Má mig dreyma um raðhús? Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 1. mars 2022 08:00 Vinafólk mitt reyndi að stækka við sig um daginn en fjölskyldan er nú vaxin upp úr íbúðinni sinni og vantar auka herbergi. Þau eru uppaldir Vesturbæingar en eru nú harðlínu Grafarvogsbúar, eftir að hafa flúið fasteignamarkaðinn í Vesturbænum til efri byggða eftir fæðingu fyrsta barnsins. Þau dreymir um að komast í lítið sætt raðhús með palli og garði fyrir krakkana en Vesturbæjarverðin hafa smitast út í úthverfin. Þrátt fyrir tvær innkomur er ekkert grín fyrir par á meðallaunum að stækka við sig á núverandi fasteignamarkaði. Það er margfalt uppsafnaður húsnæðisskortur og verðið orðið svo uppsprengt að venjuleg laun eru farin að duga skammt í afborganirnar á láninu samhliða gjaldahækkununum og rekstri fjölskyldunnar. Verðbólgan sem fasteignamarkaðurinn hefur getið af sér er svo að éta upp kaupmátt ráðstöfunartekna, en skorturinn er bara ein hlið vandans. Hin hliðin er einsleitnin í húsnæðinu sem þó er byggt. Þegar vinafólk mitt sá loks eitt raðhús á sölu í hverfinu sínu slógu þau strax til þótt eignin þyrfti dágott viðhald. Það var hörð samkeppni um eignina svo í örvæntingu sinni buðu þau 10 milljónir yfir ásett verð, en það dugði ekki til; einhver bauð hærra. „Það fáránlegasta við þetta er að það kostar svona 10 milljónir að koma þessu húsi í stand!“ sögðu þau mér. Nú hefur stefnan verið tekin á Mosfellsbæ, jú það er töluvert lengri akstur í vinnuna en að minnsta kosti þurfa þau ekki að skrimta mánaðamótanna á milli til að hafa fyrir afborgunum og uppihaldi. „Í þéttingunni er bara pláss fyrir sovéska steypuklumpa og lúxus íbúðir. Annað borgar sig ekki að byggja og borgin vill ekki byggja neitt annað“ sagði einn verktaki mér Við skulum ekki gleyma að mörg eftirsóttustu hverfi borgarinnar voru vissulega skipulögð af borginni en oft fengu nýju íbúarnir meira svigrúm til að móta hverfið sitt en nú. Þessi sveigjanleiki flýtti fyrir uppbyggingu og hélt óþarfa kostnaði niðri bæði fyrir íbúa og borgina. Ólíkt því sem nú er gert var séð til þess að nýju hverfin hefðu nægt vaxtarrými til að mæta þeirri þjónustuþörf sem gæti fylgt nýju íbúunum. Það var heldur enginn að setja fótinn fyrir einkaframtakið þegar leysa þurfti málin, til dæmis gátu íbúarnir sjálfir komið upp foreldrareknum leikskólum ef fé vantaði frá borginni sem hafði í þá daga mun minni tekjustofna en nú. Núverandi borgaryfirvöld hafa aftur á móti beint mestu uppbyggingunni að hverfum þar sem grunnskólar og leikskólar eru löngu orðnir smekkfullir, göturnar þegar stappaðar á annatímum og lítið um stæði til að leggja bílunum sem fylgja nýju íbúunum. Vegna þessa hafa foreldrar neyðst til að sækja þessa grunnþjónustu í önnur hverfi eða jafnvel í hinn enda borgarinnar, og eyða þá meiri tíma föst í umferð eða í leit að bílastæði. Í áratug hefur stefna um ofurþéttingu ríkt í húsnæðismálum og hingað erum við komin. Það vandræðalega við þetta allt saman er að helsti afrakstur þéttingarstefnunnar til þessa hefur því verið að ýta undir leikskóla- og húsnæðisvandann í borginni. Nú neyðist fólk til að ferðast lengri vegalengdir eftir leikskólaplássi og seinagangurinn og einsleitnin í uppbyggingu húsnæðis hefur ýtt undir húsnæðisskort. Stefnan sem átti að draga úr þörf á einkabílnum hefur reynst verulega árangursrík í að gera hið gagnstæða. Þetta þarf ekki að vera svona. Við verðum að taka þá pólitísku ákvörðun að leyfa borginni að stækka, það er eina vitið. Við verðum að leyfa nýjum hverfum að rísa og nýjum frumbyggjum að spreyta sig. Þétting á ekki að stýra því hvar eða hvernig við byggjum, heldur uppbyggingatækifærin sjálf, þar sem fjölbreytnin fær blómstra. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Vinafólk mitt reyndi að stækka við sig um daginn en fjölskyldan er nú vaxin upp úr íbúðinni sinni og vantar auka herbergi. Þau eru uppaldir Vesturbæingar en eru nú harðlínu Grafarvogsbúar, eftir að hafa flúið fasteignamarkaðinn í Vesturbænum til efri byggða eftir fæðingu fyrsta barnsins. Þau dreymir um að komast í lítið sætt raðhús með palli og garði fyrir krakkana en Vesturbæjarverðin hafa smitast út í úthverfin. Þrátt fyrir tvær innkomur er ekkert grín fyrir par á meðallaunum að stækka við sig á núverandi fasteignamarkaði. Það er margfalt uppsafnaður húsnæðisskortur og verðið orðið svo uppsprengt að venjuleg laun eru farin að duga skammt í afborganirnar á láninu samhliða gjaldahækkununum og rekstri fjölskyldunnar. Verðbólgan sem fasteignamarkaðurinn hefur getið af sér er svo að éta upp kaupmátt ráðstöfunartekna, en skorturinn er bara ein hlið vandans. Hin hliðin er einsleitnin í húsnæðinu sem þó er byggt. Þegar vinafólk mitt sá loks eitt raðhús á sölu í hverfinu sínu slógu þau strax til þótt eignin þyrfti dágott viðhald. Það var hörð samkeppni um eignina svo í örvæntingu sinni buðu þau 10 milljónir yfir ásett verð, en það dugði ekki til; einhver bauð hærra. „Það fáránlegasta við þetta er að það kostar svona 10 milljónir að koma þessu húsi í stand!“ sögðu þau mér. Nú hefur stefnan verið tekin á Mosfellsbæ, jú það er töluvert lengri akstur í vinnuna en að minnsta kosti þurfa þau ekki að skrimta mánaðamótanna á milli til að hafa fyrir afborgunum og uppihaldi. „Í þéttingunni er bara pláss fyrir sovéska steypuklumpa og lúxus íbúðir. Annað borgar sig ekki að byggja og borgin vill ekki byggja neitt annað“ sagði einn verktaki mér Við skulum ekki gleyma að mörg eftirsóttustu hverfi borgarinnar voru vissulega skipulögð af borginni en oft fengu nýju íbúarnir meira svigrúm til að móta hverfið sitt en nú. Þessi sveigjanleiki flýtti fyrir uppbyggingu og hélt óþarfa kostnaði niðri bæði fyrir íbúa og borgina. Ólíkt því sem nú er gert var séð til þess að nýju hverfin hefðu nægt vaxtarrými til að mæta þeirri þjónustuþörf sem gæti fylgt nýju íbúunum. Það var heldur enginn að setja fótinn fyrir einkaframtakið þegar leysa þurfti málin, til dæmis gátu íbúarnir sjálfir komið upp foreldrareknum leikskólum ef fé vantaði frá borginni sem hafði í þá daga mun minni tekjustofna en nú. Núverandi borgaryfirvöld hafa aftur á móti beint mestu uppbyggingunni að hverfum þar sem grunnskólar og leikskólar eru löngu orðnir smekkfullir, göturnar þegar stappaðar á annatímum og lítið um stæði til að leggja bílunum sem fylgja nýju íbúunum. Vegna þessa hafa foreldrar neyðst til að sækja þessa grunnþjónustu í önnur hverfi eða jafnvel í hinn enda borgarinnar, og eyða þá meiri tíma föst í umferð eða í leit að bílastæði. Í áratug hefur stefna um ofurþéttingu ríkt í húsnæðismálum og hingað erum við komin. Það vandræðalega við þetta allt saman er að helsti afrakstur þéttingarstefnunnar til þessa hefur því verið að ýta undir leikskóla- og húsnæðisvandann í borginni. Nú neyðist fólk til að ferðast lengri vegalengdir eftir leikskólaplássi og seinagangurinn og einsleitnin í uppbyggingu húsnæðis hefur ýtt undir húsnæðisskort. Stefnan sem átti að draga úr þörf á einkabílnum hefur reynst verulega árangursrík í að gera hið gagnstæða. Þetta þarf ekki að vera svona. Við verðum að taka þá pólitísku ákvörðun að leyfa borginni að stækka, það er eina vitið. Við verðum að leyfa nýjum hverfum að rísa og nýjum frumbyggjum að spreyta sig. Þétting á ekki að stýra því hvar eða hvernig við byggjum, heldur uppbyggingatækifærin sjálf, þar sem fjölbreytnin fær blómstra. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og frambjóðandi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun