldu og sækja þjónustu með einföldum hætti. Við höfum á liðnum árum séð tækninýjungar og framfarir í þjónustu sem hafa einfaldað og bætt líf okkar með einum eða öðrum hætti – og eigum eftir að sjá meira af því á komandi árum. Ekkert af þessu gerist þó að sjálfu sér heldur þarf að leita nýrra lausna og hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma. Þannig á framþróun sér stað og þannig næst árangur. Hugsum út fyrir rammann Sveitarfélögin eru ekki undanskilin þegar kemur að því að einfalda lífið. Við sækjum meginþorrann af grunnþjónustu okkar til sveitarfélaga. Þar fara börnin okkar í leikskóla og skóla, þar er félagsþjónusta veitt og þar eru hverfin okkar skipulögð. Þangað sækjum við íþrótta- og tómstundastarf og þar njótum við menningar og útivistar. Sveitarfélögin sem veita þessa þjónustu þurfa að hafa fjárhagslega burði til þess. Sum sveitarfélög stefna að því markmiði með því að reyna að hámarka skattheimtu með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki án þess að hagrætt sé í rekstrinum eða leitað nýrra leiða til þess að bæta þjónustuna. Með því að stilla álögum í hóf ýtum við undir frekari hagsæld íbúa og öflugra atvinnulíf. Það er síðan á ábyrgð okkar sem gefum kost á okkur í stjórnmál að hugsa hlutina upp á nýtt þegar kemur að þjónustu sveitarfélagsins og vera ávallt í takt við tímann. Í fremstu röð Íbúar Seltjarnarness hafa notið þeirrar gæfu að bærinn er vel rekinn og ákvarðanir á fyrri árum hafa verið farsælar. Eignastaðan er sterk og skuldaviðmið bæjarins er með því lægsta á landinu og sveitarfélagið hefur alla burði til að gera enn betur. Við eigum að vera framarlega þegar kemur að því að hagræða í rekstri og nýta tæknilausnir til að bæta þjónustuna. Íbúar eiga þannig að geta fengið upplýsingar með einföldum hætti, sótt sér ýmiskonar þjónustu svo sem skráningar, útfyllt umsóknir og sinnt samskiptum við skólayfirvöld eða aðrar stofnanir bæjarins. Þá má bæta gæði náms og vinnuumhverfi kennara með stafrænum lausnum í kennslu og þannig mætti áfram telja. Þannig getum við varið fjármagni sveitarfélagsins betur og með skilvirkari hætti og skapað grænan og fjölskylduvænan bæ þar sem fólki á öllum aldri finnst gott að búa. Með öðrum orðum, Seltjarnarnesbær á að vera í fremstu röð og leggja áherslu á að einfalda líf íbúanna og veita um leið fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum. Þetta eru þættir sem ég mun leggja áherslu á hljóti ég brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Ég hef víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hef unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu, kennslu, skrif og heilsueflingu og hef setið í stjórnum og nefndum bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Sú reynsla mun nýtast mér vel í störfum fyrir sveitarfélagið. Sjálf er ég alin upp á Seltjarnarnesi og við hjónin eigum þrjú börn á grunnskólaaldri. Ég þekki því þarfir barnafjölskyldna og veit hversu mikilvægt það er fyrir fjölskyldur að hafa möguleika á því að einfalda líf sitt, einmitt til að nýta tímann betur og njóta hans með fjölskyldunni. Það er ekki síður mikilvægt fyrir eldri íbúa bæjarins að hafa þjónustuna skilvirka og geta varið ævikvöldinu vitandi að rekstur bæjarins er í öruggum höndum. Það einfaldar líka lífið. Höfundur er hagfræðingur og varabæjarfulltrúi og sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun