Sveit í borg – Álftanes Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 15:31 Garðabær er einstakt samfélag og hvert hverfi innan bæjarfélagsins hefur sína sérstöðu. Álftanes er eitt af þeim, strjálbýlt sveitaþorp, sveit í borg. Það er mikilvægt að við gætum að sérkennum þess. Umhverfi Álftaness, fuglalíf og söguminjar eru verðmæti sem við þurfum að varðveita áfram. Mikil lífsgæði eru fólgin í því að geta notið útivistar og friðsældar í ósnortinni náttúru í nálægð við heimili sitt. Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við náttúruna. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, barna og fullorðinna. Félagsauður og vellíðan Öflugt félagsstarf ber þess glögglega merki að Álftanes er samheldið samfélag þar sem mannauður er mikill. Þetta er mikilvægt. Góðir innviðir, aðstaða og búnaður stuðla að aukinni virkni og þátttöku bæjarbúa. Við þurfum að tryggja góðan aðbúnað, sinna viðhaldi betur og auka framboð á fjölbreyttum valkostum um leið og við hvetjum alla aldurshópa til þátttöku. Með því að efla innviði, auðveldum við fólki að hittast hvort sem það er í sundi, á æfingu, golfi, skátafundi, kaffihúsi eða í göngu. Rannsóknir sýna að heimsfaraldurinn hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur vellíðan og virkni og spornar gegn félagslegri einangrun. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og nú. Miðgarður mun nýtast öllum Garðbæingum vel og efla íþrótta- og tómstundastarf í bænum. Uppbygging og endurnýjun hefur verið á íþróttamannvirkjum á Álftanesi, í sumar verður ákveðnum áföngum lokið í kringum íþróttasvæðið en við þurfum að klára heildarskipulag svæðisins. Eftirspurn og innviðir Það er eftirsóknarvert að búa á Álftanesi. Ótvíræður vitnisburður þess er gríðarmikill áhugi á húsnæði þar og einnig á úthlutun lóða. Framundan er frekari uppbygging á Álftanesi og tryggja þarf áframhaldandi samtal og samráð við íbúa. Uppbyggingu og vexti fylgja fjárfestingar í innviðum. Í allri umræðu um innviði sveitarfélaga er mikilvægt að félagslegir innviðir gleymist ekki. Það væri okkur svo til mikils sóma að fegra hringtorgið við Bessastaði. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Garðabær er einstakt samfélag og hvert hverfi innan bæjarfélagsins hefur sína sérstöðu. Álftanes er eitt af þeim, strjálbýlt sveitaþorp, sveit í borg. Það er mikilvægt að við gætum að sérkennum þess. Umhverfi Álftaness, fuglalíf og söguminjar eru verðmæti sem við þurfum að varðveita áfram. Mikil lífsgæði eru fólgin í því að geta notið útivistar og friðsældar í ósnortinni náttúru í nálægð við heimili sitt. Gott skipulag hefur ekki aðeins áhrif á það að við komumst örugglega á milli staða heldur hefur það líka áhrif á líðan okkar. Góð tenging á milli hverfa er jafn mikilvæg og tenging við náttúruna. Með betra stígakerfi og bættum samgöngum aukum við öryggi íbúa, barna og fullorðinna. Félagsauður og vellíðan Öflugt félagsstarf ber þess glögglega merki að Álftanes er samheldið samfélag þar sem mannauður er mikill. Þetta er mikilvægt. Góðir innviðir, aðstaða og búnaður stuðla að aukinni virkni og þátttöku bæjarbúa. Við þurfum að tryggja góðan aðbúnað, sinna viðhaldi betur og auka framboð á fjölbreyttum valkostum um leið og við hvetjum alla aldurshópa til þátttöku. Með því að efla innviði, auðveldum við fólki að hittast hvort sem það er í sundi, á æfingu, golfi, skátafundi, kaffihúsi eða í göngu. Rannsóknir sýna að heimsfaraldurinn hefur haft alvarlegar afleiðingar á líðan fólks. Þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi eykur vellíðan og virkni og spornar gegn félagslegri einangrun. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og nú. Miðgarður mun nýtast öllum Garðbæingum vel og efla íþrótta- og tómstundastarf í bænum. Uppbygging og endurnýjun hefur verið á íþróttamannvirkjum á Álftanesi, í sumar verður ákveðnum áföngum lokið í kringum íþróttasvæðið en við þurfum að klára heildarskipulag svæðisins. Eftirspurn og innviðir Það er eftirsóknarvert að búa á Álftanesi. Ótvíræður vitnisburður þess er gríðarmikill áhugi á húsnæði þar og einnig á úthlutun lóða. Framundan er frekari uppbygging á Álftanesi og tryggja þarf áframhaldandi samtal og samráð við íbúa. Uppbyggingu og vexti fylgja fjárfestingar í innviðum. Í allri umræðu um innviði sveitarfélaga er mikilvægt að félagslegir innviðir gleymist ekki. Það væri okkur svo til mikils sóma að fegra hringtorgið við Bessastaði. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar