Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 15:38 Sorphirða í Reykjavík hefur tafist nokkuð undanfarnar vikur, bæði vegna veðurs og veikinda. Mynd/Aðsend Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. Sorphirða í Reykjavík er nú talsvert á eftir áætlun en starfsfólk sorphirðunnar vinnur nú eftir fremsta megni við að ná áætlun. Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir snjó, veikindi og ófærð gera það að verkum að sorphirða hefur tafist. „Við erum búin að vinna alla laugardaga frá áramótum fyrir utan einn. Það hefur vantað um 20% starfsfólks vegna Covid-veikinda síðastliðnar þrjár vikur en vonandi fer að rétta úr því næstu daga,“ segir Inga Rún í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að nú sé unnið samkvæmt dagatali í almennu heimilissorpi, það er gráa tunnan, en ákveðið var að sleppa einni umferð í pappír og plasti, bláu og grænu tunnurnar, til að leggja áherslu á almenna heimilissorpið. „Núna er einn bíll farinn í endurvinnsluúrganginn en venjulegast eru það fjórir bílar sem sækja hann heim til fólks. Síðustu þrjár vikur hafa allir bílar verið í því að hirða blandaða úrganginn í gráu tunnunni því það er það sem fólk getur ekki losnað við annars staðar,“ segir Inga Rún en fólk hefur möguleika á að fara sjálft með pappír og plast á grenndarstöðvar eða endurvinnslustöðvar. Komast stundum ekki að tunnunum Almennt er hirðan á almennu heimilissorpi á áætlun en þó hefur þurft að skilja tunnur eftir vegna tíðarfarsins, þar sem starfsfólk hefur ekki komist að tunnum og sorpgeymslum vegna snjófarga inni á lóðum og bílum sem er illa lagt. „Við erum að vinna samkvæmt sorphirðudagatalinu í öllum flokkum og erum að gera okkar besta til að standast áætlunina. Tilkynningar um frávik verða settar inn á vef sorphirðunnar https://reykjavik.is/sorphirda. Óvissuþættirnir eru Covid og veðrið,“ segir Inga Rún. Hún biðlar til fólks að ganga vel frá sorpi til að hirðan gangi sem best. „Starfsfólk sorphirðunnar þakkar íbúum fyrir þolinmæði og tillitsemi í þessum aðstæðum sem hafa ríkt að undanförnu.“ Veður Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Sorphirða í Reykjavík er nú talsvert á eftir áætlun en starfsfólk sorphirðunnar vinnur nú eftir fremsta megni við að ná áætlun. Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir snjó, veikindi og ófærð gera það að verkum að sorphirða hefur tafist. „Við erum búin að vinna alla laugardaga frá áramótum fyrir utan einn. Það hefur vantað um 20% starfsfólks vegna Covid-veikinda síðastliðnar þrjár vikur en vonandi fer að rétta úr því næstu daga,“ segir Inga Rún í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að nú sé unnið samkvæmt dagatali í almennu heimilissorpi, það er gráa tunnan, en ákveðið var að sleppa einni umferð í pappír og plasti, bláu og grænu tunnurnar, til að leggja áherslu á almenna heimilissorpið. „Núna er einn bíll farinn í endurvinnsluúrganginn en venjulegast eru það fjórir bílar sem sækja hann heim til fólks. Síðustu þrjár vikur hafa allir bílar verið í því að hirða blandaða úrganginn í gráu tunnunni því það er það sem fólk getur ekki losnað við annars staðar,“ segir Inga Rún en fólk hefur möguleika á að fara sjálft með pappír og plast á grenndarstöðvar eða endurvinnslustöðvar. Komast stundum ekki að tunnunum Almennt er hirðan á almennu heimilissorpi á áætlun en þó hefur þurft að skilja tunnur eftir vegna tíðarfarsins, þar sem starfsfólk hefur ekki komist að tunnum og sorpgeymslum vegna snjófarga inni á lóðum og bílum sem er illa lagt. „Við erum að vinna samkvæmt sorphirðudagatalinu í öllum flokkum og erum að gera okkar besta til að standast áætlunina. Tilkynningar um frávik verða settar inn á vef sorphirðunnar https://reykjavik.is/sorphirda. Óvissuþættirnir eru Covid og veðrið,“ segir Inga Rún. Hún biðlar til fólks að ganga vel frá sorpi til að hirðan gangi sem best. „Starfsfólk sorphirðunnar þakkar íbúum fyrir þolinmæði og tillitsemi í þessum aðstæðum sem hafa ríkt að undanförnu.“
Veður Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira