Innlent

Ó­vissu­stigi lýst yfir vegna slæmrar veður­spár

Smári Jökull Jónsson skrifar
Almannavarnir segja mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Almannavarnir segja mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular viðvaranir á morgun og nú er einnig búið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna veðursins sem framundan er.

Tilkynning Almannavarna var send nú á níunda tímanum og þar kemur fram að Ríkislögreglurstjóri hafi í samráði við lögreglustjóra í sex landshlutum lýst yfir óvissustigi Almannavarna frá klukkan átta í fyrramálið. Samhæfingarmiðstöð Almannavarna verður starfrækt frá klukkan átta og fram eftir degi.

Óvissustigið gildir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestmannaeyjum og Vestfjörðum og hvessa mun í nótt og fyrramálið og fer vindur í 18-28 m/s með skafrenningi, snjókomu og síðar slyddu eða rigningu.

Almannavarnir ítreka mikilvægi þess að ganga frá lausum munum og hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Talsverð hætta verður á foktjóni auk þess sem samgöngur gætu orðið erfiðar um tíma. Einnig séu lokanir á vegum líklegar.

Aðeins örfáir dagar eru síðan óveður gekk yfir landið með tilheyrandi samgöngutruflunum og vatnselg á götum víða.


Tengdar fréttir

Enn ein veðurviðvörunin

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular og gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×