Yfirlýsingar að vænta frá KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 10:34 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á að mæta Rússlandi tvisvar á þessu ári í Þjóðadeildinni. vísir/Hulda Margrét Ný stjórn Knattspyrnusambands Íslands, sem kjörin var um helgina, fundar í fyrsta sinn í hádeginu og þar verður meðal annars rædd afstaða sambandsins til landsleikja við Rússa eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þetta sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, sem var endurkjörin formaður KSÍ á laugardag, í samtali við Vísi. Vanda er að jafna sig eftir kórónuveirusmit en fundurinn í hádeginu verður rafrænn. Íslenska karlalandsliðið á að mæta Rússlandi á útivelli 10. júní í Þjóðadeildinni. Leikurinn átti að vera í Moskvu. Liðin eiga svo að mætast á Laugardalsvelli 24. september. Afstaða KSÍ gagnvart þessum leikjum ætti að skýrast eftir stjórnarfundinn í dag. Þá hefur KSÍ unnið að því að fá UEFA til að færa leik íslenska kvennalandsliðsins við Hvíta-Rússland, sem leika á í Borisov 12. apríl í undankeppni HM, út fyrir Hvíta-Rússland á hlutlausan völl. Nokkur knattspyrnusambönd segja ekki koma til greina að spila landsleiki gegn Rússlandi miðað við núverandi stöðu. Þessu hafa enska, pólska, sænska og tékkneska knattspyrnusambandið þegar lýst yfir. FIFA hefur kynnt fyrstu aðgerðir sínar og þar segir að Rússar muni að óbreyttu þurfa að spila heimaleiki sína á hlutlausum velli, sem sagt utan Rússlands, án áhorfenda. Lið Rússa munu þurfa að leika undir nafni knattspyrnusambands Rússlands en ekki sem „Rússland“ og rússneski fáninn verður ekki sýnilegur og rússneski þjóðsöngurinn ekki spilaður. Gagnrýnt hefur verið að FIFA skuli ekki ganga lengra og einfaldlega loka á alla landsleiki Rússa. KSÍ Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðadeild UEFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjá meira
Þetta sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, sem var endurkjörin formaður KSÍ á laugardag, í samtali við Vísi. Vanda er að jafna sig eftir kórónuveirusmit en fundurinn í hádeginu verður rafrænn. Íslenska karlalandsliðið á að mæta Rússlandi á útivelli 10. júní í Þjóðadeildinni. Leikurinn átti að vera í Moskvu. Liðin eiga svo að mætast á Laugardalsvelli 24. september. Afstaða KSÍ gagnvart þessum leikjum ætti að skýrast eftir stjórnarfundinn í dag. Þá hefur KSÍ unnið að því að fá UEFA til að færa leik íslenska kvennalandsliðsins við Hvíta-Rússland, sem leika á í Borisov 12. apríl í undankeppni HM, út fyrir Hvíta-Rússland á hlutlausan völl. Nokkur knattspyrnusambönd segja ekki koma til greina að spila landsleiki gegn Rússlandi miðað við núverandi stöðu. Þessu hafa enska, pólska, sænska og tékkneska knattspyrnusambandið þegar lýst yfir. FIFA hefur kynnt fyrstu aðgerðir sínar og þar segir að Rússar muni að óbreyttu þurfa að spila heimaleiki sína á hlutlausum velli, sem sagt utan Rússlands, án áhorfenda. Lið Rússa munu þurfa að leika undir nafni knattspyrnusambands Rússlands en ekki sem „Rússland“ og rússneski fáninn verður ekki sýnilegur og rússneski þjóðsöngurinn ekki spilaður. Gagnrýnt hefur verið að FIFA skuli ekki ganga lengra og einfaldlega loka á alla landsleiki Rússa.
KSÍ Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðadeild UEFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjá meira