Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2022 20:01 Frá upplýsingafundi almannavarna þann 28. febrúar 2020 þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. vísir/vilhelm Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir tveimur árum sem fréttir voru sagðar af fyrsta greinda tilfelli hinnar dularfullu Wuhan veiru, eins og hún var kölluð á þeim tíma, hér á landi. Hinn smitaði var karlmaður á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim úr skíðaferð frá Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var boðað til blaðamannafundar þar sem þríeykið bað fólk um að halda ró sinni. Þrjú lögregluembætti voru virkjuð til þess að rekja ferðir hins smitaða og smitrakningarteymi búið til. Forseti Íslands benti fólki á að skelfing leysi engan vanda. Á fyrsta upplýsingafundi þríeykisins, sem haldinn var tveimur dögum fyrir fyrsta tilfellið hér á landi, teiknaði sóttvarnalæknir upp spá um verstu sviðsmyndina. „Gætum við búist við að sjá svona kannski 300 tilfelli á Íslandi. 20 gjörgæslutilfelli og svona upp undir 10 dauðsföll,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna árið 2020. En hlutirnir urðu verri og síðan þá hafa rúmlega hundrað þúsund smitast af kórónuveirunni hér á landi í nokkrum bylgjum. 1.171.551 sýni hafa verið tekin. 934 lagst inn á Landspítala. 116 á gjörgæslu og 62 látist. Þríeykið birtist allt að 200 sinnum á skjám landsmanna á reglulegum upplýsingafundum þar sem það greindi frá gangi mála. „Góðan og blessaðan daginn,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna þegar hann bauð fólk velkomið á fundina. Hver bylgjan tók við af annarri en við fengum frí inni á milli. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar og á þeim slakað til skiptis. Og það var síðan á föstudaginn síðasta sem öllum takmörkunum var aflétt. „Covid er búið,“ öskrar ein skemmtanaglöð í miðbæ Reykjavíkur á föstudaginn. Þessu er sóttvarnalæknir ekki sammála. Enn greinist fjöldi fólks smitaða á degi hverjum og er Landspítalinn á neyðarstigi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tímamót Einu sinni var... Heilbrigðismál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir tveimur árum sem fréttir voru sagðar af fyrsta greinda tilfelli hinnar dularfullu Wuhan veiru, eins og hún var kölluð á þeim tíma, hér á landi. Hinn smitaði var karlmaður á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim úr skíðaferð frá Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var boðað til blaðamannafundar þar sem þríeykið bað fólk um að halda ró sinni. Þrjú lögregluembætti voru virkjuð til þess að rekja ferðir hins smitaða og smitrakningarteymi búið til. Forseti Íslands benti fólki á að skelfing leysi engan vanda. Á fyrsta upplýsingafundi þríeykisins, sem haldinn var tveimur dögum fyrir fyrsta tilfellið hér á landi, teiknaði sóttvarnalæknir upp spá um verstu sviðsmyndina. „Gætum við búist við að sjá svona kannski 300 tilfelli á Íslandi. 20 gjörgæslutilfelli og svona upp undir 10 dauðsföll,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna árið 2020. En hlutirnir urðu verri og síðan þá hafa rúmlega hundrað þúsund smitast af kórónuveirunni hér á landi í nokkrum bylgjum. 1.171.551 sýni hafa verið tekin. 934 lagst inn á Landspítala. 116 á gjörgæslu og 62 látist. Þríeykið birtist allt að 200 sinnum á skjám landsmanna á reglulegum upplýsingafundum þar sem það greindi frá gangi mála. „Góðan og blessaðan daginn,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna þegar hann bauð fólk velkomið á fundina. Hver bylgjan tók við af annarri en við fengum frí inni á milli. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar og á þeim slakað til skiptis. Og það var síðan á föstudaginn síðasta sem öllum takmörkunum var aflétt. „Covid er búið,“ öskrar ein skemmtanaglöð í miðbæ Reykjavíkur á föstudaginn. Þessu er sóttvarnalæknir ekki sammála. Enn greinist fjöldi fólks smitaða á degi hverjum og er Landspítalinn á neyðarstigi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tímamót Einu sinni var... Heilbrigðismál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent