Eitthvað var þá um hávaðatilkynningar og aðstoðarbeiðnir vegna ölvunar. Sömuleiðis talsvert um slys á fólki. Þrjú umferðaróhöpp voru skráð í bók lögreglu í nótt.
Einn var handtekinn í Hlíðunum vegna líkamsárásar og hann vistaður þar til hægt er að taka af honum skýrslu. Tvær til viðbótar voru handteknir í Hafnarfirði vegna gruns um líkamsárás og þeir sömuleiðis vistaðir í fangaklefa.
Eins og fram kemur hér að ofan voru níu teknir fyrir akstur undir áhrifum, annað hvort fíkniefna og/eða áfengis. Sex þeirra voru sviptir ökuréttindum eða ekki með gild ökuréttindi.
Einn þeirra ökumanna var handtekinn og látinn laus að lokinni sýnatöku en farþegi bifreiðarinnar var hins vegar handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna, vepna vopnalagabrota og vegna brota á lyfjalögum. Sá var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.