Um langvinna verkjasjúkdóma og heilann Helga B. Haraldsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 13:00 Á 17. öld kom Descartes fram með þá kenningu að líkaminn væri eins og vél, ef verkur kemur t.d. í fæti þá er einhver “bilun” þar sem þurfi að skoða. Nú er 21. öldin og vísindin eru komin ansi langt frá 17. öldinni. Taugavísindin eru að sýna okkur með rannsókn eftir rannsókn að kenning Descartes á sjaldnast við þegar verkir eru orðnir langvinnir. Verkir koma þegar heilinn telur að þú sért í hættu. T.d. þegar þú snertir heita hellu þá finnurðu til svo þú færir hendina af hellunni. Verkir eru aldrei bara líkamlegir og þeir koma alltaf frá heilanum, það er heilinn sem ákveður hvort boðin frá hendinni á hellunni séu þess eðlis að það eigi að senda verki. Heilinn er að meta hvort þú sért í hættu og hvort það þurfi að vernda þig. Skoðum aðeins tungumálið okkar - hann særði mig svo þegar hann sagði þetta, hún særði hann hjartasári. Þarna tölum við um særindi en það er auðvitað ekkert líkamlegt sár og það skrítna er að þarna er tungumálið með hárrétta nálgun. Rannsóknir sýna nefnilega að verkir og tiltekinn sársauki á tilfinningasviðinu virkja sömu svæði í heilanum (The neural bases of social pain). Það er því engin tilviljun að börn sem hafa upplifað einelti þjást frekar af höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum en önnur börn (Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis). Það virðist líka vera mikil streita bundin við sjómannsstarfið á Íslandi í dag ef tekið er mið af eftirfarandi rannsókn: Helmingur sjómanna með mígreni. Ég sé ítrekað í mínu starfi að verkir geta komið í kjölfarið á erfiðum áföllum í lífi fólks. Verkir geta líka komið hjá fólki sem býr við mikla og langvarandi streitu eins og börn sem upplifa einelti. Heilinn er að upplifa hættu. Stundum þarf ekki svo mikla utanaðkomandi streitu til að fólk þrói með sér langvinna verki. Við manneskjurnar erum miklar tilfinningaverur og stundum þróum við með okkur hugsunarhátt sem er mjög streituvaldandi fyrir heilann. En það jákvæða er að þessu er hægt að breyta. Ef verkir eru ekki að orsakast af vefjaskemmd heldur hugsunarhætti, áföllum eða annarri viðvarandi streitu þá eru þeir læknanlegir enda er taugakerfið okkar svo miklu sveigjanlegra en áður var talið. Ekki láta það stöðva þig ef velmeinandi heilbrigðisstarfsmenn sem aldnir eru upp við kenningar Descartes segja þér að ekkert sé hægt að gera. Ég hvet þig til að lesa þér til í verkjafræðum því ef þú ert með langvinna verki þá eru miklar líkur á að þú getir orðið verkjalaus. Ég mæli með að byrja á þessu góða myndbandi frá einum af fremstu verkjasérfræðingum dagsins í dag https://www.tamethebeast.org. Ýmislegt annað efni geturðu síðan nálgast á www.verkjalaus.is. Góðan bata og góða skemmtun við að kynnast betur því undralíffæri sem heilinn þinn er. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á 17. öld kom Descartes fram með þá kenningu að líkaminn væri eins og vél, ef verkur kemur t.d. í fæti þá er einhver “bilun” þar sem þurfi að skoða. Nú er 21. öldin og vísindin eru komin ansi langt frá 17. öldinni. Taugavísindin eru að sýna okkur með rannsókn eftir rannsókn að kenning Descartes á sjaldnast við þegar verkir eru orðnir langvinnir. Verkir koma þegar heilinn telur að þú sért í hættu. T.d. þegar þú snertir heita hellu þá finnurðu til svo þú færir hendina af hellunni. Verkir eru aldrei bara líkamlegir og þeir koma alltaf frá heilanum, það er heilinn sem ákveður hvort boðin frá hendinni á hellunni séu þess eðlis að það eigi að senda verki. Heilinn er að meta hvort þú sért í hættu og hvort það þurfi að vernda þig. Skoðum aðeins tungumálið okkar - hann særði mig svo þegar hann sagði þetta, hún særði hann hjartasári. Þarna tölum við um særindi en það er auðvitað ekkert líkamlegt sár og það skrítna er að þarna er tungumálið með hárrétta nálgun. Rannsóknir sýna nefnilega að verkir og tiltekinn sársauki á tilfinningasviðinu virkja sömu svæði í heilanum (The neural bases of social pain). Það er því engin tilviljun að börn sem hafa upplifað einelti þjást frekar af höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum en önnur börn (Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis). Það virðist líka vera mikil streita bundin við sjómannsstarfið á Íslandi í dag ef tekið er mið af eftirfarandi rannsókn: Helmingur sjómanna með mígreni. Ég sé ítrekað í mínu starfi að verkir geta komið í kjölfarið á erfiðum áföllum í lífi fólks. Verkir geta líka komið hjá fólki sem býr við mikla og langvarandi streitu eins og börn sem upplifa einelti. Heilinn er að upplifa hættu. Stundum þarf ekki svo mikla utanaðkomandi streitu til að fólk þrói með sér langvinna verki. Við manneskjurnar erum miklar tilfinningaverur og stundum þróum við með okkur hugsunarhátt sem er mjög streituvaldandi fyrir heilann. En það jákvæða er að þessu er hægt að breyta. Ef verkir eru ekki að orsakast af vefjaskemmd heldur hugsunarhætti, áföllum eða annarri viðvarandi streitu þá eru þeir læknanlegir enda er taugakerfið okkar svo miklu sveigjanlegra en áður var talið. Ekki láta það stöðva þig ef velmeinandi heilbrigðisstarfsmenn sem aldnir eru upp við kenningar Descartes segja þér að ekkert sé hægt að gera. Ég hvet þig til að lesa þér til í verkjafræðum því ef þú ert með langvinna verki þá eru miklar líkur á að þú getir orðið verkjalaus. Ég mæli með að byrja á þessu góða myndbandi frá einum af fremstu verkjasérfræðingum dagsins í dag https://www.tamethebeast.org. Ýmislegt annað efni geturðu síðan nálgast á www.verkjalaus.is. Góðan bata og góða skemmtun við að kynnast betur því undralíffæri sem heilinn þinn er. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun