Hvað getum við gert? Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson skrifa 28. febrúar 2022 10:31 Það setti að manni hroll við fréttir af innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínskar fjölskyldur eru ýmist í kjöllurum eða lagðar á flótta og samkvæmt fréttum eru hundruðir þúsunda þegar komnar yfir landamæri nágrannaríkjanna í vestri og suðri. Enn fleiri eru á flótta innanlands. Sameinuðu Þjóðirnar telja að um 5 milljónir manna muni hrekjast á flótta ef stríðsátök dragast á langinn. Þegar er ljóst að stór hluti þeirra mun leita út fyrir landamæri Úkraínu. Við getum hjálpað Íslensk stjórnvöld taka þátt í aðgerðum nágrannaríkja okkar og bandalagsríkja. Íslensk sveitarfélög gætu gætu boðist til að taka við flóttamönnum frá Úkraínu. Við tökum kannski ekki á móti tugum þúsunda, en hvert sveitarfélag getur ákveðið að leggja lið. Ef íslensk sveitarfélög ákveða að hjálpa eins mörgum og þau geta, getur það orðið hvatning fyrir önnur evrópsk sveitarfélög að hjálpa líka. Lítil sveitarfélög gætu tekið sig saman um að hjálpa og stór gætu tekið við nokkrum fjölskyldum hvert. Í Bosníustríðinu tóku íslensk sveitarfélög vel á móti flóttafólki. Nú getum við enn orðið að liði og við eigum að gera það. Skýr skilaboð Sveitarfélögin eiga að senda skýr skilaboð. Auðvitað stjórna íslensk sveitarfélög ekki utanríkispólitík, hvað þá gangi heimsmála. En við getum svo vel sýnt að okkur er ekki sama um fólk sem er í neyð. Skilaboðin eru ekki bara til annarra evrópskra sveitarfélaga heldur líka til innlendra stjórnvalda um að við ætlumst til aðgerða. Við erum öll Úkraína ! Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi Alþingismaður Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Ólafur Þór Gunnarsson Utanríkismál Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Sjá meira
Það setti að manni hroll við fréttir af innrás Rússa í Úkraínu. Úkraínskar fjölskyldur eru ýmist í kjöllurum eða lagðar á flótta og samkvæmt fréttum eru hundruðir þúsunda þegar komnar yfir landamæri nágrannaríkjanna í vestri og suðri. Enn fleiri eru á flótta innanlands. Sameinuðu Þjóðirnar telja að um 5 milljónir manna muni hrekjast á flótta ef stríðsátök dragast á langinn. Þegar er ljóst að stór hluti þeirra mun leita út fyrir landamæri Úkraínu. Við getum hjálpað Íslensk stjórnvöld taka þátt í aðgerðum nágrannaríkja okkar og bandalagsríkja. Íslensk sveitarfélög gætu gætu boðist til að taka við flóttamönnum frá Úkraínu. Við tökum kannski ekki á móti tugum þúsunda, en hvert sveitarfélag getur ákveðið að leggja lið. Ef íslensk sveitarfélög ákveða að hjálpa eins mörgum og þau geta, getur það orðið hvatning fyrir önnur evrópsk sveitarfélög að hjálpa líka. Lítil sveitarfélög gætu tekið sig saman um að hjálpa og stór gætu tekið við nokkrum fjölskyldum hvert. Í Bosníustríðinu tóku íslensk sveitarfélög vel á móti flóttafólki. Nú getum við enn orðið að liði og við eigum að gera það. Skýr skilaboð Sveitarfélögin eiga að senda skýr skilaboð. Auðvitað stjórna íslensk sveitarfélög ekki utanríkispólitík, hvað þá gangi heimsmála. En við getum svo vel sýnt að okkur er ekki sama um fólk sem er í neyð. Skilaboðin eru ekki bara til annarra evrópskra sveitarfélaga heldur líka til innlendra stjórnvalda um að við ætlumst til aðgerða. Við erum öll Úkraína ! Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og fyrrverandi Alþingismaður Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar